blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 6
22 • KONAN Heilsa Matur Börn&Uppeldi Heimili&Hönnun Húsbyggjandinn Viðskipti&Fjármál Vinnuvélar Bílar Konan Árstíðabundin sérblöð Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína í viðeigandi sérblaði Auglýsingasímar: Magnús Gauti 510-3723 Kolbrún Dröfn 510-3722 <____________________________> ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 blaðið Snyrtibudda mánaðarins Snyrtivörur fyrir allar konur I snyrtibuddu mánaðarins að þessu sinni kennir ýmissa grasa og nóg um hugmyndir að fínustu snyrtivörum. Vör- urnar eru hver annarri betri og flestar þeim eiginleikum gæddar að geta hentað flestum konum og húðgerðum. Það er því ekki úr vegi að gefa þessum nýjungum gaum og verða sér úti um það sem best hentar. Chanel Ombre Essentielle Nýlega komu á markaö nýir stakir púð- uraugnskuggar í öllum litum frá Chanel. Augnskuggarnir eru flauelsmjúkir, skemmtilegir í notkun og fáanlegir bæði mattir og sanseraðir. Er auðvelt að ná fram bæði mildri og gegnsærri litaáferð og sterkri skyggingu. Um þessar mundir eru að detta inn þrír sérstakir vor- og sumartitir. Dewy Jube-gloss frá MAC Þetta er án efa með betri glossum sem fáanleg eru á markaðnum og eitt af þeim sem eiga heima í öllum snyrtibudd- um. Áferðin er létt, náttúruleg og glans- andi auk þess sem varirnar verða fyllri og viðameiri. Dewy Jube er sérstaklega gott hversdags og ekta gott til að grípa í fyrir vinnu, skóla eða kaffihúsið. Þá er það líka sérlega flott yfir annan varalit til þess að auka á glans og sjarma. Beauty Sleep eyeshadow Fallegur og látlaus augnskuggi frá Mac sem nota má í Ijósar og náttúrulegar skyggingar. Ljósbleiki liturinn býður upp á mikla möguleika og passar vel við flestalla liti sem notaðir eru á augun. Þá erliturinn mjög smart einn og sérá augn lokinu við hversdagslegri tilefni. Resilience Lift Extreme frá Estée Lauder Fallegur fljótandi farði frá Estée Lauder sem tollir vel á og gefur andlitinu góða fyllingu á náttúrulegan hátt. Húðin verð- urbjartari, yfirvegaðri og fallegri ásýndar aukþess sem andlitið færísig mikinn raka og fínar línur sjást minna en ella. Þá inniheldur farðinn góða sólarvörn og verndar húðina gegn óæskilegum áhrif- um, s.s. mengun og öðrum óvelkomnum þáttum. All about eyes frá Clinique Augnkrem sem fyrirbyggir og minnkar dökka bauga, skugga og þrota auk þess að djúpnæra einnig augnsvæðið og gefa því góðan raka. Kremið vinnur sam- stundis á dökkum baugum ásamt því að hafa langvarandi virkni á augnsvæðið og draga úr ertingu íkringum augun. Sér- stök blanda hjálpar til við að halda raka og næringu á yfirborði húðarinnar og auka viðnám gegn þurrki. Miracle Cure frá Sally Hansen Nýtt naglalakk frá Sally Hansen sem ger- ir það að verkum að neglurnar hætta að rifna og klofna ásamt því að fá ferskara yfirbragð. Neglurnar verða helmingi sterkari á aðeins nokkrum dögum, en öflugar og virkar rakaprótínagnir i efninu vinna samstundis á miklum þurrki og innsigla nöglina svo að hún hættir að rifna og klofna. Neglurnar verða sterkari, mýkri og mun fallegri. Plantidote augnhreinsir Einstaklega mjúkar bómullarskífur sem hreinsa burt augnfaröa og virka um leiö sem róandi meðferð fyrir viðkvæmt augnsvæðið. Þessi nýjung hjá Origins er góö og skemmtileg hreinsunaraðferð fyr- ir augun sem hentar vel viðkvæmri húð eða augnsvæðum sem þjást af streitu, ofnæmi eða þurrki. Bómullarskífunum er strokið yfir augun og þannig hreinsast burt allur farði á auðveldan hátt. Star bronzer frá Lancome Þetta vinsæla sólarpúður frá Lancome klikkar aldrei og er eitthvað sem allar konur ættu að eiga. Púðrinu er flott að dreifa yfirallt andlitið, en auk þess nýtur það sín vel sem kinnalitur á kinnbeinun- um. Púðrið fæst í tveimur litatónum og bæði með mattri áferð og glansandi. Púðrið á myndinni erafljósari gerðinni en svo er um að gera að fá sér dekkri tóninn þegar sumarið fer að láta á sér kræla. Ritual Color frá Helena Rubenstein Flott og náttúrulegt naglalakk sem hent- arbæði hversdags og við fínni tilefni. Lakkið er þægilegt í notkun ásamt því að tolla vel á nöglunum og flagnarþvi ekki afá einni kvöldstund. Tegundin á myndinni, natural beige 49, eralgjörlega hlutlaust og ekta lakk til notkunar dag- lega og viö hvaða dress sem er. Great Lash frá Maybelline Þessi er eflaust með vinsælustu mösk- urum í dag þrátt fyrir að teljast til þeirra ódýrari. Maskarinn gerir mikið fyrir augnhárin og þykkir til muna ásamt því að lengja og móta á flottan hátt. Lítill burstinn dreifir maskaranum jafnt og útkoman er náttúruleg, þykk og flott að- skilin augnhár. Ekki er verra að setja tvö lög til að fá sem mest út úr maskaranum. Tvímælalaust maskari sem allar konur ættu að eiga. Baugar á bak og burt Baugar undir augum eru vanda- mál sem flestir þekkja. Baugar geta stafað af því að augnlokin þrútna og vökvi safnast í neðri augnlokunum, eða þá að augnlokin eru sérstaklega þunn þannig að æðar eru sýnilegri og augnlokin þar af leiðandi dekkri. Þá getur vökvi safnast fyrir í húð- inni eftir saltan mat eða vegna þess að líkami og sál þjáist af streitu, kvíða eða depurð. Konur sem þjást af óbærilegum baugum ættu að setja markið á nægan svefn ásamt hollri og saltlít- illi fæðu. Þá eru reykingar auðvitað ekki vænlegar til vinnings og eins geta snyrtivörur valdið þrota, bjúg eða ofnæmiseinkennum á augnsvæð- inu. Er þvi mikilvægt að velja réttar snyrtivörur og fá góð ráð. Einnig geta kaldir bakstrar og augnmeðferð gert gæfumuninn en meðferðir sem slíkar getum við framkvæmt heima án mikillar fyrirhafnar. Til dæmis má setja bómull í vatn eða mjólk og leggja hana á lokuð augun í nokkrar mínútur eða styðjast við kaldar og frískandi gúrkusneiðar. Aðalatriðið er þó að huga vel að svefni og mata- ræði og sniðganga salt, áfengi, reyk- ingar og koffín.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.