blaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 6
Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist fyrir skólaárið 2007- 8 er til 4. júní Háskólanám • Búvísindi • Hestafræöi • Náttúru- og umhverfisfræöi • Skógfræöi og landgræðsla • Umhverfisskipulag í”A‘\ \ jy /sLa\\& Hvanneyri • 311 Borgarnes Sími 433 5000 ■ www.lbhi.is tn _C> FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2007 INNLENT Geir verður heiðursdoktor Háskólinn í Minnesota (University of Minnesota) hefur ákveðið að veita Geir H. Haarde forsætisráðherra heiðursdoktorsnafnbót. Forsætisráðherra lauk meistaraprófi í hagfræði frá skólanum árið 1977. Nafnbótin verður formlega veitt við sérstaka athöfn í Reykjavík þann 24. maí næstkomandi. blaóiö Forsetinn og Svafa Grönfeldt í Boston: Háskólinn i Reykjavík Orkurann- sóknarsetur HR tekur þátt í alþjóðleg- um rannsóknum. MIT í samstarf við íslendinga Fyrirtæki fá aðgang að rannsóknum MIT I Vilja læra af íslendingum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Háskólinn í Reykjavík og Tæknihá- skólinn í Massachusetts í Boston (Massachusetts Institute of Techno- logy, skammstafað MIT) kynntu í gær nýjan samstarfssamning íslensks atvinnulífs við MIT, sem HR hefur umsjón með í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins. íslenskum fyrirtækjum býðst að taka þátt í sam- starfinu en það felur í sér aðgang að sérfræðingum og þekkingu MIT. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og fulltrúar Há- skólans í Reykjavík, dr. Svafa Grön- feldt, rektor HR, og dr. Ágúst Valfells, lektor og forstöðumaður Orkurann- sóknarseturs HR, hittu forráðamenn MIT á fundi í gær. Tilgangur heim- sóknarinnar var tvíþættur; annars vegar ræddi forsetinn um samstarf á sviði menntunar og rannsókna í orkumálum og hins vegar var ofan- greindur samningur kynntur. For- setinn þingaði meðal annars með prófessor Jefferson Tester, sem er sérfræðingur í orkuvinnslu úr jarð- varma. Tester sagði áhuga MIT á samstarfi við íslendinga koma til af því að íslendingar væru í fararbroddi í notkun á jarðvarma til hitunar og rafmagnsframleiðslu. „Islendingar eru öðrum þjóðum gott fordæmi þegar kemur að því að framleiða endurnýtanlega og umhverfisvæna orku,“ sagði Tester. Á heimasíðu MIT kemur fram að samningurinn muni styrkja þau tengsl sem þegar eru til staðar á milli háskólans og Islands. Is- lendingar munu njóta góðs af reynslu og þekkingu skólans þegar kemur að kennslu á háskólasviði og rannsókn- arstörfum, en háskólinn af reynslu og þekkingu íslendinga á vistvænum orkumálum. Fyrirhugað samstarf MIT og Há- skólans í Reykjavík kemur í fram- haldi af samkomulagi sem Orkuveita Reykjavíkur og HR gerðu með sér í byrjun árs. Það felur m.a. í sér að Orkuveita Reykjavíkur verði bak- hjarl Orkurannsóknarseturs HR, og miðar að uppbyggingu starfsemi og miðlun þekkingar á sviði alþjóðlegra orkurannsókna í tengslum við fram- tíðarsamstarf HR við erlenda skóla og rannsóknarstofnanir. MIT er meðal virtustu háskóla í Tækniháskólinn í Massachu- setts MIT er vlrtasti háskóli Banda- ríkjanna á sviði tækni- og verkfræði. heiminum í dag á ýmsum sviðum, sér í lagi á sviði tækni- og verkfræði þar sem hann er í fyrsta sæti viður- kenndra lista yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum. Þá er hann í þriðja sæti á sviði viðskipta og stjórnunar og á topp tíu í Bandaríkjunum í ýmsum greinum hugvísinda, s.s. heimspeki. Sextíu og þrír Nóbelsverðlaunahafar hafa farið 1 gegnum fræðasamfélag MIT, en skólinn leggur einnig mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið. Særöi mann lífshættulega með hnífi: Úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald Maður var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið stunginn með eld- húshnífi í íbúð í Hátúni í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var tal- inn lífshættulega slasaður og var gerð á honum aðgerð strax um kvöldið. Líðan hans er eftir atvikum að sögn læknis á Landspítala-háskólasjúkra- húsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn ásamt fórnarlamb- inu í íbúðinni þegar atvikið átti sér stað. Þeir hafa allir verið handteknir og hafa áður komið við sögu lögregl- unnar. Mennirnir voru yfirheyrðir í gær, en einn þeirra hefur þegar játað á sig brotið. Sá var úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald síðdegis í gær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.