blaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 32
44 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 blaðið music Sony Ericsson W300i Plottur Walkman samlokusími - og þú nýtur tónlistarinnar hvar sem er Innbyggt 20 MB minni • 256 MB minniskort fylgir meö Stereo handfrjáls búnaöur fylgir Bluetooth • Flugstilling Verð 19.900 kr. Verð áður S4 Cúu Kr. MDS-60 hátalarastandur Verð 6.980 kr. Verð áður 8.PCÚ Kr. Þú færð simann í vefversluninni á siminn.is eöa á næsta sölustaó Simans. íjl Síminn'' Aldrei fór ég suður Ampop, HAM og Mínus eru meðal fjölda hljómsveita sem troða upp á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin verður í gömlu Ríkisskipageymslunni á Ás- geirsbakka á ísafirði um helgina. Mynd/Kristján Kristjánsson í Hlíðarfjalli Það verðurán efa margt um manninn í brekkum Hlíðarfjalls um páskana. Margt á seyði í höfuðstað Norðurlands um páskana Þingmannasvig oa listaveisla Án efa sækja margir Akureyri heim um páskana enda margt á seyði í bænum líkt og títt er á þess- um árstíma. Allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi hvort sem þá þyrst- ir í listjr og menningu eða langar aðeins til að renna sér niður snævi þaktar brekkur. Opið verður í Hlíðarfjalli alla pásk- ana frá kl. 9-17. Páskaeggjamót SKA verður haldið á laugardag kl. 12 og munu þingmannsefni reyna með sér í samhliða svigi kl. 16 og hafa sér til fulltingis landsþekkta skíðakappa. Þá mun Óskar Pétursson taka lag- ið og Karíus og Baktus skemmta yngstu kynslóðinni. Fjölbreyttir tónleikar Þrjár sýningar eru á fjölum Leik- félags Akureyrar og ýmislegt að gerast í myndlistar- og tónlistarlífi bæjarins einnig. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika i Glerár- kirkju í dag. Á efnisskrá tónleikanna er konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch og fimmta sinfónía Beethovens (Örlagasinfónían). Þá kemur Þórarinn Stefánsson píanó- leikari fram á hádegistónleikum Tón- listarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu á morgun kl. 12:15. Þórarinn leikur verk eftir Mozart og Chopin og mun Einar Geirsson, kokkur á Karólínu, framreiða mat í takt við tónlistina. Þeir sem kjósa tónlist í léttari kant- inum geta hlýtt á Hvanndalsbræður leika og syngja á Græna hattinum í kvöld eða Villa Naglbít annað kvöld. Þá syngur Guðbrandur Siglaugsson eigin lög og texta í Populus tremula laugardagskvöld kl. 22. Söfn og sýningar Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir í galleríi Boxi í Listagili og Helgi Þorgils Friðjónsson í Populus tre- mula. Aðalsteinn Svanur Sigfús- son myndlistarmaður opnar síðan sýninguna „Tíminn snýst eins og jörðin" í Deiglunni á laugardag en hún er haldin í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að hann opnaði sína fyrstu myndlistarsýn- ingu. Á laugardag og á páskadag verða myndlistarmenn með opnar vinnustofur á efstu hæð Listasafns- ins milli kl. 14 og 18. Minjasafnið og Iðnaðarsafnið verða opin frá kl. 14-16 á skírdag, laugardaginn fyrir páska, páska- dag og annan í páskum. Messað verður í Minjasafnskirkjunni ann- an í páskum. Rokk í Reykjavík Það verður rokkað sem aldrei fyrr í Reykjavík og nágrenni næstu daga þrátt fyrir helgihald páskanna. Islandsvinirnir í Blonde Redhead koma fram ásamt Kristin Hersh og Reykjavík! á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. Blonde Redhead hefur nokkrum sinnum áður leikið fyrir landann og að þessu sinni mun hún einnig koma fram á tónlistarhátíð- inni Áldrei fór ég suður á Isafirði þann 7. apríl. Björk Guðmundsdóttir heldur fyrstu tónleika sína hér á landi í sex ár í Laugardalshöll mánudaginn 9. apríl. Meðal annars mun hún leika lög af nýrri plötu sinni Volta sem kemur út um heim allan í næsta mánuði. Hot Chip kemur einnig fram á tónleikunum. Kjósi menn ögn harðari tónlist en þá sem Björk og Blonde Redhead hafa upp á að bjóða geta þeir skellt sér á tónleika bandarísku rokksveit- arinnar Zero Hour. Sveitin heldur tvenna tónleika í borginni um páskana, þá fyrri á Grand Rokk laug- ardagskvöldið 7. apríl kl. 23 og þá síðari í Hellinum (Tónlistarþróun- armiðstöðinni) annan í páskum kl. 19. Ekkert aldurstakmark er á seinni tónleikana. Síðast en ekki síst stendur Blúshá- tíð í Reykjavík sem hæst þessa dag- ana og er boðið upp á ýmsa áhuga- verða tónleika. Zora Young heldur tónleika ásamt Blue Ice Bandinu og Lay Low á Nordica Hóteli í kvöld kl. 20 og á morgun verður boðið upp á sálma og gospel í Fríkirkjunni. Þar að auki blúsdjamm á Domo bæði kvöldin upp úr kl. 22.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.