blaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 4
20* MATUR
ÞRIÐJUDAGUR 5-JÚNÍ 2007 MaAI&
's'qrænmeti
sérmerkt þér!
Auglýsingasíminn er
510 3744
blaði
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað
klæða skúffur og fílt með veijandi efhi svo ekki falli á silfur og silfur-
plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfúlög til að hreinsa.
SENDUM í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPÁI
Gullkistan
Ekta
SœlgætifiskUT
úr sjónum
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is
Sérfræðinqar
i saltfíski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitíngahús - hótel - mðtuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saftfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbltskinnar og bita
Blaöið/Guðmundur Rúnar
. 1 n| @1 ft
í r i
Allra meina bót
Hráfæði er lífsstíll sem fáir
þekkja. Þetta er byltingarkennt
mataræði sem hefur verið að ryðja
sér til rúms á íslandi undanfarin
ár. Þeir sem borða hráfæði lifa á
hráu grænmeti, hráum ávöxtum,
fræjum, hnetum og sjávarþara. Mat-
inn má ekki hita upp fyrir 48°C, ef
farið er yfir þann hita skemmast
ensímin í matnum. Líkaminn þarfn-
ast ensíma til að melta matinn, ef
ekki er nóg af ensímum í fæðunni
gengur líkaminn á sinn eigin en-
símaforða sem er takmarkaður.
María Óskarsdóttir sem hefur verið
á hráfæði í 3 ár hefur góða reynslu
af þessum lífsstíl og mælir með
honum fyrir alla sem vilja lifa heil-
brigðu og góðu lífi.
Þreytt á að vera þreytt
María segir ástæðuna fyrir því
að hún hafi byrjað að lifa á hráfæði
vera þá að hún var mjög leitandi
og vantaði eitthvað. „Eg var orðin
þreytt á að vera alltaf þreytt, ég
var búin að heyra að þetta væri
allra meina bót þannig að ég fór
að kynna mér þennan lífsstíl. Ég
byrjaði á að lesa bækur um þetta,
svo hlustaði ég á fyrirlesara sem
kom til Islands og í framhaldi af
því ákvað ég að prófa. í dag hef ég
verið á hráfæði í 3 ár,” segir María.
Aðspurð hvort þetta sé ekki ve-
sen ef allir fjölskyldumeðlimir
taka ekki þátt segir María að svo
sé ekki. „Ég og maðurinn minn
erum bæði á þessu en dóttir okkar
sem er 17 ára er það ekki, en
það er ekkert mál,” segir María.
Stuðningur skiptir máli
Fyrstu mánuðurnir þegar breytt
er algjörlega um lífsstíl reynast
fólki erfiðastir. María segir að það
skipti mestu máli að hafa stuðning.
„Við höldum mjög mikið hópinn
fólkið sem er á svona mataræði
og styðjum hvert annað í þessu.
Við hittumst reglulega, erum með
matarboð og fræðum hvert annað
um hollt líferni,” segir María.
Samkvæmt Maríu eru það um 100
manns sem fylgja algörlega hrá-
fæðislífsstilnum og ennþá fleiri
sem aðhyllast hann að mörgu leyti.
Aðspurð hvort þetta sé ekki mjög
tímafrekt segir María að hún eyði
minni tíma í eldhúsinu eftir að
hún byrjaði á þessu. „Ég eyði mun
minni tíma í eldhúsinu eftir að ég
komst almennilega inn í þetta. Mat-
urinn skiptir ekki eins miklu máli,
þetta er rosalega heilagt í byrjun,
maður verður að fá þessa stóru
steik en svo verður þetta ekki alltaf
eins og maður sé að borða síðustu
kvöldmáltíðina. Ég er byrjuð að
rækta rosalega mikið sjálf salat,
hveitigras, sólblómasprírur og alfa
alfa. Svo er þetta bara spurning um
skipulag. Ég geri nesti fyrir okkur
morgnana, við vinnum svo mikið
að það verður að vera þannig hjá
okkur,” segir María.
Búin að missa 20 kg
Flestir sem eru á hráfæði eru sam-
mála um að heilsan kemst í gott lag
og fólk verður sjaldnar veikt. „Helsti
kosturinn við hráfæði er hversu
heilsuhraustur maður verður.
Einnig fylgir þessu mikil þyngd-
arlosun, það hrynja af fólki auka-
kílóin, ég er t.d. búin að missa 20 kg.
Fólk grennist rosalega hratt fyrst,
líkaminn losar sig við öll óhreinindi.
Síðan byrjar líkaminn að byggja sig
uppafturafhreinnifitu,”segirMaría.
Aðspurð hvað sé erfiðast við að
byrja á svona fæðu segir María það
vera að vita hvað maður á borða og
hvað ekki. „Það er best að finna ein-
hvern sem er á þessu líka til að fá
stuðning, og vera duglegur að leita
sér ráða. Einnig er gott að vera vel
lesinn áður en maður byrjar á þessu
til að vera nokkurn veginn með það
á hreinu hvað megi láta ofan í sig og
hvað ekki,” segir María.
Erfitt að falla
Það getur verið mjög erfitt að
halda þetta út þegar maður fer til
útlanda segir María. „Þetta er svo-
lítið líkt því að hætta að drekka,
maður getur fallið. Ég hef fallið og
það gerðist erlendis. Þetta er ekk-
ert mál þegar maður er í eldhúsinu
heima hjá sér en verður flóknara
þegar maður er kominn á erlenda
grund. Þá getur verið erfitt að skipu-
leggja sig og finna réttu hráefnin.
Það fer rosalega í skapið á manni
ef maður fellur og manni líður
mjög illa líkamlega,” segir María.
Hvað borðarðu á jólunum?
Aðspurð hvaða spurningar vakni
helst hjá fólki segir María það
vera klassíska spurningu hvað
hún borði eiginlega á jólunum og
hvort hún geti þá aldrei farið út að
borða. „Ég borða hnetusteik á jól-
unum. Hún er mjög ljúffeng. Svo
fer ég oft út að borða. Veitingastað-
urinn Á næstu grösum sérhæfir
sig í mat með hráfæði. Svo fæ ég
mér salat ef ég fer eitthvað annað,”
segir María.