blaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 8
24- MATUR Sláturfélag Suóurlands: Nýtt og girnilegt grillkjöt Fyrir sumarið hefur Slát- urfélag Suðurlands sett á markað nýjar tegundir af góm- sætu og girnilegu grillkjöti. í fyrsta lagi er um að ræða tvær teg- undir af nautakjöti. „Nautakjöt að argentínskum hætti“ er frábær nýj- ung sem allir ættu að prófa, en í boði eru bæði nautakótelettur og -bóg- sneiðar. Kjötið er látið liggja í góðum og bragðmiklum kryddlegi sem gerirkjötið sérlega meyrt og safaríkt. Iöðrulagi„Kryddlegnarreyktargrís- akótelettur". Þær eru léttreyktar og KYNNING marineraðar í rabarbarasultulegi en lögurinn gefur einstakt ogsættbragð. 1 þriðja lagi kynnir Sláturfé- lagið „Lambatvírifjur með krydd- smjöri" sem er virkilega bragðgóð nýjung. Lambatvírifjurnar eru lagðar í kryddsmjörslög en hann gefur gómsætt kryddbragð og gerir kjötið bæði meyrt og gott. Því er ljóst að allir ættu að geta fundið SS-grillkjöt við hæfi í sumar, hvort sem um nýjung er að ræða eða vægt fyrir neytendur að vörur sem hafa verið í uppáhaldi fylgjast vel með. SS-grill- lengi. Von er á enn fleiri nýjungum . kjötið fæst í öllum helstu nú á vormánuðum og því mikil- matvöruverslunum. Svangur Kani: Skaut mann vegna sósu Fyrir skömmu var greint frá því að íbúar í Miami í Flórída væru skapstyggustu ökumennirnir í Bandaríkjunum. Nú virðist sem það séu ekki bara ökusiðir íbúa þeirrar fögru borgar sem einkennast af skapsveiflum heldur virðast matarvenjur þeirra einnig, á köflum, stjórn- ast af mikilli heift. Nýlegt dæmi sannar þetta svo um munar. Hinn tvítugi Renel Frage, sem er yfirmaður á Wendy s-veit- ingastað í Miami, lenti illa í því á dögunum þegar viðskiptavinur skaut hann margsinnis vegna chili-sósu. Forsaga málsins var sú að viðskiptavinurinn fór fram á að fá tíu skammta af chili- sósu með máltíð sinni en þegar honum var tilkynnt að veitinga- staðurinn léti hvern kúnna einungis fá þrjá skammta fór heldur betur að fjúka í hann. Frage kom fram til að spjalla við manninn og freista þess að róa hann niður en það tókst ekki betur en svo að kúnninn dró upp skammbyssu og skaut hann. Sem betur fer fyrir Frage þá virðist byssumaðurinn hafa sleppt nokkrum skotæfingum því öll skotin sem hæfðu hann höfnuðu í öxlinni á honum og hélt hann því lífi. Lögreglan á Mi- ami var skiljanlega furðu lostin vegna þessa máls. „Það er sorglegt að einhver skuli vera reiðubúinn að taka líf annars manns fyrir jafn ómerkilegan hlut og chili-sósu.“ Sorglegi hluturinn er hins vegar sá að hinn byssuóði fékk vilja sínum framgengt á endanum. „Hann hafði ekki kíkt í pokann sinn því ég hafði gefið honum ellefu skammta af chili-sósu. Ég var að reyna að vera almennilegur,“ sagði hinn sundurskotni Frage eftir að hafa verið útskrifaður af spítalanum. Perlan Ein niagnaðasta bygging Rcykjavikur á dáginn. Eitt besta veitingahúsid á kvöldin. HUMARSUPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum kóngarækjum 1 glas af Saint Clair Vicar's Choise Sauvignon Blanc Marlborough, Nýja Sjáland. PÖNNUKAKA fyllt með skógarsveppum og mozzarella-osti 1 glas aj Macon Chaintré, Domaine dc Lalande Dominique Cornin, Frakkland. LAMBAHRYGGUR fillet með steinseljurótarmauki og rifsberjasoði 7 glas af Chianti Riserva Sensi, Toskana, Ítalía. ÍSLENSKT VANILLUSKYR með pistasíufroðu og mangósorbet 1 glas af Vino Santo Del Chianti Sensi, Toskana, Ítalía. 5.950 kr. Með fjórum glösum af víni: 8.900 kr. Nýr A la Carte Hinir margverðlaunuðu matreiðslumeistarar Perlunnar hafa búið til einstakan A la Carte matseðil sem þú verður að prófa. P E R L A N Veitingahúsið Perlan ■ Öskjuhiíð • Sími: 562 0200 • Fax: 562 0207 ■ Tölvupóstur: perlan@perlan.is ■ Vefur: www.perlan.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.