blaðið - 03.07.2007, Síða 3
bfaðiö
ÞRIOJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007
19
Nýtt megrunarlyf
Pilla gerö úr bleiuefni
Því miður er það svo að margir
eiga erfitt með að hafa stjórn á áti
sínu og lenda því í vandræðum
með þyngd sína. Þó svo að ekkert sé
að því að vera í góðum holdum þá
fylgja offitu oft ýmis heilsuvanda-
mál sem gott er að varast og því
þarf fólk að standa vörð um heils-
una og þyngdina. í gegnum tíðina
hefur fólk gripið til ýmissa aðferða
til þess að grennast. Sumar aðferð-
irnar tengjast heilbrigðri skynsemi
en aðrar ramba á barmi rökleysu og
vitleysisgangs.
Nú hafa ítalskir vísindamenn
fundið upp nýja megrunarpillu sem
á að geta hjálpað fólk með mikla mat-
arþörf að hafa hemil á áti sínu. Pillan
er gerð úr samskonar efni og notað
er í barnableiur og fimmtán til tutt-
ugu mínútum eftir að fólk er búið að
taka pilluna, þenst hún út og verður
á stærð við tennisbolta. Við það
hverfur hungurtilfinningin hjá fólki
og það borðar minna eða ekki neitt.
Hinir ítölsku vísindamenn segja að
þessi saðsemistilfinning muni vara
í allt að tvær klukkustundir.
Um þessar mundir standa y fir próf-
anir á þessari nýju megrunarleið og
er nú verið að prófa pilluna á um 90
Rómverjum sem glíma við offitu.
Vonir standa til að þessi pilla geti
verið komin á almenningsmarkað
innan árs. Alessandro Sanninu er
einn þeirra sem vinna að þróun
pillunar og hann er ennfremur sá
fyrsti til að prófa pilluna. „Þetta var
svipuð tilfinning eins og þú finnur
eftir einn disk af spagettíi. Þetta er
ekkert óþægilegt. Þú finnur ekki
þegar pillan þenst út í maganum á
þér en eftir fimmtán til tuttugu mín-
útur þá ertu saddur. Ég gæti borðað
hádegismat ef ég vildi en það yrði þá
bara mjög lítill skammtur.“
Þessa sérstöku pillu á að gleypa
um hálftíma fyrir mat þannig að
þegar að maturinn kemur á borð
er matarlistin mun minni. Eins
og fyrr segir þá er efnið í þessum
pillum svipað því sem er í bleium og
römbuðu vísindamennirnir einmitt
á þetta tiltekna efni þegar verið var
að vinna að rannsóknum á nýjum
bleium.
Kryddolíur Pottagaldra
Hugmyndir fyrir
grillarann í sumar
Pottagaldrar hafa nú um nokk-
urra ára skeið boðið upp á nokkrar
tegundir af kryddolíum sem geta
auðveldað eldamennskuna.
Víkinga-grillolía
Víkinga-grillolían er sérlega ljúf-
feng fyrir lamba- og nautakjöt. Hún
lagar sig sérstaklega að kjötinu án
þess að yfirgnæfa bragð þess. Nota
má hana til að pensla kjötið um leið
og grillað er, eða til að kryddleggja
áður og leyfa kjötinu að brjóta sig
og drekka í sig kryddbragðið. Góður
tími til kryddlagningar er 24-48
klst. Víkinga-grillolían er einnig
góður kostur sem steikingarolía .
ftölsk hvítlauksolía
Hin góðu áhrif hvítlauks fyrir
líkamann hafa Kínverjar þekkt í ár-
þúsundir. Á okkar öld hafa vísindin
stutt hollustu hvítlauksins. Hann er
gulls ígildi fyrir kropp og sál.
ítalska hvítlauksolían er góð til
að kryddleggja hvaða hráefni sem
er, kjúkling, lamba-, nauta- og svína-
kjöt. Þá er hún góð til að kryddleggja
og pensla á meðan grillað er t.d.
lúðu, lax, silung, skötusel, humar,
risarækjur og hörpuskel. Hún er góð
út á pitsuna, í salatið, sem ídýfa með
brauði eða í brauðbakstur. ítalska
hvítlauksolian er tilvalin sem steik-
ingarolía til að skerpa bragð matar-
ins, s.s. fyrir kjöt, fisk, grænmetis-
meðlæti og kínverska rétti.
Grísk kryddolía fyrir
kjúkling og lamb
Gríska kryddolían er afar sérstök.
Hrífandi keimur hennar er engu
líkur og minnir á Miðjarðarhaf-
slöndin og Austurlönd nær. Kjúk-
lingakjötið fær alveg sérstakt og ný-
stárlegt bragð. Best er að kryddleggja
kjúklingabitana í sólarhring eða tvo
og síðan elda þá í ofni eða á útigrilli.
Gríska kryddolían er einnig spenn-
andi til kryddlagningar á lambakjöti
sem eldað er á pönnu, í ofni eða á
útigrilli. Hún er góð út á salatið með
fetaosti, rauðlauk og ólífum. Hún er
einnig tilvalin sem steikingarolía til
að gefa matnum gott bragð. Gríska
kryddolían er án salts og skal þvi
salta matinn eftir smekk
Porúgölsk piri piri-kryddolía
Piri piri er sérstök kryddolía
ættuð frá Portúgal og Afríku. Hún
er sérstaklega góð til að kryddleggja
kjúkling, heilan eða hlutaðan og
steikja/grilla í ofni eða á útigrilli. Þá
er piri piri-kryddolían góð í saltfisk-
rétti eða til að kryddleggja og grilla
heilar rækjur og humar. Hana má
jafnvel nota sem steikingarolíu fyrir
sterka mexíkóska rétti eða nota út
á pitsuna, í pastasalatið og út í pott-
réttinn til að skerpa bragð hans. Piri
piri-kryddolían er mjög sterk og
skal nota hana varlega fyrir óvana
bragðlauka.
Matreiðslubókin er komin á netið
Þaö er ekki er nóg að vera snöggur aö elda.
Maturinn verður líka að vera bragðgóður.
Turbochef er jafnt fyrir skyndibitastaði, kaffihús og fínustu veitingastaði
Allar nánari uppl. hjá sölumönnum í S: 567 88 88
vCm
▼ Mlmst miOar « :
Eldunar gæði matreiðslumeistarans á allt að 12 x styttri tíma
Turbochef matreiðslubókin er komin á netið
www.turbochef.com
Með einfaldri uppflettingu í leitarvél finnur þú strax
rétta uppskrift á réttum fyrir ofninn þinn.
0 The C3
^ The Tornado
The High h Batch