blaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 7

blaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 7
blaöíö ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 HEILSA 23 Islendingar komust á -pall á heimsmeistarakeppni bama í hreysti Unnu þriðju verðlaun KYNNING Fimm íslenskar stúlkur sem kepptu í heimsmeistarakeppni barna í hreysti í lok júlí hrepptu þriðja sætið í hópakeppni. Stúlk- urnar heita Aníta Olmudóttir, Tinna Óðinsdóttir, Daniella Belányi, Fanney Hauksdóttir, Dominiqua Be- lányi og Norma Dögg. Keppnin var haldin í Malasíu og stúlkurnar dvöldu þar í rúmlega viku við æfingar og keppni. Alls tóku 18 lönd og 65 keppendur þátt og keppnin sjálf tók alls sjö klukku- stundir. Krisztina G. Agueda, fram- kvæmdastjóri Hreyfilands, fór með stúlkunum í keppnina. „Þetta voru stúlkur frá aldrinum 11-15 ára og þær eru vitanlega mjög stoltar af sjálfum sér. Alls unnu þær til þrennra verðlauna, tvenn verð- laun fyrir góða sýningu og þriðju verðlaun í keppninni sjálfri.“ Spennandi tímar í sporteróbikk Krisztina segir að þetta hafi verið mjög skemmtileg upplifun en svo- lítið erfið vegnaþess að ferðin tók 26 klukkustundir. „Stúlkurnar þurftu auk þess að æfa á hverjum degi og til dæmis undirbjuggu þær atriði sem allir keppendurnir tóku þótt í. Þetta var því heilmikil keyrsla en stelp- urnar voru mjög duglegar. Eins var þetta góð reynsla fyrir kennarana,“ segir Krisztina og bætir við að búið sé að bjóða Islandi í Evrópumeist- arakeppni í hreysti í lok þess árs í Serbíu og á næsta ári til Spánar. „1 tilefni af því ætlar Hreyfiland að bjóða upp á tíma í sporteróbikk fyrir 6-10 ára börn svo þeim gefist tækifæri til að undirbúa sig fyrir keppnina. í tímunum verða kenndir fimleikar, eróbikk, dans og styrktar- æfingar og þetta verður frábær leið til að fá börn til að njóta sín með hreyfingu og dansi. Námskeiðið hefst 27. ágúst og kennt verður 3 sinnum í viku. Þess utan ætlum við að bjóða upp á fría kynningartíma vikuna 20.-24. ágúst og bjóðum við alla hressa krakka velkomna." Hraustar Hér má sjá stúlkumar sem tóku þátt í heimsmeistara- keppni barna í hreysti í lok júlí. Sílíkon og sjálfsvíg Hættulegar ígræðslur Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn sem birt var í síðustu viku eru konur sem fá brjósta- ígræðslur þrisvar sinnum líklegri til að fremja sjálfsvig en kynsystur þeirra. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísinda- mönnum við læknamiðstöð Vanderbilt-háskólans í Tenn- essee, kannaði 3.527 sænskar konur sem gengust undir brjóstaígræðslur á árunum 1965 til 1993. Rannsakendur skoðuðu dánarvottorð þeirra kvenna í úrtakinu sem voru látnar til að sjá hver dánarorsökin væri. Þá kom í ljós að 24 kvennanna höfðu framið sjálfsvíg. Sú tala þykir kannski ekki mjög há en hún er samt þrefalt hærri en hjá konum sem ekki hafa gengist undir brjóstastækkanir. Tengsl við lélegt sjálfsálit Forsprakki rannsóknarinnar, Loren Lipworth, sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna að hún teldi að sumar konur sem fá sér brjóstaígræðslu glími við einhver geðræn vandamál, hugs- anlega tengd lélegu sjálfsáliti eða óöryggi með líkama sinn. Það var þó tekið fram í rann- sókninni að hin aukna sjálfsvigs- áhætta kæmi ekki fram fyrr en um tíu árum eftir að aðgerðin var framkvæmd. Þessi rann- sókn rennir stoðum undir niður- stöður rannsóknar kanadískra vísindamanna sem á síðasta ári greindu frá því að konur með brjóstaígræðslu væru líklegri til að fremja sjálfsvíg. Áfengi og eiturlyf tíka En það eru ekki bara sjálfsvíg sem eru algengari hjá konum með brjóstaígræðslu. Rannsókn- araðilar greindu einnig frá því að konur í þessum hópi væru einnig líklegri til að deyja af völdum fíkniefna og áfengis. „Að minnsta kosti 38 dauðsföll, 22 prósent allra dauðsfalla, í þessu brjóstaigræðsluúrtaki var hægt að rekja til sjálfsvíga, geðtruflana eða fíkniefna- og áfengisneyslu." Á síðasta ári lögðust 383.886 amerískar konur undir hnífinn til að láta stækka brjóst sin og er brjóstastækkun næstalgengasta lýtaaðgerðin vestanhafs, á eftir fitusogi. I ILILSUDYNUR @G HLI Ein besta heilsudýna í heimi IQ-CARE aðlagast íullkomlega að líkamaniim og tryggir dýpri og bctri svefni. IQ-CARE er svæðisskipt og gefur því réttan stuðning fyrir mjóbak og axlir. IQ-CARE er með opnari efniseiginleika en flestar vörur úr skyldum efnum og andar því betur. IQ-CARE aðlagast hraðar að líkamanum en flest rúm úr skyldum efnum. IQ-CAREe r ein sterkasta efnablanda sem þróuð hefur verið og endist því lengur en skyldar vörur IQ-CARE þrýstijöfnunarefnið er mikið notað og viðurkcnnt af sjúkrahúsum og heilsuslofnunum. S-CAPE WALLHUGGER okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu Dæmi: 160 x 200 cm kr. 369.900 stgr. Rúm sem dregst að veggnum þannig að þú helst við hlið náttborðsins. • Mest seldi botninn í heiminum. • Upplýst þráðlaus fjarstýring með öllum stillingum.i. • Sterkir og hljó[átir þýskir lyftumótorar. • Sér stilling fyrir höfuðlag. • Öflugir nuddmótorar með sjálfvirkum tímarofa. • Einn allra sterkasti stálgrindarbotn sem framleiddur er í dag. • Öll liðarmót úr flugvélaplasti. • 12áraábyrgð. Loftrúm án rafmagns Hjónarúm með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu Dæmi: 160 x 200 cm kr. 219.900 stgr. Mest selda stillanlega rúmið Frábær reynsla á íslandi frá árinu 2000. • Sterkir og hljóðlátir þýskir mótorar. • Stýring er einföld og þægileg. • Mýkra axlasvæði og stillanlegt mjóbakssvæði. • Hægt að fá stillanlega fætur sem ráða hæð rúmsins. • 5 ára ábyrgð. Ef þig vantar gott og sterkt stillanlegt rúm þá er BIFLEX lausnin. Frí þrýstijöfnunarmæling sem greinir hvaða dýna hentar þér best SVEFN & HEILSA GECNIR MIKILVÆGU HLUTVERKI *t~ Svefn&heilsa ★ ★ ★ ★ ★ Svefn&heilsa ★ ★ ★ ★ ★ . -a::' AKUREYRI REYKJAVIK I C .II I PQKSI LINSSON KIKOrKAK I ()K Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Dalsbraut I, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga 10:00 - 18:00 - laugardaga 11:00 - 16:00 www.svefn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.