blaðið - 05.09.2007, Side 8
8
FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007
blaðiö
Schengen
Ný aðildarríki
stóðust prófin
Átta ríki í mið- og austurhluta
Evrópu hafa staðist nauðsyn-
legar tækniprófanir til þess að
geta gerst aðilar að Schengen-
samstarfinu. Tíu ríki munu
gerast aðilar að samstarfinu
um næstu áramót, en eftir á að
framkvæma sérstakar prófanir
í tveimur ríkjanna, Kýpur og
Möltu.
Meginmarkmið Schengen-
samningsins er að tryggja
frjálsa för einstaklinga um
innri landamæri samstarfs-
ríkjanna og að berjast gegn
afbrotum með því að efla
lögreglusamvinnu á milli ríkj-
anna. aí
STUTT
• Dauðadómur Hæstiréttur
íraks hefur staðfest dauðadóm
yfir Ali Hassan al-Majid, betur
þekktur sem Efnavopna-Ali,
og tveimur öðrum sakborn-
ingum sem dæmdir voru fyrir
þjóðarmorð.
• Verkfall Miklar umferðar-
tafir urðu í Lundúnumí gær
vegna þriggja sólarhringa
verkfalls starfsmanna sem ann-
ast viðhald neðanjarðarlesta
borgarinnar.
Átta liðsmenn al-
Oaeda handteknir
M Lýsir hinum handteknu sem herskáum múslímum ■ Danska lögreglan hafði fylgst
með mönnunum um nokkurt skeið ■ Gefur ekki upp hver skotmörkin voru
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Átta karlmenn voru handteknir í
aðgerðum dönsku lögreglunnar að-
faranótt gærdagsins, grunaðir um að
hafa í hyggju að smíða sprengjur og
nota þær til hryðjuverkaárása á dan-
skri grund.
Yfirmaður dönsku leyniþjónust-
unnar lýsir hinum handteknu sem
herskáum múslímum með bein
tengsl við leiðtoga innan hryðju-
verkasamtakanna al-Qaeda. Menn-
irnir eru á aldrinum nítján til 29 ára
og allir af erlendum uppruna.
Lögregla réðst til atlögu á ellefu
stöðum á Kaupmannahafnarsvæð-
inu, þar á meðal á Norðurbrú, Ishoj
og Avedore. Sex mannanna eru með
danskan ríkisborgararétt og tveir
með landvistarleyfi í Danmörku,
en talið er að þeir séu ættaðir frá
Sómalíu, Tyrklandi, Afganistan og
Pakistan.
Sex mannanna var sleppt að yfir-
heyrslum loknum, en farið var fram
á gæsluvarðhald yfir tveimur síð-
degis í gær. Að sögn lögreglu hafði
verið fylgst með mönnunum um
nokkurra mánaða skeið.
Jakob Scharf, yfirmaður dönsku
leyniþjónustunnar (PET), segir að
með handtökunum hafi lögreglan
komið í veg fyrir hryðjuverkaárás
á landið. Hann segir mennina vera
með vilja og getu til að fremja hryðju-
verk. Rannsóknir PET höfðu bent til
þess að hinir grunuðu hefðu útvegað
sér efni til framleiðslu á sprengiefni,
sem fundust svo við húsleit lögreglu.
„ Að okkar dómi höfðum við safnað
saman nægum gögnum til að hand-
taka mennina." Scharf gaf þó ekkert
upp um hvað talið sé að mennirnir
hafi haft í hyggju að ráðast á.
Scharf segir að hinir handteknu
hafi verið með óstöðug sprengiefni í
framleiðslu ogþar sem íbúðirnar séu
í þéttri byggð hafi lögregla ákveðið
að láta til skarar skríða. Á vef Po-
litiken segir að sprengiefnið TATP
hafi fundist við húsleit, en sprengi-
efnið ku vera mjög algengt í hryðju-
verkaárásum úti í heimi. Efnið var
meðal annars notað við hryðjuverka-
árásirnar í Lundúnum árið 2005 þar
sem 53 létust.
Réttarhöld hefjast
Handtökurnar voru þriðju fjölda-
handtökurnar á grundvelli hryðju-
► Lögregla gerði húsleit á
ellefu stöðum á Kaupmanna-
hafnarsvæðinu, þar á meðal
í Vanlose, Albertslund,
Hvidovre, á Norðurbrú og á
Amager.
► Að sögn danskra fjölmiðla
voru maður sem starfaði
sem leigubílstjóri og nítján
ára rafvirki á meðai hinna
handteknu.
hryðjuverkalaga í Dan-
mörku frá árinu 2005.
verkalaga í Danmörku frá árinu 2005.
Réttarhöld yfir fjórum mönnum,
sem handteknir voru í Óðinsvéum
á síðasta ári og eru ákærðir fyrir að
skipuleggja hryðjuverk, hefjast í dag.
Þátttaka Dana í stríðsrekstrinum
í írak hefur gert það að verkum að
margir óttast að múlímskir öfga-
menn kunni að ráðast á dönsk
skotmörk.
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
FAMI
Hillur plastvörur fataskapar
og stál innréttingar
Leidandi ítaLshtjýrirtœhi í hönnun og
framíeiðsíu á iðnaðar innréttingum
Hillukerfi með
marga mögulei
Hillukerfi: Hæð 2.2 m,
breidd 2.7 m,
dýpt 40 cm, tilboðsverð
21.315 kr.
Hurðir
Fataslá ®
Stálskúffur
Plastskúffur
Bök
Gaflar
Skilrúm og
margt fleiwa
Bilainnrettingar fra
25.941 kr.
J Hamarshöfda 1. Sími 511 1122
|%l VERSLUN Skoðið FAMI bæklinga á
www.ri-verslun.is