blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 27
blaóiö MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 39 Hvanndalsbræður í borginni Nýir meðlimir og léttari klæðnaður Hvanndalsbræður spila á stórtón- leikum ásamt Ljótu hálfvitunum á NASA við Austurvöll næstkomandi fimmtudagskvöld, en það verður í fyrsta skipti sem þessar hljóm- sveitir leiða saman hesta sína. Að sögn Sumarliða Hvanndal, eins hljómsveitarmeðlima, hefur lengi staðið til að þessar hljómsveitir spiluðu saman á tónleikum. „Við þekkjumst vel, meðlimir beggja hljómsveita, og sveitirnar eiga það sameiginlegt að byggja sín pró- grömm upp á talsverðri vitleysu og miklu gríni og glensi á milli laga þannig að það liggur beint við að við spilum saman,“ segir hann. Hvanndalsbræður eru frá Ak- ureyri og koma gagngert til borg- arinnar til að spila á tónleikum á fimmtudaginn, en halda svo til Þorlákshafnar þar sem þeir ætla að spila á föstudagskvöldið, og á laug- ardagskvöldinu verða þeir með tón- leika á Sauðárkróki. „Við ætlum að flytja lög af disknum sem við gáfum út í sumar, „Skást of“, en á henni eru skástu lögin af þremur diskum sveitarinnar á einum diski, auk þess sem við ætlum að frumflytja nokkur ný lög. Svo ætlum við líka að frumsýna tvo nýja hljómsveitar- meðlimi, þá Pétur Hallgrímsson, gítar- og mandólínleikara, og Val- mar Valjots, sem er eistneskur fiðlu- og harmóníkuleikari. Þá ætlum við líka að skipta úr lopapeysunum og yfir í léttari klæðnað enda erum við að reyna að laga okkur að Reykjavík þó svo að við séum ekki á leiðinni að flytja þangað. Það þorum við alls ekki,“ segir Sumarliði. Fyrir utan nýja meðlimi, ný lög og nýja búninga má jafnframt búast við rokkaðri Hvanndalsbræðrum. „Við erum alltaf að þróa okkur áfram og núna verður meiri keyrsla á okkur og harðari stíll heldur en áður. En það verða áfram sömu skemmtilegu íslensku textarnir,“ segir hann að lokum. BLOGGARINN... Varasamir kuklarar Ég mæli með nýjustu sjónvarpsþáttum fíi- chard Dawkins, „The Enemies of fíeason". Þetta eru tveir þættir þar sem Dawkins fjallar um nýaldartrúna sem viröist tröilríða öllu um þessar mundir. Seinni þátturínn er sérstaklega áhugaverður en í honum skoðar Dawkins siaukin áhrif svokallaðra óhefðbundinna (=les ósannaðra) lækninga á Vesturiöndum. Hann bendir réttilega á hversu varasamt það er þegar skattgreið- endur eru látnir greiða fyrir kukl i nafni heilbrigöis. Sigurður Hólm Gunnarsson www.skodun.is Vinalegir kuklarar Vandinn við fíichard Dawkins erað hann er síst minni ofstækismaður en margt af því fólki sem hann er að fjaiia um. Nýskeð var ég i Gtastonbury sem telst vera miðstöð nýaldarfólks og alls kyns kukls. Mér fannst þetta bara frekar vinalegt. Ég get hugsað mér svo ótalmargt verra sem fólk getur fundið sér til að gera. Það geta ekki allir verið skynsamir. (þessu felst lika ákveðin þversögn. Dawkins og hans fólki (sem mérliggur við að kalla sértrúarsöfn- uð) ermjög upþsigað við það sem má kalla trúarþörf. En sóknin í nýaldargutlið ber vott um mikla þörf fyrir að trúa - við getum jafnvel kallað það trúgirni. Egill Helgason www.eyjan.is/silfuregils Glansandi perla Það er ekkert mál að endurbyggja Hótel Akureyri og rökin að það hafi staðið ónot- að lengi duga ekki. Þeir sem best þekkja segja að vel megi endurbyggja húsið jafn glæsilega og Þarís og Hamborg sem var ekki igóðu ásigkomulagi fyrir nokkrum árum en glansar nú sem perla. „Bögglageymslan" hafði staðið ónýtt og í niðumíðslu í 30 ár en var gerð glæsilega upp og hýsir nú fallegan veitingastað Friðriks V. Hlynur Hallsson www.hlynurti.blog.is FISKVEHKUN KALLA SVEINS EHF .. . . ■ . Höfuöborgarsvæöiö: Smáralind, Kringlan, Bankastræti 5, Faxafen 12, Miöhraun 11 Garóabæ. Akureyri: Glerárgata 32. Keflavík: Leifsstöö og söluaðilar um land allt. ;; .- ’i| • ;■ ■i „ ý Ú ■ ' | oir . . y. . : i* ' - ; . . J ' •' ’ jib? ' T‘ . * : ? | r .. ; f w ww.GGnorth .com 5. I Klæddu þig vel

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.