blaðið


blaðið - 05.09.2007, Qupperneq 10

blaðið - 05.09.2007, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 blaóiö blaöi Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Hollt aðhald Fjórir af háskólum landsins fengu í fyrradag viðurkenningu mennta- málaráðuneytisins á starfsemi sinni samkvæmt nýjum lögum um háskóla. Listaháskóli Islands var eini skólinn sem lagði allar deildir undir og fékk viðurkenningu á allri starfseminni, en Háskóli íslands, Háskólinn í Reykja- vík og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri sóttu um viðurkenningu á ein- stökum deildum eða ffæðasviðum. Úttektir erlendu sérffæðinganna, sem fengnir voru til að leggja faglegt mat á starfsemi háskólanna, eru ffóðleg plögg. Þar er mörgu hrósað og í öll- um tilvikum mælt með því að skólarnir fái viðurkenningu ráðuneytisins. Hins vegar fær margt í starfseminni jafnffamt harða gagnrýni. Það er nokkurn veginn gegnumgangandi í mati hinna erlendu sérffæð- inga að þeir telja að of fátt fólk sé í stoðdeildum við hina akademísku starf- semi háskólanna. Það þýðir væntanlega að of mikið er um að dýrmætir starfsmenn á borð við prófessora eru sjálfir að stússast í ljósritun og rit- araþjónustu, í stað þess að þeir geti einbeitt sér að kennslu og rannsóknum. Fleira af því sem gagnrýnt er, ekki sízt í Hl, má eflaust skrifa á fjárskort, til dæmis að BA- og MA-nemar sitji í sömu kúrsum og að ekki sé ráðið í lausar stöður kennara. Allir háskólarnir líða sömuleiðis fyrir skort á tilraunastofum og annarri viðunandi aðstöðu til rannsókna, að mati utanaðkomandi sérfræðinga. Ennfremur fer ekki á milli mála, er úttektir á Háskólanum í Reykjavík og Listaháskólanum eru lesnar, að ýmislegt hefur þurft undan að láta í hinum hraða og metnaðarfulla vexti, sem einkennt hefur starf beggja skóla. Þannig telja útlendu ffæðimennirnir að HR hafi stundum farið of hratt í ákvarð- anatöku og ekki hafi verið haft nægilegt samráð við akademískt starfsfólk. Námsffamboðið sé jaffivel of mikið miðað við fjölda nemenda. Listaháskól- inn er gagnrýndur fyrir að hafa stór áform um meistaranám og rann- sóknaþjónustu, sem skólinn eigi í raun ekki innstæðu fyrir. Samkeppnin milli háskóla, bæði innbyrðis hér á landi og við erlenda há- skóla, fer sífellt harðnandi. Islenzkir háskólar verða auðvitað að sýna mikinn metnað til að standa sig í samkeppninni, en grunnurinn sem þeir standa á verður að vera nægilega traustur. Annars er hætta á að háskólastúdentar hér á landi útskrifist ekki með nægilega verðmætar gráður. Skólarnir þurfa að bregðast við þeim athugasemdum, sem settar hafa ver- ið ffam. Margt af því skrifast á stefnumótun og skipulag, annað verður ekki lagað nema með bættum fjárveitingum. Skólarnir hljóta að íhuga hvort þeir ætli að sækja það fé til skattgreiðenda eða beint til nemendanna í gegnum skólagjöld; það eru hagsmunir þeirra síðarnefndu að þeir fái sem bezta menntun og flestir eru vafalaust reiðubúnir að greiða eitthvað fýrir það, sér- staklega ef þeir fá lánað fyrir skólagjöldunum. Nemendur, sem greiða skóla- gjöld, eru líklegri til að veita sjálfir stjórn skólanna virkt aðhald með því hvernig peningar eru notaðir. Sú aðferð, sem tekin hefur verið upp við mat og viðurkenningu á háskól- unum er hollt aðhald fyrir skólana í harðnandi samkeppni. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBUS/PODCAST Ooll tll endurvinnslu Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 S700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid Jiet, frettir@bladidjiet, auglysingar@bladid.net Prentun: Landsprent ehf. 3ÆTUK06 3AA/IHH fTALYF CT'S i 11 H i |pa Sffl^irrt H,tl ö’íí; Oo D h » > r.......t ^ i--... . J ? OM »- pci r ■ STAPFESt SjÚKPðViSGfiEfNlWal | tSM—WuUil. .11 Ii.ÍTIi H _J ?IÐ5tOFA I HuTjPFÍLL >T?_EYTTi/R fofi ocr -bíva VINHUTAP <ÆTU Mfiput*. HAR.KÍ hETTfl BKKH fiiBrnts Voldin og Vinstri grænir Það er býsna sérstök staða hjá Vinstri grænum þessa dagana. Um helgina bárust fréttir af flokksráðs- fundi VG á Flúðum þar sem for- maður flokksins hélt m.a. ræðu yf- ir félögum sínum. Athygli mína vakti hve miklu púðri formað- urinn eyddi í gagnrýni á Samfýlk- inguna fyrir að vera í stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn og hve litlum tíma hann eyddi í að vísa flokksfólki sínu veginn næstu fjögur árin. Þetta kjörtímabil verð- ur án efa erfitt fyrir Vinstri græna, sem í aðdraganda kosninga og ekki síður dagana eftir kjördag, lögðu sig mjög ffam um að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég hélt satt best að segja að formaður Vinstri grænna væri kominn yfir þetta svekkelsi eftir gott sumarfrí. Auðvitað duldist engum sem fylgdist með eldhúsdagsumræðum á sumarþingi gremja Steingríms J. Sigfussonar í garð Samfylkingar- innar og spæling hans yfir því að vera ekki í stjórn með Sjálfstæð- isflokknum. En greinilegt er að þetta ristir djúpt og formaðurinn notar enn hvert tækifæri sem gefst til að segja öllum og ekki síst sjálf- um sér að flokkurinn sé fórnar- lamb en ekki gerandi í stjórnmál- um á Islandi. Þess vegna verða næstu fjögur ár erfið fyrir flokkinn sem missti af sögulegu tækifæri til að komast í ríkisstjórn og því hlýt- ur krafan um breytingu á forystu flokksins að koma upp. Átakakúltúr Eftir að hafa unnið í 12 ár í meirihluta í Reykjavík með mörg- um góðum einstaklingum sem nú KLIPPT OG SKORIÐ Smáfélagið Fjölnir vakti mikla lukku knattspyrnuáhuga- manna og Grafar- vogsbúa í fyrra- kvöld þegar Fjölnimsmenn lögðu Fylkismenn að velli og það með glæsibrag í undanúrslitakeppni bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þúsundir fögnuðu bæði skemmtilegum leik og ekki síður ævintýri Davíðs sem felldi Golíat með sannfærandi hætti. All- margir aðrir reiddust á sama tíma vegna þeirra ákvörðunar Ríkissjónvarpsins að sýna beint ffá leiknum með litlum fyrirvara. IIlu heilli fyrir áhorfendur með starfa innan VG, hef ég verið hugsi yfir þeirri þróun og þeim kúltúr sem þar hefur orðið til á undan- förnum misserum. Á fyrstu árum Reykjavíkurlistans stóðu fjórir flokkar að framboðinu: Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur og Samtök um kvennalista og mikil eindrægni ríkti. Þegar uppstokkun varð á vinstri væng stjórnmálanna í kringum 1999 og til urðu Samfylk- ing og VG varð nokkur breyting á samstarfinu. Undirrituð sat í við- ræðunefnd flokkanna árið 2002 fyrir hönd Samfylkingarinnar og er óhætt að segja að mjög hafi reynt á Steinunn Valdís Óskarsdóttir í þeim viðræðum. Átakakúltúr af hálfu fulltrúa VG var við það að koma í veg fyrir sameiginlegt fram- boð Reykjavíkurlistans 2002 þó að lokum tækist samkomulag. For- maður VG var aldrei sérlegur áhugamaður um framboð Reykja- víkurlistans enda mikill talsmaður þess, fyrr og nú, að sérstaða síns flokks kæmi alltaf fram. Flestir þekkja síðan söguna kjörtímabilið 2002-2006, þegar VG fór ffemst í því að þvinga Ingibjörgu Sólrúnu áhuga á öðru en fótbolta var leik- urinn framlengdur og stóð út- sendingin í tvær og hálfa klukku- stund á besta tíma kvöldsins. Hafa allnokkrir netverjar notað tækifærið til að minna á orð Markúsar Arnar Antonssonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, sem gaf tóninn um mögulega aðra sjónvarpsrás RÚV í apríl 2003. Á henni bólar ekkert. rni Þór Sigurðsson, Vinstri-grænum, hefur tilkynnt að hann hyggist hætta endanlega störfum sínum fyrir Samband íslenskra sveitarfé- laga en þar hefur Árni haft annan fótinn um langa hríð meðffam til að segja af sér, síðan að Þórólfur Árnason segði af sér og loks að vera megingerandinn í því að ekki tókst samkomulag R-listaflokk- anna um sameiginlegt framboð 2006. Niðurstaðan varð að fé- lagshyggjuflokkarnir misstu meiri- hlutann í borginni. Aldrei í stjórn? Nú kann að vera að einhver spyrji hví sé verið að rifja þetta upp í tengslum við flokksráðsfundinn um liðna helgi. Ræður Steingríms J. á eldhúsdegi og á flokksráðs- fundi um helgina sýna að flolck- urinn vill gefa þá mynd af sér að hann sé samstarfshæfur en í raun og veru er það að komast til valda það versta sem VG getur lent í. Þá þarf að gera málamiðlanir og semja og eins og allir vita er svo miklu auðveldara að vera bara á móti. VG er því í hlutverki fórn- arlambsins, eldci gerandi í eigin pólitíska lífi. Völd eru vandmeð- farin og að mörgu leyti er flóknara og erfiðara fyrir stjórnmálahreyf- ingar að vera í stjórn en stjórn- arandstöðu. Þá reynir á að sjón- armið allra fái notið sín og hæfileikar foringja til að halda lið- inu saman geta skipt sköpum. Það skyldi þó ekki vera að formaður VG sé að átta sig á því að flolck- urinn hans sé einfaldlega eldci sam- starfshæfur, og af því stafi geð- vonska hans í garð annarra? Mér segir svo hugur að margir ágætir vinir mínir í Vinstri grænum séu einnig hugsi yfir þessari stöðu - því til hvers að vera í stjórnmálum ef menn komast aldrei í stjórn? Höfundur er alþingismaður störfum sínum fyrir Reykjavík- urborg. Aðeins tvö ár eru síðan Árni félck liálfs árs leyfi á laun- um og styrk með til að kynna sér hvernig sveitarfélög gætu best sinnt hagsmunagæslu sinni á vettvangi Evrópusam- vinnunnar. Fjóra aðila þurfti til að kosta för og dvöl Árna í Brussel þá sex mánuði sem hann kynnti sér þar málin í þaula en hætt er við að sér- þelddng hans á málefninu nýt- ist ekki lengur þar sem hann er á förum. albert@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.