blaðið - 05.09.2007, Side 13
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007
FRÉTTIR
13
Viðskipta-
hallinn 51
milljarður
Hrein staða við út-
lönd var neikvæð um
1.472 milljarða króna
Viðskiptahallinn var 51 milljarður
króna á öðrum ársfjórðungi, sam-
anborið við 29 milljarða á fyrsta
ársfjórðungi. í tilkynningu frá
Seðlabankanum segir að aukningin
skýrist af meiri halla á vöruskipta-
jöfnuði sem var 31 milljarður króna
samanborið við 8 milljarða á fyrsta
ársfjórðungi.
„Hins vegar voru þjónustujöfn-
uður og jöfnuður þáttatekna nánast
óbreyttir frá fyrsta ársfjórðungi.
Helmingur þáttatekna er endur-
fjárfestur hagnaður Islendinga í er-
lendum fyrirtækjum en á gjaldahlið
vega þyngst vaxtagjöld af erlendum
lántökum."
158 milljarðar streymdu inn
Hreint fjárinnstreymi nam 158,4
milljörðum á öðrum ársfjórðungi
sem er mikill viðsnúningur frá
fyrsta fjórðungi ársins, en þá var
22 milljarða króna fjárútstreymi.
„Hrein staða við útlönd var neikvæð
um 1.472 milljarða króna í lok ann-
ars ársfjórðungs og hafði versnað
um 133 milljarða á fjórðungnum.
Erlendar skammtímaskuldir hækk-
uðu um 371 milljarð króna á fjórð-
ungnum, einkum vegna hækkunar
á innstæðum erlendra aðila í inn-
lendum innlánsstofnunum.“
aí
Lífland hækkar
fóðurverð
Lífland hækkaði verð á fóðri
um fimm prósent um síðustu
mánaðamót. 1 tilkynningu segir
að sökum hækkunar á hráefnum
til fóðurgerðar auk hækkunar
á flutningum til landsins, hafi
Lífland séð sig knúið til að hækka
fóðurverðið.
„Meginorsök hækkunar á hrá-
efnum til fóðurgerðar má rekja
til uppskerubrests í Evrópu. Auk
þess hefur notkun á hveiti og
byggi til framleiðslu á bíódís-
il snaraukist. Eins og staðan
er nú sér ekki fyrir endann á
hækkunum á hráefnum, enda er
Evrópa nú orðin innflytjandi á
kornvörum en var áður útflytj-
andi. “ aí
FÖSTUDAGAR
LÍFSSTÍLLBÍLAR
Auglysingasíminn er
510 3744
Kreppa á lártamörkuðum
Islendingar í verstum málum
Islenska og lettneska hagkerfið
eru í mestri hættu að verða fyrir
áföllum vegna þeirrar kreppu sem
nú ríkir á lánamörkuðum, sam-
kvæmt nýrri skýrslu bandaríska
lánshæfismatsfyrirtækisins Starnd-
ard & Poor’s. Fyrirtækið spáir því að
Lettar muni verða beittir þrýstingi
að lækka gengi gjaldmiðilsins, sem
myndi skaða vonir þeirra um gerist
aðilar að evrópska myntbandalag-
inu. Islendingar gætu hins vegar
orðið fyrir samdrætti í efnahags-
kerfinu. Moritz Kraemer, höfundur
skýrslunnar, segir að fjárfestar séu
varkárari en áður þegar kemur að
því að meta áhættu sem tengist
fjölda stækkandi markaða. „Fjár-
festar velta nú fyrir sér hvaða lönd
eru viðkvæmari fyrir fjandsamlegu
umhverfi."
1 skýrslunni segir að íslenska
hagkerfið sé ofþanið og að mikil
sprenging hafi orðið á fasteigna- og
lánamarkaði. Ef meiri ró myndi
færast yfir vaxtamunarviðskipti í
heiminum myndu Islendingar hugs-
anlega neyðast til að hækka stýri-
vexti. Þar sem stýrivextirnir séu nú
þegar 13,5 prósent, væri samdráttur
hugsanlegur.
atlii@bladid.net
LAUGARDAGAR
E laði E3
ORÐLAUSTÍSKA
Auglýsingasíminn er
510 3744
- .víj"’ ?; ■ *■'
: í
■Á
Æk,
Þö erl
leikstjófioí) 1
í þír)(i líft
HVAÐ VILTU VERÐA? HVAÐ VILTU LÆRA? HVERT VILTU FARA?
ÞÚ ERT LEIKSTJÓRINN f ÞÍNU LÍFI, OG ÞAÐ ER SAMA HVAÐA HLUTVERK ÞÚ VELUR, KAUPÞING STENDUR MEÐ ÞÉR
KAUPÞING BÝÐUR ÞJÓNUSTU SEM ER SNIÐIN AÐ ÞÖRFUM UNGS FÓLKS.
KANNAÐU MÁLIÐ Á WWW.KAUPTHING.IS/UNGTFOLK EÐA HRINGDU í SÍMA 444 7000.
HVERT ER ÞITT HLUTVERK?
KAUPÞING
Hugsum lengra