blaðið - 05.09.2007, Page 14

blaðið - 05.09.2007, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 blaöiö LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@bladid.net 7Við teljum að þetta sé engan veginn í samræmi við sannarlegan kostnað heldur sé þarna um að ræða tekjuöflun og það teljum við engan veginn við hæfi. Ræktun berjarunna Guðmundur Vernharðsson garð- plöntufræðingur fjallar í máli og myndum um ræktun á berja- runnum, berjaplöntum ásamt aldintrjáarækt á fræðslufundi á vegum Garðyrkjufélags íslands á morgun, fimmtudag. Guðmundur á og rekur Gróðra- stöðina Mörk í Stjörnugróf ásamt eiginkonu sinni Sigríði H. Sigurð- ardóttur. Guðmundur útskrifað- ist sem garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1980 og hefur starfað nánast óslitið í Gróðrastöðinni Mörk frá útskrift. Allir fræðslufundir Garðyrkjufé- lagsins eru haldnir í sal Orku- veitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og hefjast kl. 20. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félaga og maka þeirra en 800 kr. fyrir gesti. Nánari upplýsingar um fræðslu- fundina má nálgast á vef félags- ins, gardurinn.is. Frístundakort í notkun Frístundakortið var innleitt í Reykjavík þann 1. september. Öll börn á aldrinum 6-18 ára (miðað við fæðingarár) með lögheimili í Reykjavík eiga rétt á styrk til þátttöku í íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfsemi. Markmið kortsins er að veita öllum reykvískum ungmennum tækifæri til að taka þátt í upp- byggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum að- stæðum. Með kortinu má greiða að hluta til eða að öllu leyti fyrir slíkt starf á vegum félaga og sam- taka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Lista yfir félögin og frekari upp- lýsingar má nálgast á vef íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar, itr.is. Senn kemst hver sem er á frímerki Persónuleg frímerki í bígerö Það er gjarnan talið til marks um að maður hafi náð Iangt í líf- inu þegar andlit manns prýðir frí- merki. Yfirleitt hefur aðeins merk- ismönnum svo sem listamönnum, skáldum og stjórnmálaskörungum hlotnast sú upphefð en nú er þess hugsanlega ekki langt að bíða að Jón og Gunna fái einnig ásjónu sína þrykkta á snepilinn víðförla. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Islandspósti að gefa út persónuleg frímerki sem þýðir að fyrirtækið getur gefið fólki og fyrir- tækjum kost á að setja eigin mynd eða jafnvel mynd úr myndabanka á frímerki. Ekki liggur fyrir hvenær slík frímerki líta dagsins ljós að sögn Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, for- stöðumanns markaðs- og kynning- ardeildar Islandspósts. „Þessi tilkynning kemur frá Póst- og fjarskiptastofnun og er í raun eins konar viljayfirlýsing um að þetta sé samþykkt. Nú er bara að fara að vinna á fullu í því að fá hug- búnað og þróa þessa ákveðnu vöru,“ segir hún og er vongóð um að frí- merkjunum verði vel tekið. „Ég efast ekki um að þetta verður vinsælt þegar þetta verður í boði. Þetta getur verið skemmtileg til- breyting til dæmis fyrir jól, brúð- kaup, fermingar eða önnur tilefni,“ segir hún. Ekki er ljóst hvað persónuleg frí- merki myndu kosta en Ágústa telur ólíklegt að þau verði miklu dýrari en venjuleg frímerki enda þýddi lítið að bjóða upp á þessa þjónustu ef svo væri. íslandspóstur býður viðskipta- vinum sínum nú þegar upp á per- sónuleg kort og er ekki ólíklegt að frímerkjaþjónustan verði byggð upp á svipaðan hátt. „Við erum með kortavef þar sem við bjóðum upp á að fólk geti búið til sín eigin jóla- kort eða boðskort fyrir hvaða tilefni sem er. Við sjáum svo um að prenta, pakka og senda. Það eina sem þú arft að gera er í tölvunni,“ segir gústa. Frímerki með karakter Islandspóstur hefur fengið leyfi til að gefa út persónuleg frímerki líkt og tíðkast víða erlendis. Draga má úr kostnaði vegna seðilgjalda Spara verulega fjármuni Hægt er að draga úr útgjöldum vegna seðil- gjalda með því að greiða reikninga á rafrænan hátt. Bankar rukka neyt- endur engu að síður um gjald þó að viðskiptin séu rafræn. Skipuð hefur verið nefnd til að fara í saumana á gjaldtöku bankanna. Eftir Einar Jónsson einar.jonsson@bladid.net Kostnaður vegna seðilgjalda sem neytendur þurfa að greiða með heimsendum reikningum getur numið umtalsverðum fjárhæðum á ári hverju, jafnvel tugum þúsunda hjá sumum fjölskyldum. Hægt er að lækka þennan kostnað með því að nýta sér heimabanka að mati Jó- hannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna. Engu að síður þarf fólk að greiða gjöld af reikningum fjármálastofnanaþó að viðskipti séu rafræn. „Ef við tökum seðilgjöld bankanna til að mynda fer gjaldið eftir því hvort maður fær seðil sendan heim og greiðir sjálfur. Þá er hæsta gjaldið um 450 krónur. Ef maður lætur síðan skuld- ÚTTEKT Á GJALDTÖKU ► Starfshópur viðskiptaráð- herra á meðal annars að kanna gjaldtöku fjármála- fyrirtækja fyrir þjónustu í starfsemi sinni og rafrænna greiðslukerfa svo sem vegna debet-og kreditkorta- færslna. ► Starfshópurinn á sérstak- lega að huga að ýmsum gjöldum sem fjármálafyrir- tæki krefjast fyrir þjónustu sína og forsendur þeirra, svo sem greiðslum er neyt- endur fara yfir á reikningum (fit-kostnaði), seðilgjöldum, innheimtukostnaði og kostn- aði við greiðslukort. ► Hann á jafnframt að meta hvort ástæða sé til að lög- festa frekari reglur um notk- un rafrænna greiðslukerfa. ► Starfshópnum er ætiað að skila viðskiptaráðherra skýrslu, og eftir atvikum drögum að lagafrum- varpi, fyrir 1. janúar 2008. Pappírslaus viðskipti Með þvl aö greiða reikninga í gegnum Netið losnar fólk ekki aðeins við biðraðir heldur getur það einnig losnað við óþarfa útgjöld. Blaðlö/Brynjar Gauti færa lækkar gjaldið um helming. Ef maður biðst undan því að fá seðil sendan heim lækkar það niður í rétt rúmar 100 krónur,“ segir Jóhannes. Hann bendir jafnframt á að seð- ilgjöld hjá öðrum fyrirtækjum en fjármálafyrirtækjum séu mishá eða allt frá um 200 krónum upp í 500 krónur. Rafræn viðskipti borga sig „Það er hægt að biðjast undan því að fá seðla senda heim en það krefst þess að viðkomandi sé með heimabanka til að fylgjast með. Það er hægt að spara verulega fjármuni á því að vera bara í rafrænum við- skiptum við viðkomandi fyrirtæki," segir Jóhannes og tekur dæmi af símafyrirtækjunum. „Þau bjóða upp á að maður fái engan seðil en maður fær lykilorð og getur í gegnum það skoðað reikningana sína. Þeir sem vilja koma sér undan seðilgjöldunum hafa ákveðnar leiðir en þá er grundvallaratriði að viðkomandi hafi heimabanka til að geta fylgst með,“ segir Jóhannes og bendir á að hægt sé að spara umtals- verða peninga með þessu móti. „Það fer eftir því hversu mörg lán viðkomandi heimili er með. Þetta er breytilegt frá einu heimili til ann- ars en það er ljóst að þarna er hægt að spara verulegar upphæðir,“ segir hann. Á að vera innnifalið Mörgum þykir það skjóta skökku við að fyrirtæki innheimti seðil- gjald þegar viðskipti eru rafræn líkt og í tilfelli bankanna. „Ég spurðist einu sinni fyrir um af hverju það þyrfti að greiða þetta gjald þó maður væri með allt rafrænt og fengi ekki seðil sendan. Ástæðan sem ég fékk var að þetta væri gjald sem viðkomandi fjármálafyrir- tæki þyrfti að greiða Reiknistofu bankanna," segir Jóhannes. „Ég minni hins vegar á að bankar og sparisjóðir settu í sameiningu á laggirnar Reiknistofu bankanna til að halda kostnaði i lágmarki og ég lít svo á að gjöld sem fjármála- fyrirtæki þurfa að greiða Reikni- stofunni ættu í raun að vera einn af kostnaðarliðum viðkomandi fjár- málafyrirtækis og að neytandinn ætti ekki að þurfa að borga neitt. Þetta er bara hluti af því að halda utan um þá þjónustu sem verið er að selja,“ segir Jóhannes. Verður tekist á Nýlega skipaði viðskiptaráð- herra nefnd til að fara í saumana á seðilgjöldum og annarri gjaldtöku fjármálafyrirtækja. Jóhannes segir að það sé mikið fagnaðarefni að skoða eigi þessi mál. „Við teljum að þetta sé engan veginn í samræmi við sannarlegan kostnað heldur sé þarna um að ræða tekjuöflun og það teljum við engan veginn við hæfi,“ segir hann og er vongóður um að starf nefndarinnar skili árangri. „Þarna eru að sjálfsögðu ýmsir hagsmunaaðilar með fulltrúa, þar á meðal Samtök fjármálafyrirtækja og reyndar Neytendasamtökin líka, þannig að það verður tekist á. Það er ljóst,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, að lokum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.