blaðið - 05.09.2007, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007
blaöiö
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@bladid.net
Ástin flýgur, tekur á sprett og
fagnar. Hún er frjáls og ekkert
getur haldið aftur af henni.
Thomas Kempis
Irsk stemning
á Næsta bar
Tónleikar verða haldnir í kvöld,
miðvikudaginn 5. september,
á Næsta Bar sem er gegnt
íslensku óperunni. Flytjendur
eru Rósin okkar, sveit með
fimm meðlimum, og eru írsk
þjóðlög meginuppistaðan í
dagskránni.
Spilað verður á fiðlu, gítar,
harmóníku, bothrán-trommu
og hörpu.
Meðimir hljómsveitarinnar
eru: Rósa jóhannesdóttir,
Skarphéðinn Haraldsson,
Ari Agnarsson, Sólveig
Thoroddsen og Kristján
Kristmannsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan
21.30.
Arkitektúr
og listir
Á sýningu Gjörningaklúbbsins,
sem opnuð var um helgina,
getur að líta ævintýralega
innsetningu, eða þrívítt vö-
lundarhús, sem hverfist um
verk Gjörningaklúbbsins. Vö-
lundarhúsið er samstarfsverk-
efni Gjörningaklúbbsins og
THG arkitekta. Umsjón með
hönnun þess hafði arkitektinn
Arnaldur Geir Schram.
Næstkomandi fimmtudag
kl. 17.00 mun Arnaldur fjalla
*> um samspil arkitektúrs og
lista við tilurð sýningarinnar;
hugmyndina að baki inn-
setningunni, þróun, hönnun,
uppsetningu og samstarfið
við Gjörningaklúbbinn. Að
loknu erindi Arnaldar munu
Gjörningaklúbburinn og Arn-
aldur sitja fyrir svörum um
sýninguna.
Sýning á Þjórs-
árbökkum
Tveir listamenn sýna á haust-
sýningu í Gallerí Kambi á Þjórs-
árbökkum í Rangárvallasýslu.
* Sýningin hefst á laugardaginn
8. september og stendur til 30.
september. Ljósmyndarinn
Sigurgeir Sigurjónsson sýnir
í aðalrými og bandaríski lista-
maðurinn William Antony í
kynningarrými.
Sigurgeir Sigurjónsson fæddist
í Reykjavík árið 1948. Verk
hans hafa birst í fjölda bóka.
William Antony fæddist 1934 í
New Jersey U.S. A. en býr nú í
New York. Hann er víðfrægur
listamaður og stíll hans þykir
afar sérstakur og kómískur.
Verk hans eru á 24 listasöfnum
víða um heim.
AFMÆLI í DAG
John Cage tónskáld, 1912
Loðvík XIV. konungur, 1638
Arthur Koestler
rithöfundur, 1905
Werner Herzog leikstjóri, 1942
Spessi sendir frá sér ljósmyndabók
Að fanga andrúmsloftið
Spessi gefur út Ijósmynda-
bókina Location sem
er ekki síst ætluð fyrir
erlendan markað en fyr-
irtæki í New York mun
dreifa henni um allan
heim.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@bladid.net
Ljósmyndarinn Spessi hefur gefið
út bókina Location sem geymir ljós-
myndir frá íslandi. í bókinni eru
myndir af blokkum í Reykjavík,
atvinnuhúsnæði á Akureyri, vinnu-
skúrum við Kárahnjúka og íbúðar-
hús við Raufarhöfn, myndað bæði
að utan og innan.
Skrásetning á umhverfi
„Þar sem myndir frá sama
staðnum eru jafnvel á nokkrum
síðum þá má líta á þær sem smá-
sögur,“ segir Spessi um myndirnar
í bókinni. Fólki bregður vart fyrir á
myndunum en ummerki eftir mann-
inn eru þó greinileg. „Staður er ekki
staður fyrr en einhver hefur komið
þangað. Það eru för eftir manninn
svo að segja á hverjum einasta stað
á landinu. Þess vegna reyni ég að
taka myndir þannig að persónunni
sem horfir á þær finnist eins og hún
sé á staðnum. Landslagsmyndir eru
stundum þannig að áhorfandinn
upplifirþær einungis með augunum
en finnur enga stemningu. Þegar ég
tek mynd reyni ég að fanga stemning-
una á staðnum fremur en það sem
augað sér,“ segir Spessi. „Ég velti því
ekki fyrir mér hvort staðirnir eru
fallegir eða ljótir. Að því leyti er ég
hlutlaus en viðfangsefnin eru samt
vandlega valin. Mér finnst gaman
að taka myndir sem lýsa fullkomnu
afstöðuleysi. Þá er myndin næstum
því af engu og það er mikil ögrun
að taka slíka mynd. Myndirnar í
þessari bók bera keim af því og eiga
að lýsa andrúmslofti." Hann segir
myndirnar í bókinni hafa heimild-
argildi. „Mér hefur alltaf fundist
heimildargildið skipta miklu máli í
ljósmyndun, það hefur gildi að skrá-
setja umhverfið í myndum.“
Lét ekkert stöðva sig
Titill bókarinnar varð til á undan
myndunum. „Ef ég hefði tekið
myndir án þess að hafa titil þá
hefði bókin sennilega orðið fremur
losaraleg. En af því að ég var með
vinnuheiti þá var ég allan tímann
að skilgreina það sem ég myndaði,"
MAÐURINN
►
Spessi - Sigurþór Hall-
björnsson - er fæddur árið
1956 á ísafirði og lauk námi
í Ijósmyndun frá Akademie
voor Beeldende Kunst í
Hollandi.
w Hann hefur haldið fjölda sýn-
^ inga á Ijósmyndum sínum á
íslandi, í Hollandi, Svíþjóð,
Finnlandi, Bandaríkjunum
og Bretlandi, og myndir
hans hafa víða birst á prenti
í fjölmörgum tímaritum og
bókum.
► Bók helguð verkum Spessa,
Bensín, var gefin út í tengsl-
um við einkasýningu hans á
Kjarvalsstöðum 1999.
Úr Ijósmyndabókinni Location
„Þegar ég tek mynd reyni ég að fanga
stemninguna á staðnum fremur en það
sem augað sér.“
segir Spessi. „Titillinn er á ensku og
hann kom til mín þannig. Ég fann
ekkert íslenskt orð sem passar við
„location'. Bestu orðin eru sennilega
„vettvangur“ og „staðsetning", þótt
mér þyki þau ekki ná merkingunni
fullkomlega."
Spessi gefur bókina út sjálfur.
„Útgáfuforlögin hér á landi höfðu
engan áhuga á því að gefa hana út,“
segir hann. „Það skipti mig máli að
hún kæmi út og ég fór af stað. Þegar
maður hefur takmark lætur maður
ekkert stöðva sig. Ég tók eina mynd
í einu og stóð uppi með fjölda af
myndum. Þá þurfti að leysa peninga-
hliðina sem snýr að útgáfu og ég
fékk styrk frá Kaupþingi í London.
Bókin er ekki síst hugsuð fyrir er-
lendan markað. Gott dreifingarfyr-
irtæki í New York, DAP, ætlar að
dreifa bókinni víða um heim. Áhugi
þeirra á dreifingu bókarinnar setur
hana í vissan gæðaflokk. Þegar upp
er staðið finnst mér ágætt að vera
sjálfur útgefandinn.“
Spessi „Ég velti því ekki fyrir mér
hvort staðirnir eru fallegir eða Ijótir.
Að því leyti er ég hlutlaus en við-
fangsefnin eru samt vandlega valin,
MENNINGARMOLINN
Fæðing
Jesse James
Á þessum degi árið 1847 fæddist
bandaríski útlaginn Jesse James
í Missouri. Ásamt bróður sínum
Frank lagði hann út á glæpabraut-
ina á unga aldri. Bræðurnir, ásamt
félögum sínum, stunduðu banka-
og lestarán þar sem saklaust fólk
lét lífið eftir að hafa orðið fyrir
byssukúlum.
1 hugum margra voru bræðurnir,
og þá sérstaklega Jesse, ný útgáfa
af Hróa hetti, kjarkaðir menn sem
stálu frá þeim ríku til að gefa þeim
fátæku. Raunveruleikinn var allur
annar því bræðurnir og glæpagengi
þeirra létu sér á sama standa um
þá sem minna máttu sín. Samt
sem áður er goðsögnin um hin
góðhjartaða vin alþýðunnar, Jesse
James, enn við lýði. Jesse James var
skotinn í bakið árið 1882 af útsend-
ara ríkisstjórans í Missouri.