blaðið - 05.09.2007, Side 18
30
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007
blaðiö
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@bladid.net
Grafarvogsbúar flestir hverjir voru meðvitaðir um
úrslit leiksins þegar Blaðið fór á stúfana í gær og
stoltir af litla liðinu sínu. Þó varð mörgum tíðrætt
um lánsmenn þá sem Fjölnir er með frá FH.
SKEYTIN INN
Allt er nú til.
Nú hefur
Alessandro
Del Piero leik-
maður Juventus
unnið Gullna
fótinn sem eru
sérstök verðlaun til handa þeim
knattspyrnumönnum sem eldri
eru en 29 ára. Sem er stórmerki-
legt þar sem meirihluti betri
knattspyrnumanna heimsins
er einmitt yfir þeim aldri. Það
skýrir kannski valið á Del Piero,
sem verður að teljast langsótt,
að það eru knattspyrnuáhang-
endur sem velja þann besta úr
hópi tíu aðila sem sérstök nefnd
velur og miðað við að allir sem
unnið hafa spiluðu á Ítalíu á
þeim tíma er ljóst að þarlend-
ir fjölmenna með atkvæðin.
Matthew
Ether-
ington,
leikmaðurWest
Ham, er einn
þeirra bráðefni-
legu einstaklinga
sem virtust deyja á leið sinni til
frekari frægðar fyrir nokkrum
árum. í hans tilfelli var þó um
gilda ástæðu að ræða en Ether-
ington hefur um nokkurra ára
skeið glímt við mikla spilafíkn
og hefur verið í meðferð eftir
meðferð við vandanum. Segist
hann vera að nálgast sitt gamla
form á nýjan leik og það sést;
hann hefur ekki spilað jafn vel
og nú í fjögur eða fimm ár.
Stolt siglir
fley Fjölnis
UTSALAN ER HAFIN
15-75% AFSLATTUR
Veiðiportið
Grandagarði 3
Vart er búið
að flauta
leiktíðina
á á Spáni þegar
Spánverjarnir
eru farnir að tala
um kaup ársins.
Þann titil hlýtur Hollendingur-
inn Wesley Sneijder sem farið
hefur á kostum, skorað þrívegis
og valdið miklum usla í vörnum
andstæðinga hingað til. Sneijder
er blanda af hraða og snerpu
Arjen Robben og útsjónarsemi
og leikni Luis Figo þegar hann
var upp á sitt besta auk þess sem
sjálfstraustið er mikið enda ekki
beint auðvelt að koma nýr inn
hjá stjörnum prýddu stórliðinu.
Þá er Arjen Robben að
komast í lag á nýjan leik og
hann tók sínu fyrstu æfingu
með Real Madrid í gær. Hann á
hins vegar talsvert í að ná fullu
leikformi og verður væntanlega
ekki með liðinu í næsta leik.
Ibúar Grafarvogs yfir sig hrifnir Nýtt stórveldi í fæðingu
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Sigur 1. deildarfélags Fjölnis úr
Grafarvogi á úrvalsdeildarliði Fylkis
í undanúrslitum Visa-bikarkeppni
karla í knattspyrnu hefur þótt
mikil tíðindi. Fylkir var eðlilega að
flestra mati mun sigurstranglegra
fyrir leikinn en Leifi Garðarssyni
hefur ekki tekist á ná stöðugleika
í liðið og þeir voru áberandi lélegri
aðilinn gegn Fjölnismönnum. En
þótt margir kjósi að líta svo á að
um mikið ævintýri sé að ræða líta
dyggir stuðningsmenn ekki svo á;
það hafi aðeins verið tímaspursmál
hvenær liðið færi að blómstra.
Grafarvogsbúar flestir hverjir
voru meðvitaðir um úrslit leiksins
þegar Blaðið fór á stúfana í gær og
stoltir af litla liðinu sínu. Þó varð
mörgum tíðrætt um lánsmenn
þá sem Fjölnir er með frá FH og
töldu flestir að möguleikar Fjölnis
til að gera góða hluti gegn íslands-
meisturunum yltu á því hvort þeir
fengju áfram að spila með Fjölni.
Að sögn Péturs Stephensen, fram-
kvæmdastjóra og stjórnarmanns
hjá FH, mun samningur liðanna
standa að svo stöddu. Það þýðir að
þeir Atli Viðar Björnsson, Heimir
Snær Guðmundsson og Sigmundur
Ástþórsson verða ekki með Fjölni í
úrslitaleiknum. Er það mikil blóð-
taka, ekki aðeins fyrir Fjölni, heldur
einnig leikmennina sjálfa sem hafa
staðið sig framúrskarandi vel fram
að þessu, til þess eins að vera áhorf-
endur þegar að stóru stundinni
kemur. Pétur ítrekar þó að stjórnin
eigi eftir að koma saman og ræða
málið og telur ekki útilokað að samn-
ingurinn verði endurskoðaður. Eitt
er víst; FH-ingar eignast enga vini
í Grafarvoginum neiti þeir að fram-
lengja lánssamning strákanna fram
yfir úrslitaleikinn.
STEMMNINGIN I GRAFARVOGINUM
Aldís Alfonsdóttir „Maðurinn
minn var svo hrifinn af leik Fjölnis
að hann ætlaði að æða á völlinn
þegar framlengt var og lýsti því
yfir að hann væri hættur að halda
með Breiðablík eins og hann hef-
ur lengi gert. Nú er lið Fjölnis númer
eitt, tvö og þrjú og vonandi halda þeir
ferðinni áfram og vinna úrslitaleikinn.”
Sigurður Hafsteinn Sigurðsson
„Svona stemning hefur ekki verið
vegna Fjölnis nokkurn tíma held ég.
Þetta var alveg geðveikur
leikur og ég var
alveg að fara á
taugum oftar en
einu sinni í leikn-
um sjálfum. Við
fórum 20 saman
á völlinn úr þriðja
flokki Fjölnis og marg-
ir með Fjölnis-tattú og þetta var
frábært alveg saman.
Fjóla Lind Sig-
urlaugardóttir
„Úrslitin komu mjög
á óvart og það var
ótrúlegt að upplifa
svona sigur enda
hafa þeir sjaldan
spilað svona vel eins og
gegn Fylki. Það gerir þetta líka meira
spennandi að Fjölnir er svo lítið félag
og ungt og ótrúlegt að ná þetta langt.
Nú vona ég bara að lánsstrákarnir úr
FH fái að spila úrslitaleikinn því ann-
að er bara rugl og væri ósanngjarnt.
Ég veit samt ekki hvort við vinnum
FH í úrslitunum.”
Kristín Runólfs-
dóttir „Það voru
margir krakkar
merktir í bak og
fyrir í yngstu bekkj-
unum í Engjaskóla í
morgun og það skein
gleði úr andlitum fjölmargra vegna
úrslitanna. Ein stúlkan var með sjö
Fjölnismerki í andlitinu. Ótrúlega
gaman að þessu og þetta hefur
haft virkilega jákvæð áhrif á marga
í hverfinu. Það voru líka margir á
leiknum sjálfum sem var mikið fjör
þótt veðrið hefði getað verið betra.”
Ásgeir Þ. Gestsson „Svona hef
ég ekki upplifað áður með Fjölni.
Einstök stemning og auðvelt að
vera stoltur af strák-
unum í liðinu enda
lékur þeir gegn
miklu betri mót-
herja þótt það
hefði ekki verið
hægt að sjá í
leiknum sjálfum.
Ég veit ekki með
úrslitaleikinn. Hann verður erfiður
og veltur mikið á hvort FH-ingarnir
fá að spila með eða ekki."
Þögull sem gröf
Talsmaður Newcastle United
tjáði Blaðinu að forsvars-
mönnum liðsins bærust
fyrirspurnir um hugsanleg
kaup frá fjárfestum nánast á
hverjum degi og hann hvorki
vildi né gat tjáð sig um hvort
íslenskir aðilar ættu enn í
viðræðum um kaup á félag-
inu. Þrjár vikur eru síðan
Pálma Haraldssyni datt í hug
að kaupa liðið enda mikill
aðdáandi en enginn þykir
lengur maður með mönnum í
hans félagsskap nema eiga eitt
félagslið eða svo. Pálmi hefur
ekki svarað fyrirspurnum
Blaðsins.
Fanga leitað
Annar milljarðamæringur,
Indverjinn Vijay Mallya, hefur
keypt helmingshlut í Formúlu-
liði Spyker og hyggst beita sér
fyrir að ein keppni í Formúlu
fari fram á Indlandi í fram-
tíðinni. Það eru góðar fréttir
fyrir indverska áhugamenn
um bíla og hraða en verri fyrir
íslendinga með sömu áhuga-
mál því beinar útsendingar
frá slíkum viðburði yrðu um
miðja nótt.
Fúll yfir Subaru
Norðmaðurinn Petter Solberg
sem ekur á Subaru í heims-
meistarakeppninni í ralli er
fúll yfir bíl sínum og heimtar
meiri kraft. Solberg sem varð
heimsmeistari árið 2004 varð
sjöundi um helgina á Nýja-Sjá-
landi og kennir bílnum um.
Nema hvað.
Glaður og meyr
Phil Mickelson er yfirmáta
ánægður með sjálfan sig eftir
sigurinn á Deutsche Bank-mót-
inu um helgina. Verðlaunin
góð og fin en ánægðastur var
karlinn með þá staðreynd
að hann hélt aftur af Tiger
Woods en Mickelson hefur
farið á taugum í tíu ár í hvert
sinn sem Tiger nálgast hann
á mótum eins og reyndar er
orðið stórt sálrænt vandamál
hjá fjölda kylfinga. Með sigr-
inum endurheimti Mickelson
annað sætið á heimslistanum.