blaðið


blaðið - 05.09.2007, Qupperneq 23

blaðið - 05.09.2007, Qupperneq 23
blaöið MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 35 Endurkoma Led Zeppelin verður rusl Skoska sveitin The View hefur lýst því yfir að umtöluð endur- koma Led Zeppelin verði rusl. Sterkur orðrómur er á kreiki um hugsanlega endurkomu Led Zep- pelin sem er ein allra merkasta hljómsveit allra tíma. Meðlimir The View sögðu í við- tali við breska tónlistartímaritið NME að endurkomman muni rústa orðspori sveitarinnar eftir að þeir sáu Robert Plant, söngv- ara Led Zeppelin, koma fram á tónleikum. „Þetta verður rusl,“ sagði söngvari The View, Kyle Falconer. „Gaurinn getur ekki sungið lengur. Ég sá hann í þætti Jools Holland. Hann rak upp hræðilegasta öskur sem ég hef á ævi minni heyrt. Ég mun forðast endurkomu Led Zeppelin eins og plágu.“ Bond hermir eftir Bourne Framleiðendur James Bond leita nú logandi ljósi að einhverju sem getur gert sjarmasteingerving- inn ferskan á ný. Nú hefur Dan Bradley, maðurinn á bak við hasarinn í nýjustu Bourne-mynd- inni, verið fenginn í Bond-liðið og á hann að sjá um að bardagar, bílaeltingaleikir og brjálæðið í næstu Bond-mynd verði jafn stór- kostlegt og í Bourne Ultimatum, sem fór á toppinn í Bandaríkj- unum en laut í lægra haldi fyrir Astrópíu hérna heima. Pacino og De Niro í hasar Gömlu hundarnir A1 Pacino og Robert De Niro leika tvíeyki lögreglumanna í New York í kvik- myndinni Righteous Kill, eftir leikstjórann John Avnet. Myndin er ekki væntanleg fyrr en á næsta ári, en félagarnir leiddu síðast saman hesta sína í Heat eftir Mi- chael Mann fyrir meira en áratug. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að nýjasta mynd þeirra verði testósterónfylltur spennu- tryllir með byssum og bombum. Myndir/Oddur Busavígsla á ísafirði fór úr böndunum Fiskislor, súrhey og rækjumjöl Yfir strikið Skólameistari skólans segir aö fram- kvæmd busavígslunnar hafi einkennst af klúru orð- bragði, ofbeldi, sóðaskap. Sinnep, tómatsósa, fiski- slor og rækjumjöl er aðeins brot af því sem busarnir á ísafirði fengu framan í sig á föstudag. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Við vorum látin fara ofan í kar og það var fullt af einhverjum við- bjóði eins og fiskislori, súrheyi og öðru sem við vissum ekki hvað var,“ segir Elma Sturludóttir, nemandi í Menntaskólanum á Isafirði, um busavígslu skólans á föstudag. „Við urðum að fara í röð ofan í tvö kör, beygja okkur ofan í þau og ógeðinu var hellt yfir okkur. Það var ískalt með klökum ofan í.“ Skólameistari skólans, Jón Reynir Sigurvinsson, segir í til- kynningu að framkvæmd busavígsl- unnar hafi einkennst af klúru orð- bragði, ofbeldi, sóðaskap og gengið í berhögg við þær reglur sem settar hafa verið. Vissu ekki af rækjumjölinu „Svo fórum við inn í skot sem var lokað, þannig að við stóðum þar öll og vorum að drepast úr kulda," segir Elma. „Þá fengum við yfir okkur flórsykur og rækjumjöl - sem var eiginlega það ógeðslegasta við þetta. Þetta var kannski allt eins og það hefur verið áður, en þetta rækjumjöl; það var ógeðsleg lykt af því. Þetta var ógeð. Maður var næstum því búinn að æla.“ Þegar þarna var komið sögu var búið að skvetta sinnepi, tómatsósu og sírópi framan í busana, en Elma segist hafa búist við því, þar sem það hafi verið gert síðustu ár. „Ég held að það hafi ekki allir vitað af þessu með rækjumjölið - þetta var, held ég, eitthvað sem einhverjir krakkar komu með.“ Ekki í takt við slíkar athafnir Halldór Smárason, nemandi í þriðja bekk og einn skipuleggjenda busavígslunnar, segir í viðtali við héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á ísafirði að vissir hlutir hefðu mátt fara betur. „Við áttum fund með skólayfirvöldum í síðustu viku þar sem okkur voru settar reglur. Við reyndum auðvitað að fara eftir þeim, en eins og við má búast fara alltaf einhverjir yfir strikið.“ Busavígslan í Menntaskólanum á Isafirði var ekki í takt við slíkar athafnir annars staðar á landinu, samkvæmt frétt Blaðsins í síðustu viku. Þar kom fram að busar séu boðnir velkomnir í Verslunarskól- anum, en látnir fara þrautabraut á Egilsstöðum. 1 Menntaskólanum að Laugarvatni eru busarnir látnir flytja inn búslóð eldri nema, þrífa bíla og loks skírðir í Laugarvatni. Hefðbundið Skrúðgangan var hetðbundnasti hluti busavígslunnar á ísafirði. Hinir hættu Hjálmar eru komnir í hljóðver Dauðakippur verður að breiðskífu „Jú, við erum hættir," segir Guðmundur Kristinn Jónsson, meðlimur reggísveitarinnar Hjálma. Hjálmar eru þessa dagana staddir í Hljóðrita í Hafnarfirði þar sem þeir taka upp sína þriðju breiðskífu. Þetta væri ekki sérstakt nema fyrir þær sakir að sveitin hætti fyrir rúmu hálfu ári, en hefur tekið nokkra dauðakippi í formi tónleika síðan. Hætta aftur bráðum „Við ákváðum bara að skella í allavega eina plötu í viðbót," segir Guðmundur. „Menn áttu fullt af lögum og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera við þau. Alít ný lög. Við höfum spilað alla- vega þrisvar eftir að við hættum, þannig að það er frekar augljóst að við séum að halda áfram.“ Aðspurður hvort það sé ennþá markaður fyrir íslenskt reggí færist dulúð í rödd Guðmundar. ,Hver veit nema þetta sé ekki reggí, maður veit aldrei,“ segir hann, en blaðamaður þykist heyra reggítónlist hljóma fyrir aftan hann. „Þetta er reyndar reggí sem þú heyrir í bakgrunninum. Þannig að ég get ekki logið rneira að þér.“ Hjálmar búast við að gefa skífuna út fyrir jólin, en Guðmundur segir það ekki alveg ákveðið. Sveitin kemur næst fram á föstudag á Nasa við Austurvöll. Frítt er inn á tónleikana, en aðspurður hvenær Hjálmar hætti næst er Guð- mundur snöggur að svara: „Bara einhvern tíma bráðum." atll@bladid.net Hættir? Hjálmar vinna nú að nýrri breiðskífu, en sveitin hætti fyrir nokkrum mánuðum. Pfeiffer kvenna fallegust Leikkonan Michelle Pfeiffer var valin fallegust kvenna yfir fer- tugu af lesendum tímaritsins OK, en Pfeiffer er að þeirra mati ein þeirra kvenna sem verða fallegri með aldrinum. Ofurfyrirsætan fyrrverandi Cindy Crawford sem er 41 árs varð í öðru sæti og hin 53 ára gamla Ellen Barkin, sem lék nú síðast í kvikmyndinni Ocean's Thirteen, hafnaði í þriðja sæti. Neðar á listanum voru leikkon- urnar Glenn Close og Marcia Cross en Cross hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum um Aðþrengdu eiginkonurnar. Pfeif- fer segir mikinn heiður fólginn í því að vera efst á þessum lista, sér- staklega í ljósi þess að hún hefur aldrei farið í lýtaaðgerð. „Það er engin aðgerð sem getur komið í veg fyrir að aldurinn færist yfir mann. Ég skil heldur ekki af hverju fólk sækist eftir því.“ Réðst á Pitt Leikarinn Brad Pitt varð fyrir árás óðs aðdáanda á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum, en konan sú hafði á einhvern hátt komist framhjá öryggisvörðum á svæð- inu. Pitt var staddur á rauða dreglinum þegar atvikið átti sér stað en konan ruddist úr aðdá- endahópnum og reyndi að faðma stjörnuna. Að sögn vitna var Pitt allt annað en ánægður að sjá að konunni hefði tekist að komast svo nálægt honum sérstaklega í ljósi þess að um hættulegan ein- stakling hefði getað verið að ræða og óhætt að ætla að öryggismálin verði tekin í gegn á hátíðinni.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.