blaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 4
20 FERÐALÖG FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 blaðiö Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf Ferðavernd býður upp á bólusetningar og ráðgjöf til ferðamanna.Þjónustan er í umsjón Helga Guðbergssonar,læknis. Vinnuna annast læknar og hjúkrunarfræðingar. Mikilvægt er að panta bólusetningu og leita ráðgjafar tímanlega áður en haldið er utan. Tímapantanir í síma: 535 77 00 vernd www.ferdavernd.is LAUGARDAGAR Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= Ódýrt og þægilegt Bókaðu núna og skráðu þig í EuroBonus-klúbbinn sem opnar þér heilan heim fríðinda. www.flysas.is <-> Tokyo “Kr.81.880 báðar leiðir O Peking MKr. 69.690 báðar leiðir <-> Dubai 'Kr. 82.000 báðar leiðir 1 : i L íb'fJ&' » 1 >'■ j L . J SAS Scandinavian Aírlines Skattar og flugvallargjöld Innifaliö A STAR ALLIANCE MEMBER t£>- Fullkomið ferðalag fyrir öll skynfærin Tókýó, hér kem ég Tókýó sprengir öll vit. Hljóðin, lyktin, bragðið, mannfjöldinn. Tókýó er engri borg lík. Og varla hægt að lýsa stemning- unni segja ferðalangar. Hér eru nokkur ferðaráð fyrir þá sem hyggjast ferðast til milijónaborgar- innarTókýó. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@bladid.net Margir halda að Tókýó sé ein kös af skýjakljúfum en svo er ekki og í borginni eru þeir fremur fáir. Áður en haldið er út má heim- sækja nokkrar vefsíður, lesa ferða- handbækur og jafnvel horfa á kvikmyndir því margir kvikmynda- leikstjórar hafa notað Tókýó sem sögusvið. Þær helstu eru: Tokyo Joe, My Geisha, James Bond-kvik- myndin You Only Live Twice, Kill Bill, The Fast and the Furious: To- kyo Drift og Lost in Translation. Ekki festast í túristagildru Varla er hægt að skipuleggja ferðalag til Tókýóborgar þar sem allir merkustu sögustaðir eru heim- sóttir, helstu söfn og byggingar. Að minnsta kosti segjast flestir viðmæl- endur sem hafa ferðast til borgar- innar hafa gefið öll slík plön upp á bátinn við komu til borgarinnar. Það er einfaldlega svo mikið að sjá að flestum nægir að ganga um borg- ina og líta inn á þá staði sem vekja forvitni. Hins vegar má vel mæla með því að fara í nestisferð í Sak- ura-garð meðan kirsuberjatré eru í blóma sem og þeirri reynslu að fara í japanskt almenningsbað. Þá hafa flestir gaman af því að heimsækja Disneyland í Tókýó og að ganga um keisaragarðana. Sendu töskurnar á undan þér Ekki einu sinni reyna að taka farangurinn með þér inn í borgina. Sendu hann beint á hótelið. Mann- þröngin er það mikil að áreynslan er einfaldlega ekki þess virði. Á flugvöllum og helstu lestarstöðvum skaltu leita að skilti sem segir „bagg- age delivery“. Stærsta fyrirtækið sem sér um farangursflutninga kallast Kuroneko-Yamato og merki þeirra er auðþekkjanlegt, en það er gult og á því köttur sem ber kettling í kjafti sér. Sushiunnendur detta í krásir BORGARRÖLTIÐ ► ► > ► Shue Uemura Beauty Bou- tique 5-1-3 Omotesando Tsumorii Chisato 4-21-25 Minami Ayoma Yohji Yamamoto 5-3-6 Min- ami Ayoma Comme des Garcons 5-12-3 Minami Ayoma Lovenet Karaoke Hotel Ibis 3-4F,7-14-4 Neðanjarðarlestir fyrir konur Neðanjarðarlestarkerfi Tókýó er vel þekkt fyrir ys og þys og á sumum stöðvum þurfa menn með hvíta hanska að ýta fólki í lestirnar. Frægt er að sérstakir vagnar eru fyrir konur á kvöldin og á háanna- tímum þar sem þær verða annars fyrir stöðugu kynferðislegu áreiti. Einnig er hægt að taka strætisvagna út frá neðanjarðarlestarkerfinu og leigubíla í mörgum hverfum. Hótel Mandarin Orientai Hotel Hótelið er vel staðsett innan um vinsælar verslanir og veitingastaði. Gestir sem heimsækja hótelið halda ekki vatni yfir inngangnum sem er risavaxið glerhýsi. Park Hyatt Tokyo Hotel Hótelið sem Charlotte og Bob létu sér leiðast á í Tókýó í kvik- myndinni Lost in Translation, er í miðju Shinjuku, viðskipta- hverfi Japana. Capsule Hotei Fyrst þú ert að fara til Tókýó á annað borð, hvers vegna ekki að gista í einu frægasta hóteli þeirra? Nafnið segir allt en gistirýmin eru í raun hylki sem rétt rúma eina manneskju. Þrátt fyrir að rýmið dugi aðeins til þess að leggjast til svefns eru herbergin útbúin litlu sjónvarpi og leikjatölvum. Tókýo fyrir byrjendur Allt er gott sem endar vel Konur í Tókýó eru feimnar við að nota almenningsklósett. Því eru almenningsklósett hönnuð með vellíðan þeirra í huga. Klósettsetan er upp- hituð og hægt er að ýta á takka sem spilar tónlist sem yfir- gnæfir búkhljóð þau er fylgja klósettferðum. Berðu á þér litlar gjafir Ætlir þú þér í heimsóknir á japönsk heimili skaltu pakka inn nokkrum litlum gjöfum. En til siðs er að gefa húsráð- endum gjafir. Þær mega ekki vera of dýrar því einnig er til siðs að húsráðendur gefi gestum gjafir til baka og séu þínar gjafir íburðarmeiri en þær sem þú þiggur hefurðu móðgað gestgjafa þinn. Leigðu gæludýr Nýjasta æðið meðal japanskra framakvenna er að leigja sér gæludýr. Hægt er að leigja hund eða kött, páfagauk, skjaldböku og mörg önnur dýr í nokkrar klukkustundir sér til ánægjuauka. Vinsælast er að Ieigja smáhunda sem konur bera þá í fanginu eftir verslunargötunum. Japanar tala ensku Margir Japanar hafa sérstæðan framburð og það getur tekið tíma að venjast sérstæðum framburði þeirra. Eftir að þú hefur náð tökum á því að bera fram McDonalds sem Ma-ku- don-ado ertu orðin rólfær meðal almcnnings.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.