blaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 6
22 FERÐALÖG FÖSTUDAGUR 21, SEPTEMBER 2007 blaöið &íumw Kpi&ún $310 míNmmv.m KATftH 5.510 2T2T KATAmmv.m Hægt er að kaupa sér leiðsögn og hlusta á djass meðan liðið er um síki Kaupmannahafnar Góður haustdagur í Kaupmannahöfn Islendingar eru heima- vanir í Kaupmannahöfn Mjög vinsælt er að bregða sér til Kaup- mannahafnar á haustin enda borgin ákaflega vinaleg. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@bladid.net Margt er hægt að gera sér til af- þreyingar í Kaupmannahöfn án þess að kosta miklu til. Þeir sem hafa áhuga á að feta slóðir Islend- inga í Kaupmannahöfn geta farið og fengið sér stúdentasnafs og bjór á Hviids Vinstue sem var vinsælt öldurhús fslendinga á r9. öld. Þá má lesa íslensk blöð og fá sér kaffisopa í Jónshúsi Sigurðssonar. Skella sér á Bakken og príla upp í turnana í Kaupmannahöfn. Minna má á að vetrardagskrá Tí- volísins í Kaupmannahöfn hefst 15. nóvember. Veitingastaðir og kaffihús Laundromat Café er að sjálfsögðu vinsæll áfangastaður íslendinga í Kaupmannahöfn, enda rekinn af ís- lendingum. Kaffihúsið hefur slegið í gegn í borginni. Heimsækið heima- síðu kaffihússins og kynnið ykkur stemninguna sem er lifandi og frum- leg, www.thelaundromatcafe.com. Þá má ekki gleyma „Den lille fede“ sem er niðri í bæ en það er góður staður með góðum vínum á viðráð- anlegu verði. Máltíð með góðu víni GÓÐIRTENGLAR ► ► ► ► Allt um Kaupmannahöfn: www.aok.dk Kastrup-flugvöllurinn: www.cph.dk Á íslendingaslóðum: www.islandscenter.dk Wonderful Copenhagen: www.woco.dk ætti ekki að kosta mikið meira en 3000 íslenskar krónur. Auðvitað verður svo að bragða á alvöru dönskum heimilismat að gömlum sið og þá má mæla með Kobenhavner Caféen. Á döfinni í september f septembermánuði ber hæst að nefna blúshátíð í Kaupmannahöfn er hefst 26. september. Seiðandi blús er leikinn víðast hvar um borg- ina í 5 daga. Örugglega er ágætt að stara melankólískt ofan í danskan gæðabjór. Þá er enn hægt að skoða síki Kaupmannahafnar undir leik- andi djasstónum til 20. september. Antíkmarkaður er á Gammel strand til 30. september og þá má alltaf líta á hinn margbrotna flóa- markað á Norðurbrú, sýningu á ljósmyndum Richard Avedon á Louisiana Museum for Moderne Kunst, myndlistarsýningu ungra samtímalistamanna, Mad Love, í Museum for Moderne Kunst - Arken og svo hefst alþjóðleg kvik- FERÐASKRIFSTOFUR ► Kilroy Travels: Sérhæfir sig í þjónustu við þá sem vilja ferðast á eigin vegum. ► ► Apollo: Sólarlandaferðaskrif- stofa. MyTravel: Vefsíða með tilboð- um og uppboðum á ferðum. Bókað er með afar litlum fyrirvara. ► Tyrkiet eksperten: Tyrklands- ferðir. myndahátíð Kaupmannahafnar 20. september, smekkfull af áhuga- verðum kvikmyndum. Ferðast áfram til annarra landa Danmörk liggur mjög miðsvæðis og frá landinu er bæði ódýrt og auð- velt að ferðast áfram til landa eins og Noregs og Svíþjóðar, Þýskalands, Hollands og Póllands. Ferðamögu- leikarnir eru ýmsir: ferjur, rútur eða bílaleigubílar. Þá er mikið af lágfargjaldaflugfélögum sem fljúga til fjaríægari landa. Þá má einnig kynna sér ódýrar pakkaferðir með dönskum ferðaskrifstofum til ým- issa áhugaverðra áfangastaða eins og t.d. Afríku, Tyrklands, Indlands og Ástralíu. Hér að neðan er að finna tengla yfir á nokkrar af helstu ferðaskrifstofum Danmerkur. •'s Draumur grúskarans Flóamarkaöir í París París er margbreytileg. í henni rúmast hátíska og söfn, Louvre og hundaskítur, elskendur og marg- litar marenskökur, og síðast en ekki síst, fjöldinn allur af mörkuðum. í Parísarborg eru 84 markaðir en af þeim eru þrír þekktir af orðspori. Einn af uppáhaldsmörkuðum þeirra sem sækja heimsborgina París er Porte de Vanves. Þetta er einn af minni mörkuðunum en sérstaða hans er skemmtileg fyrir draumórasafnara því hann er ávallt hlaðinn af fallegum og einstökum hlutum svo sem vatnslitamyndum frá þriðja áratugnum, mynd- skreyttum bréfum, ljósmyndum og hattaboxum. Stærstur þessara þriggja er svo markaðurinn við Clignancourt, betur þekktur undir nafninu, Puces de St. Oueen. 1 raun er þetta ekki einn markaður heldur heill bær fullur af smámörkuðum sem 200 þúsund manns heimsækja um hverja helgi. Þarna má finna myndarlegar kristalsljósakrónur, uppstoppuð bjarnarhöfuð, græn- meti, frímerki, fatnað og blóm. Nánast allt það sem hugurinn girnist, en töluverðan tíma þarf til að skipuleggja förina á þennan markað og jafnvel ætti að gera ráð fyrir góðum parti úr degi í ról og rölt um markaðina. dista@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.