Orðlaus - 01.02.2006, Qupperneq 2
29. tbl. febrúar 2006
RITSTJÓRN
Steinunn Helga Jakobsdóttir
Hrefna Björk Sverrisdóttir
Hilda Cortez
UPPLÝSINGAR
VARÐANDI EFNI
ordlaus@ordlaus.is
S: 5103700
AUGLÝSINGAR OG FJÁRMÁL
Hrefna Björk Sverrisdóttir
hrefna@ordlaus.is
S: 822 2986
HÖNNUN & UMBROT
Birna Geirfinns /
www.birnageirfinns.com
ÚTGEFANDI
Ár og dagur ehf.
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
S: 510-3700
www.ordlaus.is
FORSÍÐUMYND OG STÍLISERING
Suzy & Elvis
www.internet.is/suzy
FORSÍÐUANDLIT
Ragga
HÁR, FÖRÐUN
Sóley Ástudóttir / Emm
FATNAÐUR
Nakti apinn
MYNDIR
Steinar Hugi
Friðrik Tryggvason
Arnar Fells
PRENTSMIÐJA
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Upplag: 25.000
PENNAR
Björn Þór Björnsson
Fríða Thoroddsen
Haukur S. Magnússon
Hilda Cortez
Hrefna Björk Sverrisdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir
Margrét Hugrún Gústavsdóttir
Steinunn Jakobsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
... og fleiri nafnlausir.
DÖIUSUM LÍIVIUDAIUS
Ég hef átt í ófáum samræðum í gegnum árin við vini og kunningja sem
kveinka sér yfir því að ná ekki að skara fram úr á öllum sviðum lífsins í
einu. Skilja ekki af hverju þeir ná ekki að vera duglegasti starfsmaðurinn,
skemmtilegasti félagsskapurinn, umhyggjusamasti fjölskyldumeðlimur-
inn og heilsuhraustasta og best klædda manneskja
borgarinnar, allt helst fyrir kvöldmat. Skilja ekki af hverju þeir geta ekki
verið súpermenn eða súperkonur sem vinna kapphlaupið við tímann dag
eftir dag og fara án undantekninga að sofa með bros á vör, enda búin að eiga framúrskar-
andi frábæran dag. Ég hef oft pirrað mig á þessu líka og sagt þá við sjálfa mig að ég hljóti
bara að vera svona afspyrnu löt
fyrst ég nái ekki að vera með allt á hreinu. En þá er ég að dæma mig, vini mína og kunn-
ingja heldur of hart. Það er ekki hægt að vera súper í öllu.
Það er erfitt, ef ekki vísindalega ómögulegt, að gera allt á sama tíma. Á meðan við leggjum
allt okkar kapp í einn hlut er alltaf eitthvað annað sem situr á hakanum á meðan. Ég, vinir
mínir og kunningjar og að ég held flestir aðrir verðum því að bíta í það súra epli að klukku-
stundirnar eru takmarkaðar og því eins gott að gera sem best úr þeim sem við höfum með
því að vinna að því sem við ráðum við hverju sinni. Stundum eigum við
afkastamikinn dag, stundum ekki. Þannig er það bara.
Það besta er því að reyna að finna eitthvert gott jafnvægi sem við getum dansað línudans
við. Reyna að húka ekki of lengi í sömu sporunum án þess að koma nokkrij í verk og held-
ur ekki spretta allt of hratt af stað og hlaupa og hlaupa endalaust áfram án þess að taka
nokkrar pásur á leiðinni. Við ættum að varast að vera iðjulaus og safna setningum á borð
við: Hvað ef ég hefði nú ... eins og hrukkum eða bankalánum en heldLr ekki vera sífellt það
upptekin að við sjáum ekki skóginn fyrir trjánum.
Ég þarf stundum að minna mig á það að öfgarnar (í hvora áttina sem þær eru) bitna á öllu
öðru sem ég geri og ef ég veðja öllu annað hvort á hangsið eða hörkuna þá dett ég niður
hinum megin, líkt og jafnvægisvogin sem lyftir skálum sínum upp og niður eftir því hvar
mestu þyngslin eru hverju sinni. Svona líður lífið líka áfram, upp og niður á víxl með
skinum og skúrum en blanda af báðu er að mínu mati fyrirtaks kokteill. Stundum verðum
við að taka af skarið og hella okkur af fullum krafti út í eitt málefni en um leið verðum við
að muna að stoppa við og við og njóta hlutanna, því hvers virði er það að eiga hluti eða
þekkja gott fólk ef við kunnum ekki að meta þá og þau eða gefum okkur ekki tíma til
að skoða þá eða kynnast þeim. Á meðan við gleymum okkur ekki of lengi án þess að sinna
öðrum hliðum lífsins en þeirri sem við kunnum að halda að sé mikilvægust í súpermanns-
draumnum okkar og reynum að halda smá jafnvægi þá held ég að menn ættu að geta verið
aðeins sáttari og minna stressaðir, enda er stöðug sól þreytandi til lengdar.
Annars er þetta síðasta Orðlaus blaðið sem ég mun vinna að og er tími til kominn að ég
reyni mig á öðrum sviðum. Þetta hafa verið litrík ár, full af beygjum, sveigjum og miklum
breytingum en að mestu leyti alveg frábærri skemmtun og get ég því kvatt lesendur og
samstarfsfólk sátt við mitt.
Steinunn Jakobsdóttir