Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 15.09.2006, Qupperneq 2

Orðlaus - 15.09.2006, Qupperneq 2
Horft til baka Mér varð hugsað til tíunda ára- tugarins fyrir stuttu. Ég gat ekki annað en brosað. Árið 1990 var ég tólf ára gömul og hafði mikl- ar áhyggjur af því að vera eldast svona hratt. Við vinkonurnar vor- um farnar að ganga í Levi's-galla- buxum og LA Gear-skóm með fimmtán reimum sem þótti virkilega kúl. Þá var Levi's ekki selt hér á landi og var það því þannig að vinkona móður einhvers sem var flugfreyja í Ameríkuflugi, fór oftar en einu sinni með stærðir og mál nokk- urra unglingsstúlkna og keypti Levi's á liðið. Þegar ég byrjaði í Réttarholtsskóla var maður auðvitað ekki maður með mönnum nema vera í Levi's frá toppi til táar. Ég fór fyrsta skóladag- inn klædd hvítum gallabuxum sem höfðu verið keyptar á Flórída og einhverjum bol sem hafði verið vandlega valinn þremur vikum áður. Fyrir utan skólann stóðu svo stelpur og strákar sem töldu sig hvert öðru fullorðnara með hnút í maga og svo mikla sjálfsvitund að þau gátu sig hvergi hreyft, og mældu hvert annað út. Úff, það var hryllingur! Ég var líka hrikalega mjó með útstæðar tennur og teina þar að auki. Þegar í menntaskóla var komið þá hélt vina- hópurinn að þetta væri nú allt komið. Við vor- um orðnar svo hrikalega fullorðnar og litum niður á þessi börn sem voru ennþá í gaggó. í MH þurfti maður auðvitað að vera rosa lis- tó og var þá aðalmálið að ganga í notuðum fötum eins og slitnum undirkjólum úr Fríðu frænku sem héngu saman á öryggisnælum. Hárið hékk í einum flóka og til þess að teljast hipp og kúl kepptust nemendur við að lesa heimsbókmenntirnar og hanga á Café Au La- it. Hvernig það verður svo að líta til baka eftir nokkur ár, veit ég ekki, en ég er samt fullviss um að ég fái ekki sting í magann yfir hallæris- heitum. Það er þó aldrei að vita. Hilda Cortez #3 - 15. september ■ Útgefandi ■ Umbrot: Ár og dagur ehf. Atli Fannar Bjarkason ■ Ritstjórn ■ Forsidumynd Hilda Corte/ [hildaóblodid.netj Esther ír Kristín H. Haildórsdóttir ■ Forsídurandlit ■ Auglýsincjar Auður Þórðardóttir Hildur Sif Kristborgardóttir ■ Förðun og hár (hildursifObladtd.net) Steinunn@emm ■ Unnlaci 100.000 eintök ■ Stilisering: Steinunn@emm ■ Dreifing Morgunblaðiö og Sunna Dogg spólaö áfram : lUick Cave í höllinni „Nick Cave er að koma hingað til lands ásamt þriggja manna hljómsveit og verð- ur mjög spennandi að sjá þá i höllinni. Þó að ég sé ekki með lagalistann á hreinu veit ég að við eigum von á að heyra bæði gamalt og nýtt efni frá honum," segir Eld- ar Ástþórsson tónleikahaldari. „Hann hef- ur fengið góðar viðtökur við tónleikum sínum í Evrópu en hann heldur ekki nema fimm til tíu tónleika í það heila að þessu sinni," segir Eldar. Nick Cave kemur fram í Laugardalshöll- inni á laugardaginn ásamt hljómsveit sem skipuð er Bad Seeds-meðlimunum Martyn P. Case, Jim Scavunos og Warren Ellis. Nick Cave er meðal virtustu tónlist- armanna samtímans og hélt hann tvenna eftirminnilega tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Þá seldust miðarnir á fyrri tónleikana upp á 50 mínútum og voru skipulagðir sérstakir aukatónleikar. „Það er einnig uppselt á tónleikana á morgun og seldist upp á rétt rúmum degi. Þetta eru svokallaðir „sitjandi tónleikar" því að allir miðarnir eru í sæti og verður frábært að upplifa stemninguna í Laugardalshöll- inni á svona tónleikum," segir Eldar. Nick Cave hefur samið fjölmörg meist- araverk og ásamt því að semja lög hef- ur hann skrifað fjölmörg Ijóð, leikrit og kvikmyndahandrit sem meðal annars má finna í bók hans Kings Ink frá 1988. Hann hefur auk þess leikið í nokkrum kvik- myndum meðal annars Wings of Desire og Ghosts...of the Civil Dead í leikstjórn Tim Wenders og Johnny Suede þar sem Brad Pitt var í aðalhlutverki. I gegnum tíðina hafa verið gefnar út fjölmagar safnplötur, tónleikaplötur og DVD-diskar með tónlist og myndverkum Nicks Cave og Bad Seeds. The Best of Nick Cave and the Bad Seeds frá 1988 inniheldur vinsælustu lög Nicks Cave og hljómsveitar hans. Árið 2000 flutti meist- ari Johnny Cash lag Cave, The Mercy Seat, á plötu sinni American III: Solidarity Man og saman tóku þeir síðar upp lögin l'm so Lonesome I Could Cry og Cindy sem komu út á breiðskífum Cash; American IV: The Man Comes Around og Johnny Cash: Un- hearted. fslensk biðraðamenning Fjöldi fólks beið í biðröð eftir því að fá miða á tónleikana sem Nick Cave hélt fyrir fjórum árum. Fáir urðu fyrir vonbrigðum með kappann og var hann klapp- aður upp tvisvar sinnum. vissir Að í byrjun 20. aldarinnar var ekki talinn markaður fyrir meira en 4 milljónir bifreiða í heiminum. Ástaeðan vár sú að menn tðldu ekki nægilega marga einkabílstjóra vera til staöar. I dag eru framleiddir um 70 milljón bílar á ári. Aö demantur er harðasta efni jarðar- innar. Ef demantur er settur í ofn við 750° hita þá hverfur hann, bókstaflega. Það myndast ekki einu sinni aska. Að Sahara-eyðimörkin stækkar um 1 kilómetra I hverjum mánuði. Að sjö sinnum fleiri karlar hafa orðið fyrir eldingu en konur. Að manneskja heldur meðvitund í átta sekúndur eftir afhöfðun. Aö sumir hákarlar verpa eggjum. Að Svíar neyta mests af tómat- sósu af öllum þjóðum heimsins. Að fremsti klósettbásinn á almenn- ingssalernum er sá sem fæstir velja. Það salerni er því jafnframt það hreinasta. Aö einn af hverjum þremur fullorðnum á aldrinum 15-49 ára er HIV/AIDS-smitaður í Afríkulöndunum Botsvana, Simbabve og Svasílandi. Að drykkjurútar sem eru teknir undir stýri I Tafvan geta valið sér refsingu. f bænum Blythe í Kaliforníu máttu ekki ganga í kúrekastígvélum nema þú eigir a.m.k. tvær kýr. Að í San Francisco er ólöglegt að þrífa bílinn sinn með óhreinum nærfatnaði. Að 90% leigubílstjóra í New York eru innflytjendur sem eru tiltölulega nýkomnirtil landsins. Að einu sinni var það talið dónalegt að matast með gaffli. Á 11. öld lést grísk prinsessa skömmu eftir brúðkaup sitt, en hún hafði boðið gestum að matast með göfflum. Litið var á örlög hennar sem refsingu að handan og því var eins gott aö forðast aö gera slíkt hið sama. Hvað veistu? Veistu eitthvað eða veistu ekki neitt? Kannaðu þekkingu þína á hinu og þessu með því að taka þetta próf. Hver skrifaði bókina 19841 a) Virginia Woolf b) Gunnar Gunnarsson c) Kurt Vonnegut d) George Orwell 2Hvað heitir höfuðborg Króatíu? a) Zagreb b) Prag c) Riga d) Helsinki Hver samdi Passíusálmana a) Jónas Hallgrímsson b) Þorsteinn Erlingsson c) Hallgrímur Pétursson d) Jóhannes úr Kötlum 8Hvaða líffæri framleiðir adrenalín? a) Hjartað b) Nýrnahetturnar c) Lifrin d) Brisið Hver var fyrsti forseti Bandaríkjanna? a) Thomas Jefferson b) Abraham Lincoln c) George Washington d) John F. Kennedy 4Hvað heitir formaður Samfylkingarinnar? a) Halldór Ásgrímsson b) Björn Ingi Hrafnsson c) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir d) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hvað heitir páfinn? a) Jóhannes Páll II b) Páll Benedikt VI c) Lucas XII d) Benedikt XVI 6( hvaða borg eru höfuðstöðvar NATO? a) Washington b) Brussel c) París d) Róm 9Hvað er strjálbýlasta land jarðarinnar? a) ísland b)Kanada c) Mongólía d) Bandaríkin Á landamærum hvaða lan- da er Mount Everest? a) Nepals og Tíbets b) Kína og Rússlands c) Tíbets og Kína d) Nepals og Kína Svör: 1. a)0 b)0 c)0 d)l 6. a)0 b)1 00 d)0 2. a)1 b)0 c)0 d)0 7. a)0 b)0 01 d)0 3. a)0 b)0 C)1 d)0 8. a)0 b)1 00 d)0 4. a)0 b)0 01 d)0 9. a)0 b)0 01 Q. O 5. a)0 b)0 00 d)1 10. a)0 b)0 00 d)1 Stig: 0-3 stig Þú veist ekki neitt Þú ert greinilega illa upplýst manneskja og veist ekkert í þinn haus. Haföu þó ekki áhyggjur vegna þess aö alltaf má gera bet- ur. Þaö er því um aö gera fyrir þig aö fara nú aö lesa bækur og fylgjast meö fréttum. Eyddu tímanum í lestur fræðirita svo þú standir ekki alltaf á gati þegar kemur aö almennum fróöleik. 4-8 stig Þú veist eitthvað Þú lest einstaka bók og fylgist stundum meö fréttum. Þú hef- ur líklega ekki of miklar áhyggjur af þekkingu þinni og telur sjálfa/n þig vera nokkuö upplýsta manneskju. Þaö er þó alltaf eitthvað sem vefst fyrir þér enda ekki hægt aö vita allt um allt. Reyndu bara aö eyöa aöeins meiri tíma í aö afla þér fróöleiks. 9-12 stig Þú veist ansi mikið Þú ert greinilega mjög vel lesin/n og fylgist vel meö því sem er aö gerast í kringum þig. Þú horfir alltaf á fréttir enda viltu svala fróöleiksfýsn þinni á degi hverjum. Gættu þín þó á því aö vera ekki aö slá um þig þó aö þú vitir meira en næsti maöur.

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.