Bændablaðið - 22.03.2005, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 22.03.2005, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 22. mars 2005 Fræðslumiðstöð Þingeyinga hef- ur í vetur gengist fyrir tölvu- námskeiðum fyrir byrjendur sem er samstarfsverkefni Húsa- víkurbæjar, Þingeyjarsveitar og Aðaldælahrepps um rafrænt samfélag. Verkefnið nefnist ,,Virkjum alla.“ Námskeiðin voru haldin í Borgarhólsskóla á Húsavík, Hafralækjarskóla, Stórutjarnarskóla og Litlulaug- arskóla. Boðið var upp á tvenns konar námskeið. Annars vegar um tölvur og ritvinnslu og hins vegar um Netið og tölvupóst. Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, starfsmaður Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga, skipulagði námskeið- in. Hún sagði að aðsóknin hafi verið mjög góð hjá fólki á öllum aldri. Eitt námskeiðið var sérlega vinsælt en þá komu nemendur úr 10. bekk og kennarar þeirra og kenndu ellilífeyrisþegum byrjun- ina í tölvuvinnslu. Heilt ár er eftir af þessu verk- efni og sagði Guðrún Kristín að fleiri byrjendanámskeið yrðu haldin í vor vegna þess að það komust ekki allir að sem vildu á námskeiðin í vetur. Síðan verður efnt til framhaldsnámskeiða í haust. Fólk hefur komið víða að á námskeiðin. Ekki var efnt til nám- skeiðs í Mývatnssveit en Mývetn- ingar hafa sótt námskeið á Húsa- vík í Hafralækjarskóla og Litlu- laugarskóla. Guðrún Kristín sagði að þriðja verkefnið sem framundan er á þessu sviði séu sérstök námskeið fyrir konur og eru þau sniðin nokkuð eftir því sem Mennta- smiðja kvenna var með. Hún segir það sýna sig að konur vilji helst ekki koma á tölvunámskeiðin nema um sé að ræða sérstök kvennanámskeið. Þau munu hefj- ast fljótlega eftir páska. Á stjórnarfundi BÍ þann 22. september 2004 var samþykkt að skipa starfshóp til að endur- skoða starfsemi og rekstur Nautastöðva BÍ og móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi starfseminnar með eftirtalin markmið í huga: Að auka rekstrarhagkvæmni til lengri tíma, bæta aðstöðu og aðbúnað gripa, mæta kröfum um sóttvarnir og tryggja viðunandi ör- yggi í þeim, bæta þjónustu við nautgripa- ræktina og efla ræktunarstarfið, hafa möguleika á að þjóna öðrum búgreinum og bæta ímynd þessa hluta ræktunarstarfsins Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum og er áfanganiðurstaða hópsins þessi: „Endurskoðun á fyrirkomulagi í starfsemi nautastöðva BÍ þarf að tryggja nútímakröfur um aðbúnað gripa og dýravelferð, ásættanlegt öryggi í sóttvörnum og heilbrigð- iseftirliti, lágmörkun rekstrar- kostnaðar til lengri tíma, rekstrar- hagkvæmni og góða ásýnd starf- seminnar. Frá heilbrigðis- og sóttvarna- sjónarmiði eru ýmsar leiðir færar í uppbyggingu nautastöðvarinn- ar Á þessu stigi telur starfshópur- inn ekki raunhæft að meta með ásættanlegri nákvæmni kostnað við mismunandi leiðir, þar sem endanlegur kostnaður ræðst af þeim forsendum sem unnið er út frá. Sölumöguleikar núverandi eigna skipta fjárhagslega miklu máli um hagkvæmni valkosta. Nýfjárfesting samanborið við viðhald og breytingar eldri húsa hefur ekki verið metin sérstaklega en til lengri tíma litið má ætla að nýbygging sé hagkvæmari kostur Valkostur c) (öll starfsemin á einum stað eða undir sama þaki) er álitlegur m.t.t. rekstrarhag- kvæmni og vinnuaflsþarfa. Verði bygging undir einu þaki metin uppfylla heilbrigðiskröfur vegur sá kostur í sömu átt m.t.t bygg- ingakostnaðar Uppeldisstöð með lausa- göngufyrirkomulagi (6; - 10-15 kálfa stíur)og kálfarnir teknir inn á stöðina í 5-6 hópum yfir árið get- ursameinað (líkt og nú er í Þorleif- skoti) kálfauppeldi og nauðsyn- legan sóttvarnartíma (sóttkví). Það gæti t. a. m. gerst þannig að uppeldisstöðinni væri lokað fyrir nýjum gripum í 28 daga áður en naut yrðu tekin inn á sæðingastöð, meðan sýnataka fer fram og beðið er niðurstöðu. Ókostur slíks fyrir- komulags væri þó sá að það gæti takmarkað framboð á kálfum frá bændum Ræddur var sá kostur að ganga í nauðsynlegar lagfæringar á nautastöðinni á Hvanneyri, sem ekki þyrftu að vera mjög kostnað- arsamar en bjóða kálfauppeldið út til bænda, sem eru hættir kúabú- skap t.d. eins í hvorum landshluta og taka nautin þaðan og beint inn á sæðingastöð. Þessu fyrirkomu- lagi getur fylgt margháttuð óvissa. Þeim bændum fjölgar sífellt sem fá sér dkBúbót bókhalds- forritið og síðustu misserin hafa verið haldin námskeið um allt land fyrir notendur þeirra. Um er að ræða Windows kerfi til að aðstoða bændur við færslu bókhalds og framtalsgerð og var dkBúbót sett á markað í lok febrúar 2002. Kerfið er auð- velt í notkun við færslu bók- halds og býður upp á marga möguleika við að skoða niður- stöður og gera samanburð. Kerf- ið tekur auk þess saman virðis- aukaskattsskýrslur samkvæmt innfærðu bókhaldi búsins og býður upp á að útbúa skatt- skýrslu, hvort sem er landbúnað- arframtal (RSK 4.08) eða rekstr- arframtal (RSK 1.04) fyrir árið auk ýmissa aukablaða sem skila þarf með framtali. Forritið skiptist í 2 mismun- andi kerfi eftir þörfum notand- ans. Í grunnútgáfunni eru fjár- hagskerfi, skuldunauta-og lánar- drottnakerfi, birgða- og sölu- kerfi, greiningavinnsla og launa- kerfi. Í fullri útgáfu bætist við verkbókhald og tenging við word eða excel skjöl. Guðrún Sigurjónsdóttir, bóndi á Glitstöðum í Norðurár- dal sem sér auk þess um rekstr- arráðgjöf og bændabókhald hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands á Hvanneyri, hefur notað bók- haldsforritið frá því það kom á markaðinn. Hún segir að reynsla sín af kerfinu sé mjög góð enda kerfið frábært. ,,Ég hef unnið við bókhald í mörg ár og þetta er langbesta bókhaldskerfi sem ég hef notað. Fyrir mitt bú nota ég forritið að lágmarki einu sinni í mánuði,“ sagði Guðrún. Helstu kosti kerfisins telur Guðrún vera hversu aðgengilegt það er fyrir alla. Það er þægilegt í notkun og auðvelt að fletta upp í því ef menn þurfa að glöggva sig á einhverju. Hún segir að sér þyki nauðsynlegt að geta borið saman á milli ára og hvetur bændur til að gera það. Skoða til að mynda ársreikning fyrstu 4 mánuði ársins í ár að bera þá saman við sömu mánuði í fyrra. Þeir sem nota forritið þurfa í sjálfu sér ekki að kunna mikið fyrir sér í bókhaldi. Hins vegar hafi dkBúbót námskeiðin sem haldin hafa verið hjálpað fólki mikið. Allt er þetta síðan spurning um hvað notendur vilja sjá út úr bókhaldinu og til hvers þeir vilji nota það. Þannig séu þeir of margir sem nota forritið bara við uppgjör á virðisauka- skatti og til að ganga frá skatt- framtali sínu. Til þess að hafa full not af kerfinu þurfi að færa bókhald mánaðarlega, skoða töl- urnar og grípa inn í ef niðurstaða er á annan veg en áætlað var. Bændur á svæði Búnaðar- samtaka Vesturlands segir hún vera búna að ná góðum tökum á notkun forritsins og útbreiðsla þess sé mikil. Guðrún segist hafa boðið bændum að koma heim til þeirra og hjálpa þeim að ganga frá landbúnaðarframtali. Þá segist hún fara yfir gögn við- komandi bónda með honum og það telur hún að sé að skila miklum árangri varðandi notkun þeirra á dkBúbót. Hún segir að menn þyrftu að vera fljótari við að uppfæra kerf- ið. Ekki væri enn hægt að vinna landbúnaðarframtalið í ár vegna þessara tafa en samt á að skila því 21. mars. Hún segir að Rík- isskattstjóri hafi verið seinn að skila sínum gögnum og síðan eigi forritarar dkBúbótar eftir að uppfæra kerfið. En kerfið sem slíkt sé til fyrirmyndar. Starfsemi Nautastöðvar Bændasamtakanna í endurskoðun Sagt vera eitt besta bók- haldskerfi sem til er Bókhaldsforritið dkBúbót Vinsæl námskeið um rafrænt samfélag

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.