Bændablaðið - 22.03.2005, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 22.03.2005, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 22. mars 2005 15 STALDREN FÓÐURBLANDAN HF. Korngarðar 12 Rvík. FB Selfossi FB Hvolsvelli Bústólpi Akureyri Sími 570 9800 Fax 570 9801 www.fodur.is Komum í veg fyrir smit, notum viðurkennd sóttvarnarefni. STALDREN er borið undir bú- fénað. Einstök samsetning náttúrulegra efna veldur því að efnið er skaðlaust mönnum og dýrum en stórskaðlegt sýklum og annari óáran. Þann 2. mars sl. afgreiddi skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 38 lóðum undir íbúðarhús, fiskvinnsluhús og frístundahús. Nefndin úthlutaði lóðum í öllum hverfum sveitar- félagsins undir 3 einbýlishús, 10 parhús og 2 stór fiskvinnsluhús- næði. Einnig voru samþykktar skipulagsbreytingar vegna frí- stundabyggðar fyrir 5 hús í Staðarsveit og fyrir 16 hús á Hellnum. Að lokum var sam- þykkt breytt aðalskipulag fyrir Ólafsvík í samræmi við óskir um nýtt og breytt deiliskipulag fyrir ýmis svæði innan þéttbýl- iskjarnans. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að skortur hafi verið á íbúðarhúsnæði í Snæ- fellsbæ. Auðvelt hafi verið að selja og nú hefur íbúðaverð hækk- að mjög ört. Fólk sér það líka að það getur byggt 200 fermetra hús í Snæfellsbæ fyrir 20 til 23 millj- ónir með öllu en það kostar 40 milljónir að byggja samskonar hús í Reykjavík. Hann segir að næg atvinna sé í Snæfellsbæ sem er að sjálfsögðu forsenda þess að fólk setjist að og byggi sér hús. Síðast en ekki síst bendir hann á hvað það sé miklu auðveldara fyr- ir ungt fólk að byggja sér hús nú en verið hefur. ,,Við erum líka að fá okkar fólk til baka sem hefur menntað sig í tengslum við sjávarútveginn. Sem dæmi get ég nefnt þrjá pilta sem fóru og lærðu vélstjórn og fengu allir yfirvélstjórastarf á fiskibátum hér að námi loknu. Góðar stöður sem gefa góð laun,“ sagði Kristinn. Varðandi þessar 16 lóðir sem úthlutað var á Hellnum sagði hann að þar væru Norðmenn að byggja lítil og gamaldags sumar- hús. Húsin verða smíðuð í Noregi og síðan flutt að Hellnum. Krist- inn sagðist ekki vita hvort þeir ætluðu að leigja húsin út eða selja þau. Norðmennirnir eiga þetta land sem húsin munu standa á sem er hluti af Brekkubæjarland- inu. Kristinn sagði að bæjarstjórn væri að bíða eftir að ganga frá ábúðarsamningi og þegar því er lokið verður úthlutað 39 sumar- húsalóðum á Arnarstapa. Hann segir að mikið sé spurt um slíkar lóðir þar vestra enda hafi orðið mikil breyting fyrir Snæfellsnesið með tilkomu Hvalfjarðargang- anna. ,,Það má eiginlega segja að eftir að göngin komu sé Snæfells- bær kominn þar sem að Borganes var fyrir Hvalfjarðargöngin. Það tekur ekki nema tvo tíma að aka að Arnarstapa úr Reykjavík og í ár verður öll leiðin undir bundnu slitlagi. Við finnum mikið fyrir því hvað Snæfellsnes hefur al- mennt séð mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og það hefur aukist með tilkomu þjóðgarðsins. Það eru því nokkrir samverkandi þætt- ir sem valda þessum uppgangi hjá okkur,“ sagði Kristinn Jónasson. Aldrei jafn mikið byggt í Snæfellsbæ Fjós eru okkar fag Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 Mikið úrval tæknibúnaðar í fjós: Weelink - fóðrunarkerfi o www.weelink-systems.nl Básamilligerðir og átgrindur o www.dcedrachten.nl Básadýnur o www.promatltd.com Steinrimlar o www.appelbeton.nl Flórsköfukerfi o www.dairypower.ie Uno Borgstrand náttúruleg loftræsting o www.uba.se Kjarnfóðurbásar og kálfafóstrur o www.urbanonline.de Propydos - súrdoðabrjótur o www.propydos.nl Plastgrindur í gólf o www.carfed.ch Þráðlausar eftilitsmyndavélar o www.lynx-systemes.com Fjósbyggingar - Hönnun og ráðgjöf Nú stendur sem hæst undirbún- ingur fyrir aðalfund Landssam- bands kúabænda, en hann verð- ur haldinn á Hótel Selfossi dag- ana 8. og 9. apríl nk. Að sögn Snorra Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra LK, gengur und- irbúningurinn vel. „Það er þó þannig í ár að flest aðildarfélög okkar funda óvenju seint og því munum við vita með stuttum fyrirvara hverjir verða þingfull- trúar í ár. Þetta gæti komið nokkuð niður á undirbúningi fulltrúanna fyrir fundinn, ef við værum ekki með heimasíðu með öllum upplýsingum og gögnum. Í fyrra brugðum við á það ráð að setja upp sérstaka heimasíðu fyrir aðalfundarfulltrúa, þar sem þeir geta hlaðið niður öllum þingskjölum, drögum að álykt- unum og þess háttar. Þetta spar- aði mikinn tíma og auðveldaði allan undirbúning þingfulltrúa. Í ár verður þetta með mjög svip- uðu sniði, enda allir fulltrúar með tölvupóst og aðgengi að ver- aldarvefnum.“ Fjölmörg hagsmunamál í deiglunni Að sögn Snorra má búast við mörgum málum á fundinum í ár. „Já það er viðbúið að ýmis mál verði tekin fyrir eins og venja er, en væntanlega munu nú helstu hagsmunamál greinarinnar, svo sem ófrágengnir hlutar í nýgerðum mjólkursamningi, málefni lána- markaðarins, menntun og rann- sóknir og fleira því tengt verða til umfjöllunar“, sagði Snorri. Fundurinn í beinni! Sú nýbreytni verður á aðalfundin- um í ár að honum verður sendur út á netinu þannig að allir eiga að geta fylgst með framvindu fundar- ins. „Landssamband kúabænda hefur frá stofnun þess reynt að starfa í eins nánum tengslum við kúabændur landsins og hægt er og hafa aðalfundir félagsins ávallt verið opnir. Nokkuð misjafnt er eftir fundarstað hve aðsókn kúa- bænda, sem ekki eru fulltrúar, hef- ur verið mikil á fundinn og því ákváðum við að gera okkar til þess að færa fundinn til félagsmanna okkar í stað þess að vænta nærveru þeirra á staðnum. Með þessu móti geta allir áhugasamir um málefni nautgriparæktar fylgst nokkuð ná- ið með framvindu fundarins og haft samband við fulltrúa sína til að koma á framfæri skoðunum sín- um eða athugasemdum við um- fjöllunarefni fundarins. Það má því segja að með þessu séum við að virkja fulltrúalýðræðið enn frekar og er það vel“, sagði Snorri að lok- um. Þess má geta að eftir sem áður eru kúabændur og aðrir áhugasam- ir um nautgriparækt velkomnir til að fylgjast með störfum þingsins, sem eins og áður segir verður haldinn á Hótel Selfossi. Aðalfundur Landssambands kúabænda framundan Ein stærsta ferðakaupstefna í heimi – ITB - var haldin fyrir skömmu í Berlín. Íslenskir ferðaþjónustubændur tóku þátt í kaupstefnunni. Á sýning- unni voru Scandinavian Travel Award - Skandinavísku ferða- verðlaunin - veitt fyrirtækjum og áfangastöðum í fimm flokk- um. Ferðaþjónusta bænda hlaut verðlaun fyrir bestu sölu- vöruna í ferðaþjónustu og var forsenda valsins umhverfis- stefna samtakanna. Í öðru sæti í þeirra flokki var Legoland í Billund í Danmörku og í þeim þriðja Ferðamálaráð Värma- lands í Svíþjóð. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda var viðstaddur afhendinguna en Sæv- ar Skaptason framkvæmdastjóri skrifstofunnar tók á móti verð- laununum. Afhending verðlaun- anna vakti mikla athygli – bæði á Íslandi og Ferðaþjónustu bænda. Verðlaunin fengu ferðaþjónustu- bændur vegna umhverfisstefnu Fb – og félagsstarfs í umhverfis-, ímyndar- og gæðamálum. „Þessi verðlaun er afrakstur vinnu sem byggir á samstarfi Ferðaþjónustu bænda, Félags ferðaþjónustubænda og Háskól- ans á Hólum,” sagði Marteinn og bætti því við að ásamt vinnu í umhverfismálum hefði markvisst verið unnið að gæðamálum og ímyndarmálum ásamt breyting- um á flokkunarkerfi gistingar. „Verðlaunin vöktu mikla athygli á Íslandi sem áfangastaðar og munu samstarfsaðilar okkar í ferðaþjónustu á Íslandi njóta at- hyglinnar með okkur. Ennfremur beina þau athygli að sveitum landsins og bændum sem nú hafa fengið alþjóðlega viðurkenningu á sinni vöru,” sagði Marteinn. Þess er skemmst að minnast að Ferðaþjónusta bænda fékk „Um- hverfisverðlaun Ferðamálaráðs 2004“ og Gæða og gestristni við- urkenningu Uppsveita Árnes- sýslu, „Uppsveitabrosið“ haustið 2004. Scandinavian Travel Award til Ferðaþjónustu bænda Ferðaþjónustu- bændur funda Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda verða þetta árið haldnir á Hótel Heklu, Brjánsstöðum. Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf. verður haldinn mánudaginn 4. apríl kl. 10.00 og aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda þriðjudaginn 5. apríl kl. 10.00. www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.