Bændablaðið - 22.03.2005, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 22.03.2005, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 22. mars 2005 17 Óvíða ef nokkurs staðar á land- inu eru jafn mörg frístundahús, eins og nú er farið að kalla sum- arbústaði, og í uppsveitum Ár- nessýslu. Á dögunum fór þaðan hópur fólks til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna sér skipulag frístundabyggða og menningartengda ferðaþjónustu. Ferðin tókst afar vel og mikið af henni að læra að sögn Arin- bjarnar Vilhjálmssonar, skipu- lagsfulltrúa uppsveita Árnes- sýslu. Hann sagði að í raun hafi hóp- urinn kynnt sér flest þau mál sem tengjast frístundabyggðum í lönd- unum þremur. Þau frístundasvæði sem skoðuð voru eru öll í um það bil tveggja tíma akstri frá stórum þéttbýlissvæðum. Í Noregi var far- ið upp Guðbrandsdalinn til Gaus- dal og til Vermalands í Svíþjóð og loks á Norður-Sjáland í Danmörku. Eitt það athyglisverðasta sem fram kom í ferðinni var að á Norð- ur- Sjálandi er ekki lengur hægt að fá land undir sumarbústað. Þar segja menn að ef ekki verði stöðv- uð úthlutun sumarbústaðalóða verði ekkert eftir af opnum svæð- um og landbúnaður í hættu. Sá sem á 10 hektara land eða stærra er með búrekstrarskyldu á landi sínu. Á Norður-Sjálandi eru yfirvöld með viðvistarreglur fyrir frístunda- húseigendur. Frá því í október og fram í apríl má fólk ekki vera í sumarbústöðum sínum nema um helgar. Þeir geri allt til að koma í veg fyrir að fólk búi í sumarbústöð- unum allt árið. Í Noregi segir Arinbjörn að margt sé líkt með frístundabyggð- um og hér á landi. Þó séu húsin byggð þéttar en opin svæði á milli kjarnanna. Húsin séu að stækka og séu að verða eins og heilsársbú- staðir. Á þeim stöðum sem hópurinn kom á er unnið að menningar- tengdri ferðamennsku. Mikið er um söfn á þessum svæðum og sagði Arinbjörn að hópurinn hefði til að mynda komið á heimili Selmu Lagerlöf sem nú er safn. Í Noregi óku þau framhjá heimili rit- höfundarins Björnsteni Björnson í Gausdal en ekki gafst þá tími til að skoða það. Arinbjörn sagði ferðina hafa verið bæði fróðlega og skemmti- lega og auka víðsýni manna í þeim málum sem hópurinn var að kynna sér. Kynntu sér skipulag frístundabyggða á Norðurlöndunum Sumarhús óskast Óska eftir að kaupa u.þ.b. 50 fermetra sumarhús í Borgarfirði eða Hvalfirði. Húsið verður að vera í netsambandi - en hitaveita skiptir ekki máli. Vinsamlega hafið samband í síma 893 6741 eða sendið upplýsingar um húsið á netfangið athorisson@hotmail.com Hópurinn á frístundahúsasvæði í Öyer í Guðbrandsdal. Yst til vinstri er Knut Peter Aaslie frá fylkisskrifstofu Upplanda.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.