Bændablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | þriðjudagur 2. desember 2008 Á haustfundi Sambands garð- yrkjubænda sem haldinn var á Selfossi í byrjun nóvember flutti Mona Riihimäki frá Martens Trädgårdsstiftelse í Finnlandi erindi um þau áhrif sem aðild Finna að Evrópusambandinu hafði á landbúnað en þó sérstak- lega garðyrkjuna þar í landi. Glöggir lesendur Bændablaðsins muna kannski eftir viðtali sem tekið var við Monu hér í blaðinu fyrr í haust en þar sagði hún frá samstarfi íslenskra, norskra og finnskra garð- yrkjubænda að rannsóknum. Hún er starfsmaður vísindastofnunar á þessu sviði, hún hefur oft heimsótt Íslands og er vel kynnt í röðum íslenskra garðyrkjubænda. Hér á eftir fylgir endursögn af erindi hennar á Selfossi. Tvískipt Finnland Finnland varð aðili að ESB 1995 og hvað landbúnaðinn varðar var farin leið sem kölluð er Stórihvellur. Fyrir aðildina höfðu verið í gildi hömlur á innflutningi búvöru en þær voru allar afnumdar á einu bretti strax og aðildin varð að veruleika. Eftir það var leyfilegt að flytja inn allar búvörur frá löndum þar sem framleiðslukostnaður var umtalsvert lægri en í Finnlandi, þar sem loftslag og aðrar aðstæður voru mun hagstæðari. Bændur stóðu því skyndilega frammi fyrir harðri sam- keppni við allan heiminn. Á sama tíma voru teknar upp greiðslur til þeirra bænda sem hættu búrekstri. Meðal garðyrkju- bænda voru margir sem tóku því tilboði og hættu, einkum eldri bændur með gömul gróðurhús. Finnlandi var skipt í tvennt og tek- inn upp mismunandi stuðningur við búvöruframleiðslu, hærri í norður- hlutanum en þeim syðri. Þetta hefur valdið ýmsum árekstrum, bæði við Evrópusambandið þegar rætt er um framtíð stuðningsins við bændur og einnig í röðum bænda sem njóta mismikils stuðnings frá ESB og finnska ríkinu eftir búsetu. Allt fer í gegnum Brussel „Nú erum við sett undir CAP (Common Agricultural Policy), sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB. Um hana eru til falleg orð á þá vegu að henni sé ætlað að treysta sjálfbæra framleiðslu búvara, stuðla að dýravelferð og styrkja byggðirn- ar. Þetta merkir í raun að ESB veitir þeim héröðum stuðning þar sem framleiðsluaðstæður eru lakari en annars staðar. Með þessu er reynt að jafna aðstöðu bænda. Aðild okkar hefur í för með sér að við erum bundin landbúnaðarstefnunni og getum ekki tekið ákvarðanir um aukinn stuðning við bændur án þess að bera það undir ESB, allt þarf að fara í gegnum Brussel. Þetta hefur bæði kosti og galla en því fylgir óneitanlega töluvert skrifræði. CAP hefur líka það markmið að tryggja matvælaframleiðslu í hverju landi. Ég efast um að það land sé til í ESB þar sem landbúnaðarfram- leiðslan gæti lifað án styrkja frá sambandinu og það á fyllilega við um Finnland. Sérkenni finnsks landbúnaðar eiga flest einnig við um Ísland. Landið er á norðlægum breidd- argráðum og býli eru að jafnaði smá á evrópskan mælikvarða. Þetta kemur allt til álita þegar samið er um inngönguskilyrði í ESB. Varðandi styrkina þá mætti oft ætla að þeir kæmu allir frá einhverj- um bankareikningi í Brussel og væru greiddir af ESB. Það á við um suma styrki, en alls ekki alla. Sumir styrkir eru greiddir af aðildarríkjunum sjálf- um, það á við um tæplega helming allra styrkja sem finnskir bændur fá, þeir eru teknir af fjárlögum finnska ríkisins en ákvörðunin um þá er tekin í Brussel,“ sagði Mona. 40% af tekjum bænda frá ESB Styrkirnir eru af ýmsum gerðum. Sumir miðast við framleiðslu, aðrir við ræktarland eða gripafjölda, en yfirleitt eru þeir á einhvern hátt tengdir framleiðslu. Árið 2006 fengu finnskir framleiðendur 750 milljónir evra í styrki frá ESB og rúmlega 600 milljónir frá finnska ríkinu. „Það sem finnskir bændur eru uppteknastir af og alltaf kemur upp í samræðum þeirra er grein 141 í aðildarsamningnum við ESB,“ hélt hún áfram. „Þegar við sömdum um aðild 1995 fengum við sérstaka styrki fyrir norður- hluta landsins eins og kunnugt er. Samkvæmt hinni umdeildu grein 141 hefur landbúnaður í suður- hluta landsins einnig fengið sér- staka styrki sem rökstuddir eru með umhverfisaðstæðum. Þetta ákvæði var tímabundið en hefur fjórum sinnum verið framlengt, síðast fyrir árin 2008-2011. Þetta ákvæði tryggir bændum 95 millj- ónir evra í styrki umfram það sem bændur í öðrum ESB-ríkjum njóta. Í síðustu samningum var hins vegar sett inn sólarlagsákvæði sem gerir ráð fyrir því að styrkirnir lækki um 30% á samningstímanum, mest á árunum 2011-2012, svo þar er um töluverða skerðingu að ræða. Þetta kemur harðast niður á bændum á stærri býlum og þeim sem stunda alifuglarækt,“ sagði Mona. Samtals eru 40% af tekjum finnskra bænda styrkir frá ESB, það er afar hátt hlutfall. Fyrir garð- yrkjubændur er staðan nokkuð önnur og betri því styrkir ESB eru eingöngu 15% af tekjum þeirra. Færri en stærri garðyrkjubú „Frá inngöngu Finna í ESB hefur garðyrkjubændum fækkað umtals- vert, eða á bilinu 27-61% eftir framleiðslugreinum (sjá töflu). Hins vegar hefur heildarframleiðsla flestra tegunda aukist. Meðalfram- leiðsla á hvert fyrirtæki í garðyrkju hefur aukist um 40-115%. Búin hafa því stækkað verulega og fram- leiðslan á hvert hús aukist. Þegar innflutningur á búvörum var gefinn frjáls í Finnlandi lækk- uðu tekjur búanna að sjálfsögðu vegna lægra afurðaverðs. Það sem hefur hins vegar bjargað finnskum landbúnaði er það sama og á Íslandi: neytendur eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir innlenda fram- leiðslu, enda er ímynd hennar góð meðal þjóðarinnar. Nýlega voru birt- ar tölur um neyslu á búvörum árið 2007 sem sýndu að hún hafði auk- ist frá árinu á undan. Innflutningur stóð í stað svo öll aukningin var í innlendum afurðum. Það er skýr vísbending um að finnskur landbún- aður stendur sig vel. Neytendur meðvitaðri en áður Það sem hefur reynst finnskri garð- yrkju lyftistöng er að henni hefur tekist að auka framleiðsluna á vet- urna þegar dregur úr innflutningi og verðið hækkar. Nú rækta um 30% finnskra framleiðenda agúrk- ur og tómata með raflýsingu yfir veturinn. Það hefur í för með sér að við þurfum að huga vel að hag- kvæmni í orkunotkun okkar. Neytendur eru orðnir meira meðvitaðir um gæði vörunnar og það eykur kröfurnar á framleið- endur um að þeir sinni gæða- og umhverfismálum vel. Eitt af því sem neytendur spyrja um er losun gróðurhúsalofttegunda við fram- leiðsluna. Þar þurfum við að taka okkur á því stærstur hluti þess raf- magns sem finnsk garðyrkja notar er framleiddur með olíu. Þar er þó ýmislegt að gerast því æ fleiri eru farnir að nota umhverfisvænni efni á borð við mó og tréspæni sem auk þess eru mun ódýrari en olía. Hvað framtíðina varðar erum við í svipaðri stöðu og þið. Bændur hafa þurft að axla meiri byrðar vegna hækkana á aðföngum. Tekjur garðyrkjubænda eru taldar aukast um 6% á þessu ári sem er ágætt. Hins vegar hækkar verð á aðföng- um um 15%,“ sagði Mona Riihi- mäki að lokum. −ÞH Fjöldi fram- leiðenda 2007 Breyting 1995-2007 Breyting á heildar- framleiðslu 1995-2007 Meðalfram- leiðsla á býli 2007 Breyting 1995-2007 Tómatar 596 -39% 22% 64 000 kg 100% Gúrkur 413 -36% 22% 70 000 kg 86% Afskorin blóm 176 -61% -36% 397 000 stk. 62% Blómlaukar 270 -48% 13% 240 000 stk. 115% Pottablóm 427 -42% -15% 25 000 stk. 40% Sumarblóm 714 -27% 20% 64 000 stk. 61% Á þessari töflu sést vel sú hagræðing sem orðið hefur í finnskri garðyrkju frá því Finnland gekk í Evrópusam- bandið. Framleiðendum hefur fækkað umtalsvert, en í fjórum framleiðslugreinum af sex hefur heildarframleiðslan aukist og í öllum greinunum hefur meðalframleiðsla á býli aukist verulega. Mona Riihimäki frá Finnlandi fræddi íslenska garðyrkjubændur um áhrif ESB-aðildar á finnskan landbúnað og garðyrkju. Mynd | smh Finnskur landbúnaður í Evrópusambandinu Búum fækkar en framleiðslan eykst Finnland gekk í Evrópusamband- ið árið 1995 en Bændablaðið hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um reynslu finnskra bænda af ESB eftir inngönguna. Á þeim tíma átti Finnland við efnahagsvanda að stríða og breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið voru ekki allar sársaukalausar fyrir bændur. Til þess að ræða um stöðu finnskra bænda hitti Bændablaðið sviðs- stjóra hjá finnsku bændasamtök- unum, MTK, Matti Voutilainen að máli. Hann var m.a. spurður hvað hann ráðlegði íslenskum bændum þegar kemur að málefn- um Evrópusambandsins. Matti starfar að innri málefnum og stefnumótun MTK og gjörþekkir reynslu Finna af ESB. „Þegar finnska þjóðin kaus um inngöngu í Evrópusambandið voru bændur mjög eindregið á móti aðild. Það var afar mjótt á mununum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en þeir sem studdu inngöngu voru örlítið fleiri en andstæðingarnir. Eins og kunnugt er er landbúnaðarstefna Evr ópusambandsins sameiginleg öll um aðildarþjóðum þess. Finnskur landbúnaður þurfti því að undir- gangast sameiginlega löggjöf um búvöruframleiðsluna með öðrum Evrópuþjóðum. Bændur gerðu sér strax grein fyrir því að afar mik- ilvægt væri að koma sínum sjón- armiðum á framfæri með kröftugum hætti á vettvangi ESB. Því miður hefur það háð okkur hvað við höfum takmörkuð áhrif í sambandinu, m.a. vegna smæðar okkar. Okkar atkvæði eru tiltölulega fá þegar á hólm- inn er komið og einnig má nefna þá sérstöðu sem við höfum vegna búskapar á norðlægum breiddar- gráðum. Það er töluvert öðruvísi að stunda landbúnað í Finnlandi en í Frakklandi, Bretlandi eða á Spáni! Stóru löndin hafa meiri áhrif og þar með sterkari stöðu við að verja sína hagsmuni,“ segir Matti. Breytingarnar voru hraðar Fyrstu fimm árin eftir inngöngu í Evrópusambandið reyndust finnsk- um bændum erfið að sögn Matti. „Það var 30% samdráttur í tekjum bænda og samsetning finnsks land- búnaðar breyttist til muna. Litlu búin lögðu upp laupana og við sáum þau stóru verða stærri. Ástæðan var fyrst og fremst sú að afurðaverð lækkaði það mikið að rekstrargrundvöllur litlu búanna varð enginn. Bændur með lítil kúabú, t.d. með 10-12 kýr, hættu einfaldlega að búa. Þegar við gengum í ESB árið 1995 voru um 30 þúsund kúabændur í Finnlandi en nú eru þeir aðeins 12 þúsund. Þetta er stór breyting á fjölda bænda þó framleiðslan hafi ekki minnkað í sömu hlutföllum. Það má segja að heilt yfir hafi fjölda bændabýla með skepnur fækkað um helming, kúabú- um þó meira. Þetta hefur m.a. orðið til þess að kúabændur framleiða ekki að fullu upp í þann kvóta sem þeir hafa til ráðstöfunar. Vandinn liggur í því að bændunum fækkar og þó sumir stækki og geri sínar fram- leiðslueiningar samkeppnishæfari þá dugar það ekki til. Bændur hafa verið hvattir til fjárfestinga og til skamms tíma fengu þeir fjárfest- ingastyrki frá finnska ríkinu en þeir eru ekki lengur fyrir hendi og því hefur hægt á uppbyggingunni.“ Búskapur um allt land Matti Voutilainen segir að það sé stefna finnskra stjórnvalda að stunda landbúnað um allt land. „Þrátt fyrir þessa stefnu sjáum við framleiðsl- una sækja á ákveðna staði. T.d. er mjólkurframleiðslan mjög mik- ilvæg fyrir norðanvert Finnland á meðan bændur sem eru sunnar leggja meiri áherslu á kornrækt ýmisskonar. Í Evrópusambandinu höfum við ítrekað bent á hversu landið er harðbýlt á sumum svæð- um og nokkuð hefur verið tekið til- lit til þess. Við vonum að í framtíð- inni batni aðstæður fyrir finnskan landbúnað. Með aukinni og bættri ræktun má búast við meiri uppskeru og fyrirsjáanleg er aukin eftirspurn eftir mat í heiminum. Það er okkar trú að verð muni hækka í kjölfarið. Allt lítur út fyrir að við náum aukn- um tekjum á mörkuðum í framtíð- inni en ef ekki þá mun bændum enn fækka í Finnlandi,“ segir Matti. Stjórnmálamennirnir eru nú flestir vinir bænda Það er að heyra á Matti að hann sé neikvæður út í Evrópusambandið og hann kaus staðfastlega gegn aðild Finnlands á sínum tíma að eigin sögn. En einhverjir kostir hljóta að fylgja aðildinni? „Jú, þeir eru vissulega fyrir hendi,“ segir Matti. „Pólitíska landslagið í Finnlandi var ekki sérlega hagfellt bændum fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Miðjuflokkurinn var nær eini flokk- urinn sem hélt uppi sjónarmið- um bænda og var því einskonar „vinur“ okkar. Sósíaldemókratar, vinstrimenn og hægrimenn voru alls ekki uppteknir af málefn- um landbúnaðarins. Núna má þó halda því fram að allir flokkar berjist fyrir bændur þegar talað er fyrir hagsmunum Finnlands á vett- vangi Evrópusambandsins. Það er almennt viðurkennt í Finnlandi að landbúnaður skipti máli og það er nær samdóma álit stjórnmálamanna að horfa verði til hagsmuna finnskra bænda þegar kemur að samningum um landbúnaðarmál innan ESB. Auðvitað eru til flokkar sem ekki sýna landbúnaðinum áhuga en þeir komast ekki upp með að sniðganga okkur bændur þegar ESB er annars vegar.“ Bændur njóta virðingar „Bændur hafa aflað sér virðingar hjá þjóðinni á síðustu árum sem er dýrmætt. Ástæðan er aðallega sú að eftirspurn eftir mat í heiminum hefur vaxið og almenningur veit hvaða verðmæti felast í eigin mat- vælaframleiðslu. Menn horfa líka á það að loftslagsbreytingar munu að nokkru leyti bæta ræktunarskil- yrði fyrir bændur. Sé horft til timb- uriðnaðarins þá er talað um að hann muni skipta meira máli fyrir orku- öflun þjóðarinnar í framtíðinni og það kemur bændum vel. Áður var það olían sem menn notuðu til hús- Reynsla finnskra bænda af ESB „Evrópusambandið er klúbbur mjög sjálfhverfra þjóða“ - segir Matti Voutilainen sem starfar hjá finnsku bændasamtökunum MTK

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.