Bændablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | þriðjudagur 2. desember 2008 Umræða um mögulega aðild Íslands að ESB er nú komin á fulla ferð í samfélaginu. Bankahrunið og gjaldeyriskrepp- an knýja umræðuna áfram enda er lækkun gengis krónunnar geigvænleg og eigið fé fyrirtækja og heimila í mörgum tilfellum brunnið upp. Það er því augljós- lega verkefni forystuafla í stjórn- málum að kryfja til hlítar hvern- ig þjóðarhagsmunum verður best borgið til framtíðar. Áhrif ESB-aðildar á íslenskan landbúnað eru eitt af þeim viðfangs- efnum sem taka þarf til skoðunar í því sambandi. Sameiginleg land- búnaðarstefna Evrópusambandsins hefur verið í stöðugri þróun undanfarin ár. Gagnger breyting var gerð árið 2003 og tekið upp svokallað einnar greiðslu kerfi (SPS). Megin einkenni þessa nýja kerfis frá 2003 er að greiðslur fara fram að mestu leyti sem árleg ein- greiðsla og sameinast í henni hinar ýmsu stuðningsgreiðslur sem hver bóndi fékk áður eftir mismunandi styrkjakerfum fyrir hverja afurð. SPS er ætlað að tryggja bænd- um sveifluminni afkomu með því að aftengja framlög framleiðslu. Framleiðsluákvarðanir hvers bónda hafa ekki lengur áhrif á hlut hans í framlögum þess opinbera og verða þær því eingöngu teknar með hlið- sjón af markaðsþörf fyrir afurðina. Markmið þessara breytinga voru í meginatriðum þessi: ► Framleiðsluákvarðanir bænda ráðist af markaði án opinberrar íhlutunar ► Hvetja til að búskapur verði sjálfbær umhverfislega og efna- hagslega ► Gera landbúnaðarstefnuna ein- faldari fyrir bændur og fram- kvæmdaraðila hennar ► Styrkja stöðu ESB í samningum um WTO Grundvallaratriði í einnar greiðslu kerfinu Greiðsluréttur hvers ríkis í einnar greiðslu kerfi ESB (15) við upp- haf samningsins er summa þeirra fjárhæða sem það fékk úr landbún- aðarsjóðum ESB sem beina styrki og þeim hliðstæðar greiðslur við- miðunarárin 2000-2002. Summa greiðslnanna myndar hámark réttar til árlegrar greiðslu í hinu svonefnda einnar greiðslu kerfi hvers ríkis. Greiðslurétt fengu einungis þeir bændur sem voru virkir viðtakendur beingreiðslna og annarra stuðnings- greiðslna sem falla undir SPS það ár sem viðkomandi land ákvað að taka SPS-kerfið upp. Greiðsluréttur hvers bónda í SPS-kerfinu er reikn- aður eftir þeim framlögum sem viðkomandi fékk yfir tiltekin við- miðunarár, sem var tímabilið 2000 til 2002, þ.e.a.s. eftir áunnum rétti, með mögulegum leiðréttingum, hafi verið um sérstakt ástand að ræða á viðmiðunarárunum, s.s. afurða- missi vegna árferðis eða sjúkdóma. Réttur hvers bónda er umreiknaður til framlags á ha með því að deila með þeim hektarafjölda, sem við- komandi bóndi hafði til umráða á viðmiðunarárunum og gaf honum tiltekna styrkfjárhæð, í heildarrétt. Forsendur fyrir greiðslu eru að við- komandi bóndi sýni á hverju ári fram á umráð yfir landi sem svarar til þeirrar stærðar sem réttur hans er reiknaður eftir. Minnki stærð á styrkhæfu landi lækkar greiðslan hlutfallslega. Styrkhæf bújörð nær til alls landbúnaðarlands annars en lands með varanlegan gróður (s.s. beitarland) og skógarland. Gróður til framleiðslu á lífrænum orkugjöf- um er einnig undanskilinn. Til að eiga rétt á beinum greiðslum frá sjóðum ESB verða bændur að upp- fylla kröfur sem landbúnaðinum eru settar er varða heilbrigði fólks, dýra og jurta, umhverfisvernd og dýravernd, að tryggja að landið sé varðveitt sem landbúnaðarland og að umhverfisverndar sé gætt. Markaðskerfi mjólkurafurða tók miklum breytingum árið 2003. Horfið var frá því að tryggja lág- marksverð fyrir mjólk innan banda- lagsins og skyldu uppkaup til að tryggja lágmarksverð fyrir útfluttar mjólkurafurðir skert. Til að mæta þessari skerðingu voru teknar upp beingreiðslur til mjólkurbænda er námu á fyrsta ári (2004) 11,81 evru á tonn mjólkurkvóta sem hver bóndi hafði og var hækkað í 35,50 árið 2007. Þessar greiðslur skyldu verða aftengdar framleiðslukvóta mjólkur árið 2008 en eru eftir það tengdar landi jarðarinnar á sama hátt og aðrar óframleiðslutengdar greiðslur. Endurskipulagning fjárframlaga 2003 fól í sér að aðildarlöndum var gert skylt að leggja til fjármuni til verkefna í þágu dreifbýlisins. Þ.e. fjármunir eru færðir frá fyrri stoð landbúnaðarstefnunnar (sem t.d. SPS fellur undir) til svonefndrar seinni stoðar landbúnaðarstefn- unnar. Um það er sérstakt ákvæði er ákveður að styrkir til býla yfir 5000 evrum á ári skuli skerðast um 3% árið 2005, 4% árið 2006 og 5% árið 2007 og haldast óbreyttir upp frá því. Þessum fjármunum verð- ur ráðstafað á hlutlægan hátt eftir almennum reglum er taka mið af landbúnaðarlandi, atvinnustigi í landbúnaði og þjóðartekjum land- anna eða svokölluðum „samhygð- arforsendum“. Þó skulu aldrei minna en 80% skerðingarfjárhæðar renna til baka til hvers lands. Þá eru enn fremur ákvæði um að sé landbúnaðarframlag býlis lægra en 5000 evrur á ári skuli framlög til býlisins undanþegin skerðingu. Norðurslóðastuðningur Við samningsgerð Norðurlandanna þriggja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands um aðild að Evrópu- sambandinu, var samið um heim- ildir fyrir sérstökum stuðnings- aðgerðum við landbúnað á harð- býlum svæðum. Þessi ákvæði er að finna í 142 gr. í aðildarlöggjöf Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar að Evrópusambandinu og gefa þau Svíþjóð og Finnlandi fullan rétt til að veita varanlegan innanlands- stuðning við landbúnað innan afmarkaðra svæða með það að markmiði að tryggja landbúnað á norðursvæðum ríkjanna. Svæðin eru miðuð við landbúnaðarland norðan 62. breiddargráðu, þó með þeim frávikum að aðliggjandi svæði, þar sem veðurfar og framleiðslu- skilyrði eru hliðstæð, falli einnig undir þessa heimild. Það svæði sem reglurnar taka til í Finnlandi liggur frá 62. breiddargráðu til 70. breidd- argráðu og í Svíþjóð frá 59. breidd- argráðu til 69. breiddargráðu. Þessu til viðbótar er allt landbúnaðarland í Finnlandi skilgreint sem harðbýlt svæði. Finnland fékk með þessu, auk ákvæðis um aðlögunarstuðning við Suður-Finnland, heimild til að styðja sinn landbúnað 35% meira en önnur ESB-ríki. Þannig getur stuðningur við bændur á ákveðnum svæðum í Norður-Finnlandi orðið allt að 80%, eingöngu frá finnska ríkinu, og frá ESB komi aðeins 20%. Endurskoðun landbúnaðarstefnunnar 2008 Þann 20. nóvember sl. samþykktu landbúnaðarráðherrar ESB breyt- ingar á sameiginlegu landbún- aðarstefnunni. Breytingarnar eru umfangsmiklar og verður ekki reynt að gera ítarlega grein fyrir þeim hér (meira er fjallað um þær annarsstaðar í blaðinu) en eftirfar- andi má nefna: ► Afnám kvótakerfis á mjólk árið 2015 með aðlögun sem felur í sér 1% aukningu á mjólkurkvóta einstakra landa á ári næstu 5 ár. ► Aukning fjármuna til dreifbýlis- verkefna úr 5% í 10% á árunum 2009-2012. ► Gengið verður lengra í aftengingu beingreiðslna við framleiðslu. Sem dæmi verður heimild til að tengja stuðning við framleiðslu á jarðræktarafurðum (areable crops) afnumin 2010 (heim- ilt varð að halda 25% af stuðn- ingi tengdum framleiðslu við endurskoðunina 2003). Þá verður heimild til að tengja greiðslur við ungnautaeldi – lifandi ungneyti á tilteknum aldri – afnumin 2012. Áfram verður heimilt að tengja greiðslur við eign á holdakúm, sauðfé og geitum. ESB-aðild og íslenskur landbúnaður Umfangsmikil úttekt var gerð á landbúnaðarstefnu ESB, aðild Finnlands að ESB og áhrifum hennar á landbúnað þar í landi og hugsanlegum áhrifum ESB- aðildar á íslenskan landbúnað, af starfshópi á vegum utanríkisráðu- neytisins á árunum 2003 og 2004. Sameiginlega landbúnaðarstefnan hjá ESB (CAP) hefur síðan tekið grundvallarbreytingum og þar sem stuðningur byggir orðið óverulega á framleiðslu er ekki einfalt að upp- færa fyrri niðurstöður. Eftirfarandi má þó álykta um áhrif ESB-aðildar á rekstrarumhverfi íslensks land- búnaðar út frá þeirri þróun og aðild- arsamningi Finnlands og Svíþjóðar á sínum tíma: ► Algert afnám tolla á landbún- aðarafurðum milli Íslands og annarra ESB landa frá fyrsta degi. Finnar reyndu að semja um aðlögun að þessu en frá því Á markaði Framleiðsla og sala búvara í október Framleiðsla á kjöti í október var 2,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um 31,4% minni framleiðslu á alifuglakjöti og síðan 9,6% samdrátt í nautakjötsframleiðslu. Síðastliðna tólf mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 2%. Sala á kjöti var 10,1% meiri í október en í sama mánuði í fyrra. Langmest munar þar um 40,1% aukn- ingu í kindakjötssölu. Söluaukninguna má m.a. rekja til þess að neytendur hafi keypt meira nú en áður í frystikistur sínar en mikið bar á að kjöt var boðið til sölu í heilum og hálfum skrokkum. Einnig var aukn- ing á heimtöku framleiðenda úr sláturhúsi. Hún nam 262 tonnum í október í ár en var 219 tonn á sama tíma í fyrra. Sala alifuglakjöts var 13,8% minni en í októ- ber 2007 en framleiðsla og sala á svínakjöti jókst um ríflega 3%. Framleiðsla og sala á hrossakjöti var einnig umtals- vert meiri en í október 2007 þó sala sl. tólf mánuði hafi dregist saman um 11,3% Sala á mjólkurvörum var með besta móti í októ- bermánuði. Miðað við sama mánuði í fyrra var mest söluaukning á dufti (61,25%) viðbiti (20,2%) og mjólk (11,34%). Síðastliðna tólf mánuði hefur sala á prótein- grunni aukist um 3,35% og hefur nú rofið 118 milljón lítra múrinn. Sala á fituríkum vörum hefur þó aukist hlutfallslega enn meira og heildarsala á fitugrunni sl. tólf mánuði var tæplega 112,9 milljónir lítra, 4,7% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Þetta er mjög mik- ilvægt fyrir mjólkurframleiðendur. Framleiðsla mjólk- ur síðastliðna 12 mánuði var 125,8 milljón lítra, 1,24% aukning á ársgrundvelli. Athygli vekur að framleiðsla í september var rösklega 12% meiri en í september 2007 en framleiðsla í október er hins vegar 2,78% minni en á sama tíma í fyrra. EB Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir október 2008 okt.08 ágú.08 nóv.07 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2008 okt.08 okt.08 október '07 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Hrossakjöt, kg 108.071 207.361 972.696 38,9 3,5 6,0 3,5% Alifuglakjöt, kg 503.873 1.736.147 7.597.630 -31,4 -12,2 -0,4 27,5% Sauðfé, kg * 4.766.381 8.617.374 8.927.244 1,2 3,2 2,0 32,3% Svínakjöt, kg 600.496 1.822.656 6.486.748 3,3 16,2 6,3 23,4% Nautakjöt, kg 335.171 902.335 3.682.265 -9,6 -8,6 4,7 13,3% Samtals kjöt 6.313.992 13.285.873 27.666.583 -2,5 1,5 2,8 Innvegin mjólk, ltr 9.626.733 29.365.824 125.769.351 -2,8 0,5 1,2 Sala innanlands Hrossakjöt, kg 78.051 159.846 622.995 23,7 -10,5 -11,3 2,4% Alifuglakjöt, kg 577.296 1.787.925 7.601.694 -13,8 -6,4 2,8 29,3% Sauðfé, kg ** 1.126.317 2.475.908 7.551.050 40,1 30,1 6,9 29,1% Svínakjöt, kg 601.278 1.823.658 6.490.462 3,4 16,3 6,4 25,0% Nautakjöt, kg 336.945 908.458 3.700.471 -4,4 -6,3 5,4 14,3% Samtals kjöt 2.719.887 7.155.795 25.966.672 10,1 9,6 4,8 Sala mjólkur á prót.gr. ltr 11.142.478 30.710.292 118.183.757 9,5 4,6 3,4 Sala mjólkur á fitugr. ltr 10.409.360 28.721.652 117.881.125 11,1 5,3 4,7 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Íslenskur landbúnaður og ESB Endurskoðun sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Evrópusambandið Það gekk ekki þrautalaust að ná samkomulagi um þá „lækn- isskoðun“ á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópu- sambandsins (Common Agri- cultural Policy, skammstafað CAP) sem lauk snemma morg- uns 20. nóvember sl. En á end- anum tókst það. Þá var hins vegar búið að fleygja ýmsu út úr upprunaleg- um tillögum framkvæmdastjórn- arinnar. Fyrst voru þær lagðar fyrir Evrópuþingið sem skar ýmislegt frá. Eitt af því var tillaga um að heimilt yrði að flytja 13% beingreiðslna til landbúnaðar yfir í byggðastuðning sem þingið lækkaði í 7%. Þetta átti í fyrstu eingöngu að ná til bænda sem fengu yfir 5.000 evrur í stuðning en þingið hækkaði þröskuldinn í 10.000 evrur. Svo fóru tillögurnar til ráð- herraráðsins þar sem landbún- aðarráðherrar allra 27 aðildarríkja ESB sátu á fundi næturlangt. Þar var prósentan aftur hækkuð í 10% en tillögur framkvæmdastjórn- arinnar um sérstaka skerðingu hjá þeim bændum sem fá mestan stuðning skornar verulega niður. Greinilegt var á niðurstöðunni að einstakar þjóðir höfðu beitt sér fyrir að fá sérlausnir. Þannig fá Ítalir að auka mjólkurkvótann strax um 5% meðan önnur ríki verða að láta sér nægja 1% aukn- ingu á ári fram til 2015 þegar kvótinn verður afnuminn. Áfram er gengið í þá átt að aftengja styrki til landbúnaðar frá framleiðslu. Þannig verður fram- leiðsla á hveiti, byggi, ólívuolíu og humlum aftengd árið 2010 og tveimur árum síðar er röðin komin að hrísgrjónum, fræi, hnet- um, próteinafurðum, nauta- og kálfakjöti. Þá er skylda bænda til að hvíla hluta af ræktarlandi sínu afnumin. Tilfærslur eru gerðar á því hversu stór hluti greiðslna kemur úr sjóðum ESB og hversu stór hluti af fjárlögum hvers aðild- arríkis. Þannig munu allt að 90% greiðslna í byggðastuðning koma frá ESB en það hlutfall var 50-75% áður. Aðildarríkin fá líka heimildir til að nota hluta af þeim greiðslum sem nú flytjast yfir í byggðast- uðning til staðbundinna verkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Í heild má segja að hér hafi ekki verið stigin stór skref en þau eru öll í sömu átt: frá framleiðslu- tengdum stuðningi yfir í bein- greiðslur og byggðastuðning. –ÞH Tekist á um „læknisskoðun“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.