Bændablaðið - 21.10.2010, Side 9

Bændablaðið - 21.10.2010, Side 9
        Við óskum Bústólpa til hamingju með nýrri og fullkomnari fóðurverksmiðju Mikil endurnýjun á framleiðslubúnaði fóðurverksmiðju Bústólpa á Akureyri hefur tvöfaldað afkastagetu verksmiðjunnar. Ný tækni til hitameðhöndlunar og vinnslu, ásamt nýjum vélbúnaði til kögglunar og kælingar gerir fyrirtækinu kleift að framleiða orkuríkara og efnameira fóður miðað við rúmmál og fóðurgildi þess eykst. Tæknin byggist á því að fóðurblandan er háhituð í skamman tíma við mikinn þrýsting. Með þessu næst betri nýting sterkju og próteina og þannig aukið fóðurgildi. Meðhöndlunin tryggir einnig minnsta mögulega tap vítamína við vinnsluna og eykur öryggi gagnvart örverusmiti. Allur stýribúnaður var jafnframt endurnýjaður. Auk þess að drífa verksmiðjuna áfram vaktar hann allar aðgerðir með skjámyndum svo að enn betur er fylgst með gæðum framleiðslunnar og virkni vélbúnaðar. Starfsmenn Bústólpa vinna náið eftir nýrri fóður- og matvælalöggjöf, með öflugu gæðakerfi, og geta því stoltir haldið áfram að bæta þjónustu við bændur og auka gæði íslensks landbúnaðar með enn meiri „krafta í kögglum“. Orkuríkara fóður, meiri arðsemi og aukin afköst!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.