Bændablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 4. nóvember 2010 Í bland við nýjan kveðskap, er hollt að heyra gamlan kveðskap. Fyrr í þessum þáttum birti ég gullvel gerða vísu um Hvammsheiði í Þing- eyjarsýslu, eftir Jakob Pétursson kenndan við Breiðumýri í Reykjadal S-Þingeyjarsýslu. Guðmundur Hall- grímsson fyrrum bóndi á Gríms hús- um í Aðaldal, nú búsettur á Fells- múla í Aðaldal, vék að mér fleiri vísum eftir Jakob. Guðmundur á við ættfræðiáráttuhegðun að stríða, var eitthvað að róta í Landnámssögu Nýja-Íslands í Kanada og fann þar þrjár vísur eftir Jakob, ortar í hesta- ferð um Axarfjarðarheiði: Axarfjarðar heiði há höldum varð að mæði, brekkur harðar fæla frá fákum gjarða næði. Hraun úr götum hrufar hóf hregg með jötun órum, kastar flötum gróf úr gróf grimmdar hvötu jórum. Yfir þjóta eldingar, undir grjótið skelfur. Mýrar rótast mórauðar, margar fljóta elfur. Sem betur fer eimir enn eftir af vís um eftir Odd Jónsson frá Gili í Dýra firði, hverjar mér færði Valdi- mar H. Gíslason á Mýrum. Þessum vísum Odds mun ég píra inn í þætt- ina í smáskömmtum. Ekki tjóir að graðga í sig allan jólamatinn í einni hending. Oddur sendi frá sér bréf, þar sem krafist var undirritunar tveggja vitundarvotta, auk hans eig- in. Vísu lét Oddur fylgja bréfinu: Með nafninu mínu ég gera vil gott, en get ekki séð það bagi, þótt engan ég hafi hér vitundarvott, svo vonandi er það í lagi. Gamansemi ríkti með Oddi og Elíasi Þórarinssyni bónda á Sveinseyri. Báðir áttu þeir Bakkus að vini, þó í góðu hófi væri sú vinátta. Oddur rétti Elíasi þessa stöku: Víst er að ég færi fús í feigðarlínið strokið, ef þú smeygðir einni krús undir kistulokið. Oddur varð fyrir því óhappi, að fara með fingur undir reim í súg- þurrk unarblásara. Elías sá Odd með reifaða höndina, og fékk svofellda skýr ingu: Hljóta sumir högg á vangann, hart við stundum bregðast má. Fólkið sagði mig fingralangan, fannst mér rétt að stytta þá. Lengi hefur það staðið til fyrir mér, að gera Óskari Sigurfinnssyni bónda í Meðalheimi heimsókn. Ein- ar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð yrði mér þar til halds og trausts, og til að hylja í mér heimóttann. Síðastliðið vor var svo komið, að jafnvel var farið að nefna dagsetningar, og haft samband við Óskar, svo honum gæfist tóm til aðdrátta. Aldrei varð svo neitt úr neinu. Óskar virðist mér hafi verið vel viðbúinn þessari vitjun sem varð þó aldrei. Ekki var langt liðið frá tilgreindri tímasetningu, þegar urr heyrðist í Óskari: Er ekki von að mér svíði og sárni, ég sit hér og veit ekki hvernig fer. Bölvaðir gaurarnir Einar og Árni ætluðu að koma og skemmta mér. Ég er í basli hvað veitingar varðar, veislan er farin í hundana senn. Lummurnar kaldar og kleinurnar harðar, hvað á að gera við svona menn. Bjórinn og vínið mér best kom að notum, ég bragðaði á því og raulaði lag. En áfengisbirgðirnar eru á þrotum, enda er ég fullur hvern einasta dag. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Tengja mjólkurneyslu við fjölda heilsuþátta Ólafur Reykdal matvælafræð- ingur hlaut fyrir stuttu Fjöregg Matvæla- og næringarfræðinga- félags Íslands fyrir þátttöku sína í rannsóknum sem hafa stutt við nýsköpun og frumkvöðla- starf við ræktun, vinnslu og framleiðslu á afurðum úr byggi. „Ég er mjög stoltur og ánægð- ur með verðlaunin. Það hafa margir komið að þessu og þetta byggist á góðu samstarfi við Landbúnaðarháskólann og við bændur því annars hefði þetta ekki verið hægt,“ sagði Ólafur við afhendinguna. Verkefninu Aukin verðmæti úr íslensku byggi var stýrt af Matís og það unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands, kornbændur og matvælaiðnað. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti verkefnið en í því er sýnt fram á að hægt er að nýta bygg með margvíslegum hætti við fram- leiðslu matvæla. „Ég er mjög stoltur og ánægð- ur með verðlaunin. Það hafa margir komið að þessu og þetta byggist á góðu samstarfi við Landbúnaðarháskólann og við bændur því annars hefði þetta ekki verið hægt. Bændur eiga heiður skilinn fyrir mikla þrautseigju við ræktun. Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi hefur mark- aðssett bygg síðastliðin 15 ár og hefur fyrirtæki hans stækkað með hverju árinu. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri náði að skera 60 tonn í sumar, þrátt fyrir alla erfiðleikana sem hafa dunið yfir hjá honum. Það er mjög gaman að sjá Eyrarbrauðið komið á markað og það fær pláss í hillum verslana, svo neytendur kunna vel að meta þetta. Margir framleiða bygg til skepnufóðurs en ég hef trú á að fleiri bætist við sem framleiða til manneldis. Ég veit að fleiri vöruflokkar fyrir neytendur eru í bígerð en ég má ekki segja frá því strax,“ sagði Ólafur. /ehg Á þingi Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands sem haldið var í síðustu viku voru mörg áhugaverð erindi kynnt og var eitt þeirra erindið Mjólk og krabbamein, sem Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands, hélt. Þar kom fram að mjólkin virðist vernda gegn ákveðnum tegundum krabbameina en að flest bendi til að mjólkurneysla auki líkur á hættulegum krabbameinum í blöðruhálskirtli. Mjólk er ein af umdeildustu fæðum nútímans og er frá náttúrunnar hendi sérhönnuð til að stuðla að vexti ungviðis spendýra. Hún er ýmist lofsungin fyrir næringargildið eða fordæmd sem sjúkdómsvaldur. Mjólk hefur fyrst og fremst verið fæða barna á Vesturlöndum en á Íslandi hefur fólk drukkið mjólk fram á fullorðinsár, rétt eins og á hinum Norðurlöndunum, sagði Laufey. Mjólkurneysla og heilsuþættir Í erindinu kom fram að mjólk er afburðanæringarrík, eins og fram kemur í ramma hér neðar, en einnig er hún flókinn, lífvirkur vökvi og er vaxtarhvetjandi umfram næringargildið. Börn sem fá næga næringu vaxa því enn meira og hraðar ef þau fá kúamjólk sem viðbót. Mjólkin er rík af IGF-1- mítógeni, sem örvar frumuskiptingu og hefur neysla mjólkur áhrif til hækkunar á IGF-1 og insúlíni í blóði fólks. Rannsóknir hafa tengt mjólkurneyslu við fjölda heilsuþátta og að hún sé verndandi gegn beinþynningu, efnaskiptavillum og sykursýki. Einnig að hún geti ýmist verið vernd og/gegn eða aukið áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi fæðu og krabbameina, til dæmis ferilrannsóknir þar sem fjölmennum hópi fólks er fylgt eftir árum saman, mataræði og aðrir lífshættir og aðstæður eru rannsakaðar og afdrif fólks könnuð. Einnig hafa verið gerðar viðmiðarannsóknir á sjúklingum þar sem mataræði og aðrir þættir eru kannaðir meðal fólks sem hefur fengið krabbamein og það borið saman við annan hóp. Líf- og erfðafræðilegar rannsóknir hafa líka verið framkvæmdar þar sem samband erfða og umhverfis er kannað. Eykur áhættu á blöðruhálskirtilskrabbameini Laufey benti á að samband mataræðis og krabbameina hefði verið mikið rannsakað og að fjöldi rannsókna hefðu verið birtar í vísindaritum um þetta efni. Þar væru nálganir, aðferðir og aðstæður oft mjög ólíkar og niðurstöðum bæri því ekki alltaf saman. Sem betur fer hefðu verið unnar í t a r l e g a r samantektir, þar sem kæmu fram h e i l d a r - niðurstöður m a r g r a v a n d a ð r a rannsókna. Sú viða mesta er samantekt W o r l d Cancer Research Fund og American Institute for Cancer Research en þar kemur m.a. fram að mjólkurneysla tengist vernd gegn ristilkrabbameini en virðist geta aukið áhættu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Hins vegar finnist ekkert samband milli mjólkurneyslu og krabbameina í brjóstum. Þá vitnaði hún í EPIC-rannsóknina, sem birtist í European Journal of Cancer í september á þessu ári. EPIC er viðamikil evrópsk rannsókn á lífsháttum og áhættuþáttum fyrir krabbamein. Þar kom svipað í ljós og í samantektinni sem fyrr var frá greint. Það sem eykur áhættu á ristilkrabbameini er rautt kjöt, og þó sérstaklega unnar kjötvörur, en einnig hár líkamsþyngdarstuðull og áfengi en það sem minnkar áhættu er fiskur, trefjar, kalk úr fæðu og D-vítamín. Það sem eykur áhættu á brjóstakrabbameini er hár líkamsþyngdarstuðull og áfengi en varðandi blöðruhálskirtilskrabbamein eru það mjólk, prótein úr mjólk, kalk úr mjólk og IGF-1 sem tengjast aukinni áhættu. Í samantekt 13 ferilrannsókna sem framkvæmdar voru á árunum 1966-2006 kom í ljós að 13% aukin áhætta var á krabbameini í blöðruhálskirtli þegar borin var saman hæsta og lægsta neysla á mjólk og mjólkurvörum en fyrir langt gengið krabbamein var 33% aukin áhætta tengd mjólkurvörum og 46% aukin áhætta tengd kalkneyslu. Þá benti Laufey á í fyrirlestri sínum að nýgengi blöðruhálskirtils-, brjósta- og ristilkrabbameins á Íslandi hefði hækkað töluvert á undanförnum árum en dánartíðnin ekki aukist að sama skapi. Mismunandi ástæður lægju væntanlega að baki hækkunum á nýgengi þessara krabbameina, enda orsakir krabbameinanna ólíkar. Bæði verndar og eykur áhættu Mikill áhugi er á rannsóknum þar sem mataræði á unga aldri er kannað og tengsl þess við krabbamein síðar á ævinni. Það hafa aðeins örfáar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði og þar eru niðurstöður misvísandi, sérstaklega varðandi krabbamein í blöðruhálsi og í ristli. Í þremur ólíkum rannsóknum á mataræði í æsku og brjóstakrabbameini síðar á ævinni fundust engin tengsl milli mjólkurneyslu í æsku og brjóstakrabbameina. Á Íslandi er nú í gangi samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Hjartaverndar, Krabbameinsskrár og fleiri stofnana að kanna búsetu og matarvenjur í æsku og tengsl við blöðruhálskirtilskrabbamein. Fyrstu niðurstöður benda til þess að búseta og matarvenjur á unga aldri tengist áhættu á að greinast með hættulegri gerðina af krabbameininu. Ekkert samband fannst hins vegar milli mataræðis á miðjum aldri og áhættu. Flest bendir því til að mikil mjólkurneysla auki líkur á hættulegum krabbameinum í blöðruhálskirtli. Þrátt fyrir töluverða leit hefur hins vegar ekki fundist vísindaleg staðfesting á þætti mjólkur í áhættu fyrir brjóstakrabbameini. Mjólkurneysla á fullorðinsárum virðist vernda gegn krabbameini í ristli þannig að niðurstaða Laufeyjar var að þótt mjólkin geti verið góð, þá sé hún ekki algóð. /ls/ehg Breyting á mjólkurneyslu frá árinu 1960 og til ársins 2008, gefið út af Lýðheilsustöð. Laufey Steingríms- dóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Ólafur Reykdal hlaut Fjöreggið 2010 Hér má sjá nýgengi blöðruhálskrabbameins og dánartíðni af völdum þess á Íslandi á 50 ára tímabili, unnið af Nordcan. Samkvæmt landskönnun á mataræði frá 2002 kemur stór hluti allra næringarefna í fæðu Íslendinga úr mjólk og mjólkurvörum enda neysla mjólkur bæði mikil og almenn. Að meðaltali neyttu landsmenn á aldrinum 15–80 ára samtals um 390 grömm af mjólk og sýrðum mjólkurvörum á dag. > 41% af öllu kalki fæð- unnar kom úr mjólk og mjólkurvörum (ostar ekki meðtaldir) > 17% próteina > 20% mettaðrar fitu > 27% joðs > 27% selens > 12% orkunnar Mjólkin er afburða- næringarrík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.