Bændablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 4. nóvember 2010 Jörðin hafði verið í eyði í nokk- ur ár þegar Bjarni Hólmgrímsson bóndi á Svalbarði keypti hana en engin nýtanleg hús voru þá á jörðinni. Bjarni byggði hlöðu árið 1977 og það var svo árið 1982 sem núverandi ábúendur Margrét, dóttir Bjarna, og Geir Árdal hófu að byggja fjós. Fjósið, sem er básafjós með mjaltagryfju, var komið í notkun að fullu og byrjað að mjólka í því 1985. Ábúendur keyptu jörðina svo árið 1989. Fyrstu árin bjó fjölskyldan inn á Svalbarðsströnd og það var ekki fyrr en 1990 sem flutt var í nýtt íbúðarhús. Samhliða upp- byggingu á jörðinni var land brot- ið til ræktunnar og mjólkurkvóti keyptur smám saman. Árið 2005 keyptu Margrét og Geir jörðina Grímsgerði sem er næsta jörð norðan við Dæli en þá höfðu þau nýtt hana í rúm 10 ár. Býli? Dæli. Staðsett í sveit? Fnjóskadal, Þingeyjarsveit. Ábúendur? Margrét Bjarnadóttir og Geir Árdal. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Eigum fimm börn: Hannes, stærð- fræðingur, búsettur í Reykjavík, Bjarni, vélstjóri og búfræðingur, vinnur í Reykjavík á veturna en við búskapinn á sumrin, Úlla, margmiðlunarfræðingur, er í enskuskóla í Kanada, Sigríður, er í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík, og Steinþór sem er í Stórutjarnaskóla. Engin gæludýr. Stærð jarðar? Dæli er 650 ha. Grímsgerði er svo 250 ha. Tegund býlis? Kúabú, nokkrar kindur og flóamarkaður. Fjöldi búfjár og tegundir? 50 mjólkurkýr og þar að auki um það bil 80 nautgripir og 16 kindur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar á fjósverkunum og endar yfirleitt á þeim líka nema ef þörfin kallar á annað. Á milli mjalta er þeim verkum sinnt sem til falla og eru þau að miklu leyti árstíðabundin. Síðustu tvö sumur höfum við verið með flóamarkað í bílskúrnum sem hluta af búrekstr- inum, hann hefur verið opinn eftir hádegi alla daga. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er vélavinna og heyskapur í góðu veðri en leiðinlegast ef upp koma gæðavandamál í fjósi. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum hann með svipuðu sniði og hann er í dag en von- andi verður hægt að betrumbæta vinnuaðstöðu á þeim tíma t.d. með legubásum í fjósi. Þá verður vænt- anlega líka farið að styttast í að Bjarni sonur okkar komi að fullu í búskapinn og taki síðan við. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þeir einstaklingar sem valist hafa til forystu fyrir bændur hafa staðið sig vel á erf- iðum tímum. Það er mikil vinna framundan vegna niðurskurðar til landbúnaðarmála og sá nið- urskurður á eftir að reyna á sam- stöðu bænda. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Ef rétt er á spilunum haldið og Íslendingum mun hljótast sú gæfa að standa áfram utan ESB berum við ekki kvíðboga fyrir framtíð íslensks landbúnaðar. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við framleiðum gæðavöru sem þarf að fást hátt verð fyrir á erlendum mörkuðum svo bændur geti fengið eitthvað upp í kostnað við framleiðslu hennar og afurð- arstöðin fyrir vinnsluna. En því miður virðist það vera svo að þeir markaðir sem greiða það verð séu mjög takmarkaðir. Fyrst ekki geng- ur betur að selja þessar vörur eins og gengi krónunnar er í dag erum við mjög efins um að útflutningur geti gengið nema í takmörkuðu mæli en það þýðir ekkert annað en halda áfram að reyna. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjörvi, ostur, grænmeti og vínber. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heilsteikt lambalæri eða hryggur, síðan er nautakjötið alltaf vinsælt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er þegar við fluttum í íbúðarhúsið 1. desember 1990 og hættum að keyra yfir Víkurskarðið til mjalta. 1 7 9 8 2 6 8 1 9 4 5 2 6 7 8 1 3 7 9 5 4 1 6 3 7 3 4 4 6 9 8 1 9 8 2 4 3 5 8 4 6 7 3 4 2 7 8 9 2 3 1 3 4 6 8 9 6 7 3 5 1 6 8 9 5 7 9 8 1 6 8 3 7 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Brugðið á leik með börnunum Undanfarnar vikur hefur Stóra Disney-matreiðslubókin verið í efsta sæti á sölulista bókaversl- ana svo greinilegt er að hún er vinsæl hjá matgæðingum lands- ins og börnum þeirra. Í bókinni eru yfir 100 spennandi upp- skriftir og eiga þær það allar sammerkt að vera einfaldar svo tilvalið er að leyfa stálpuðum börnum að spreyta sig undir handleiðslu fullorðinna. Súkkulaðibita möffins Mínu músar > Um 15 möffins 150 g sykur 150 g smjör 3 meðalstór egg 160 g hveiti 1 tsk. kanill 2 tsk. lyftiduft 1 hnífsoddur salt 100 g dökkt súkkulaði litríkt sælgæti eða skrautsykur Hvítt rjómaostakrem 2 dl flórsykur 1 tsk. vanillusykur 60 g rjómaostur 30 g smjör Aðferð: Hitið ofninn í 200° C. Þeytið saman smjör og sykur, bætið eggj- unum saman við, einu í einu og hrærið í um það bil hálfa mín- útu. Skerið súkkulaði mjög smátt, hrærið hveiti, kanil, lyftidufti, salti og súkkulaði saman við. Setjið í möffins-form og bakið í um það bil 15 mínútur við 200°C. Kökurnar eiga að vera gullinbrún- ar og bakaðar í gegn, leyfið kök- unum að kólna á meðan kremið er búið til. Hrærið öllu hráefni í kremið vel saman og smyrjið á kökurnar þegar þær hafa kólnað. Skreytið kökurnar með litríku sælgæti eða skrautsykri. Einfaldi eftirrétturinn hans Guffa > Fyrir 4-6 1-2 bakkar jarðarber 1-2 bakkar bláber 1 stór poki súkkulaðirúsínur Vanilluís Aðferð: Skolið berin og hitið grill eða ofn í 150° C. Skerið jarðarberin í tvennt og hellið í álform, setj- ið síðan bláberin í formið. Hellið súkkulaðirúsínum saman við og hrærið með skeið svo allt bland- ist saman. Bakið í ofni eða setjið bakkann á grillið þar til þið sjáið að rúsínurnar eru orðnar glans- andi, þá er súkkulaðið aðeins farið að bráðna og rétturinn er tilbúinn. Berið fram með vanilluís. /ehg Þær eru girnilegar og litríkar möffins-kökurnar hennar Mínu músar og börnin hafa gaman af að hjálpa til við baksturinn og skreytinguna. MATARKRÓKURINN Bærinn okkar Dæli Fjölskyldumynd sem tekin var við útskrift Sigríðar frá MA í vor. Frá vinstri eru Geir, Bjarni, Úlla, Sigríður, Steinþór, Hannes og Margrét. Flóamarkaðurinn í Dæli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.