Bændablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | fimmtudagur 2. desember 2010
Á vegum Fornleifaverndar rík-
isins eru starfandi minjaverðir
á sjö skipulögðum minjasvæð-
um á Íslandi. Þeir eru fulltrúar
Fornleifaverndar á landsbyggð-
inni en hlutverk þeirra er m.a.
að hafa umsjón með menningar-
minjum á minjasvæðum og vinna
að verndun þeirra, skráningu
og kynningu og hafa með þeim
eftirlit. Minjavörðum er uppá-
lagt að kynna almenningi, sveit-
arstjórnum, skipulagsaðilum og
öðrum þeim, er málið kann að
varða, þjóðminjalög, reglugerðir
og réttar stjórnsýsluleiðir varð-
andi umhverfismat og skipulags-
mál. Eðli málsins samkvæmt eru
minjaverðir í miklum samskiptum
við íbúa á sínum svæðum og oft
á tíðum bændur og aðra landeig-
endur.
Einn af minjavörðum
Fornleifaverndar er Uggi
Ævarsson en hann starfar
sem minjavörður Suðurlands.
Hann hefur aðsetur í gamla
héraðsskólanum í Skógum
undir Eyjafjöllum og er þar í
góðu nábýli við byggðasafnið.
Bændablaðið ræddi við Ugga
um starfsemi minjavarðar
Suðurlands en rúmlega eitt og
hálft ár er síðan hann tók við
starfinu. Umdæmi minjavarð-
ar Suðurlands nær frá Selvogi
í vestri, norður í Langjökul
og austur á milli jökla að
Skeiðarársandi í austri.
Hagnýtum menningararfinn
Starf minjavarðar snýst fyrst og
fremst um velferð fornleifa í land-
inu, um það að vinna úr og hag-
nýta menningararfinn á sem fjöl-
breytilegastan máta, að sögn Ugga.
„Minjavernd getur tekið á sig ýmsar
myndir og þrátt fyrir að ákveðið
verklag sé haft að leiðarljósi eru mál,
sem upp koma, ávallt háð túlkun og
kringumstæðum. Að vernda fornleif-
ar getur til að mynda ýmist falið í sér
að grafa upp tóft eða að sjá til þess að
hún verði ekki grafin upp, allt eftir
atvikum. Minjaverðir beita sér fyrir
því að vekja áhuga fólks á fortíðinni.
Þeir reyna að byggja brýr á milli
hagsmunahópa í því augnamiði að
samvinna og samstarf um rannsóknir
og nýtingu minja verði mögulegt og
að upplýsingagáttin milli rannsak-
enda og almennings haldist galop-
in,“ segir Uggi. Hann leggur áherslu
á mikilvægi þess að minjaverðir séu
til staðar út um land og þjóni sem
nokkurskonar vettvangur eða brú á
milli fólks í héraði og rannsakenda,
t.d. fornleifafræðinga. „Fólk skyldi
ekki veigra sér við að hafa samband
við minjaverði á sínu svæði, hvort
heldur sem er vegna jarðfundinna
gripa, húsa, tófta eða örnefna sem
eru að týnast. Það er okkar hlutverk
að stuðla að auknum rannsóknum á
menningararfinum, hvort heldur sem
um er að ræða heimildavinnu, forn-
leifaskráningu eða uppgröft.“
Uggi segir að gróflega megi segja
að vinna minjavarðar Suðurlands
felist í skipulagi og umhverfismati,
skráningu og kortlagningu fornleifa,
viðhaldi þeirra eða björgun og eftir-
liti með fornleifarannsóknum. Þá
reki ýmislegt annað á fjörur minja-
varðarins sem þurfi að sinna í dag-
legum störfum.
Skipulag og umhverfismat
Vettvangsferðir og umsagnaskrif
vegna skipulagsmála er viðvar-
andi vinna yfir árið, segir Uggi.
„Minjavörður fær senda umsagn-
arbeiðni vegna t.d. deiliskipulags
frá viðkomandi byggingarfulltrúa,
kynnir sér ritheimildir ef við á, fer
á vettvang til að taka út tiltekinn
byggingarreit eða lóð með tilliti til
fornleifa og skrifar svo umsögn. Oft
er engar fornleifar að sjá og eru þá
ekki gerðar athugasemdir við fram-
kvæmdina en stundum þarf að hnika
til byggingarreitum vegna fornleifa.
Ef um stærri svæði er að ræða er
framkvæmdaraðila gert að kaupa
þjónustu sjálfstætt starfandi forn-
leifafræðinga til að skrá viðkomandi
framkvæmdasvæði. Einnig kemur
fyrir að ráðast þarf í uppgröft áður en
byggingarframkvæmdir fara af stað
eða ef fornleifar koma óvænt í ljós
við framkvæmdir. “
Hverjir greiða fyrir rannsóknir?
Í ljósi þess að fornleifauppgröft-
ur og rannsóknir eru tímafrekar er
eðlilegt að spyrja hvort kostnaðar-
þátturinn vefjist ekki oft fyrir mönn-
um. „Samkvæmt Þjóðminjalögum
eru framkvæmdaaðilar flokkaðir
í tvennt, minni og stærri. Bændur
sem t.d. ætla að byggja sér sumar-
eða útihús á jörðum sínum heyra
undir „minni framkvæmdaaðila“,
sem þýðir að ríkissjóður stendur
straum af fornleifauppgreftri sem
verður í kjölfar þess að fornleifar
koma óvænt í ljós við framkvæmd-
ir. Ef ábúandi á hinn bóginn ákveður
að byggja ofan í rústir sem vitað er
um, þá snýr málið öðruvísi við og
hann gæti þurft að borga fornleifa-
rannsóknina sjálfur. Það verður að
segjast að lögin eru ekki skýr þegar
kemur að því að skilgreina á hvers
fjárhagslegu ábyrgð neyðarrann-
sóknir eru og eins er skilgreining á
„litlum“ og „stórum“ framkvæmda-
ðilum býsna handahófskennd. En
hugmyndin með slíku verkferli er að
bjarga þeim menningarverðmætum
sem ella væri rústað fyrir klaufaskap
eða hugsunarleysi.“
Ólöglegt að moka
mannvistarleifum í burtu
Uggi segir hlutverk minjavörslunnar
ekki síst að skapa aðstæður til að
hagnýta þá þekkingu sem verður
til við fornleifaskráningu eða
hverskyns uppgröft. Hins vegar
verði sá vettvangur ekki til nema
rannsóknir og skráning fari fram.
„Það er ótækt — hreint og beint
ólöglegt — ef framkvæmdaaðilar
líta svo á að betra sé að moka
mannvistarleifum í burtu heldur en
að hafa samband við minjavörð og
fá úr því skorið hverslags minjar er
um að ræða og hvað þær geta sagt
okkur um lifnaðarhætti genginna
kynslóða. Þrátt fyrir töluverðan
uppgröft og fornleifaskráningu á
síðustu áratugum er staðreyndin sú
að gríðarlegt verk er óunnið við að
koma fortíðinni í hús, ef svo má
segja. Eins má mikið bæta þegar
kemur að viðhaldi og kynningu á
þekktum fornleifum, t.d. friðlýstum
minjum.“
Skráning er meginforsenda
minjavörslu
Fornleifaskráning er ein
meginforsenda minjavörslunnar,
því erfitt er að vernda minjar sem
engin vitneskja er um. „Minjavörður
sinnir ekki fornleifaskráningu á
samkeppnismarkaði en hins vegar
þarf hann að sinna fornleifaskráningu
af því tagi sem aðrir sjá sér ekki hag
í að vinna eða sem ekki er í tísku í
fræðunum. Undir þá gerð má setja
skráningu, mat og kortlagningu
fornleifa sem eru í hættu vegna
náttúrulegra orsaka, s.s. vegna
vindrofs, landbrots af völdum
sjávar eða ágangi áa eða jökla. Slík
skráning er gríðarlega mikilvæg
en fyrst þarf að finna staðina —
kortleggja þá — og þvínæst að
meta ástand þeirra og ákvarða hvort
beita þurfi mótvægisaðgerðum. Það
getur verið nóg að skrá viðkomandi
fornleifar en stundum þarf að
notast við önnur meðul. Í sumum
tilvikum er eina úrræðið að grafa
upp fornleifarnar til að bjarga þeim
upplýsingum sem annars færu í
súginn. Sem dæmi má nefna að
hluti kumlateigs er að fara í Hólmsá
í Hrífunesi, Heiðarrétt á Síðu er að
fara í Skaftá og Fell í Mýrdal þar
sem Sr. Jón Steingrímsson bjó er
á hraðri leið í ána Klifanda. Svona
mætti lengi telja,“ segir Uggi og
biðlar til Sunnlendinga að láta sig
vita af fornleifum sem eru í hættu af
náttúrulegum orsökum.
Mikilvægt að „tappa af“ vitneskju
um eyðibýli
Kortlagning eyðibýla er annað afar
aðkallandi verkefni sem þarf að
vinna á vegum Fornleifaverndar,
segir Uggi. „Nú sem aldrei fyrr ligg-
ur fyrir kapphlaup við tímann, þar
eð sú kynslóð sem síðust gekk um
landið ríður skætinginn að móðunni
miklu. Gjarnan er það svo að fólk
fer að rifja upp og leggja sig eftir
því sem foreldrar eða afar og ömmur
sögðu því um gömul eyðibýli þegar
það tekur að reskjast. Mikilvægt er
því að tappa vitneskjunni af og fá
leiðsögn um staðsetningu býlanna
og aðrar upplýsingar sem fólk kann
að lúra á.“
Kreppan hefur áhrif
Skyldi kreppan hafa sett strik
í reikninginn við fjármögnun
fornleifastarfa? „Nú á krepputímum
er við ramman reip að draga
því ætíð hefur verið erfitt að fá
fjármagn til uppgraftar eða til að
standa sómasamlega að viðhaldi
og kynningu menningarminja en
nú er allt í járnum. Það breytir því
ekki að minjavörður reynir að þoka
málum áleiðis,“ segir Uggi og
tekur dæmi um friðlýstar minjar í
Þjórsárdal þar sem minjavörður sé
í samstarfi við áhugahópa í héraði,
sveitarstjórn og menningarfulltrúa
uppsveitanna. „Annað dæmi eru
manngerðir hellar á Suðurlandi, sem
skipta tugum. Áætlað er að velja
nokkra hella og gera þá aðgengilega,
endurhlaða fordyri og halda þeim
við. Þetta verður vitanlega ekki
gert nema í samstarfi við ábúendur
og sveitarfélög. Hinir manngerðu
hellar eru sérstaklega einkennandi
fyrir Rangárþingin og því virkar það
svo gráupplagt fyrir landeigendur
— og minjaverndina — að hagnýta
hellana, gera þá aðgengilega
ferðamönnum“.
Af nógu að taka á Suðurlandi
Á allra síðustu misserum hafa ekki
farið fram stórir fornleifauppgreft-
ir á Suðurlandi að undanskildum
Þjótanda við Þjórsá. „Þegar landið
fer að rísa þyrfti að róa að því öllum
árum að slá í umfangsmiklar forn-
leifarannsóknir á Suðurlandi, því
af nógu er að taka,“ segir Uggi sem
vill jafnframt beina því til lesenda
Bændablaðsins á Suðurlandi að hafa
samband við sig ef þeir hafi áhuga-
verðar hugmyndir sem tengjast forn-
leifavernd. „Víða hafa heimamenn
haft frumkvæði að varðveislu og
viðhaldi fornminja en við viljum
gjarnan kanna hvort hægt væri að
virkja áhugasama í héraði til þess
að halda við minjum, t.d. að útbúa
upplýsingaskilti, hlaða upp vörður,
snyrta og merkja tóftir og hreinsa
hella undir leiðsögn minjavarðar.
Einnig mætti hugsa sér námskeiða-
hald af einhverju tagi í samstarfi við
sveitarfélög eða áhugahópa, fá sér-
fræðinga til að halda fyrirlestra eða
kenna gamalt handbragð eða eitt-
hvað þar fram eftir götunum,“ segir
Uggi Ævarsson að lokum en áhuga-
samir geta sent honum tölvupóst á
netfangið uggi@fornleifavernd.is
eða leitað upplýsinga á vefsíðunni
www.fornleifavernd.is.
Minjasvæði á
Íslandi eru:
• Vesturland
• Vestfirðir
• Norðurland vestra
• Norðurland eystra
• Austurland
• Suðurland
• Reykjanes
• Reykjavík
Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands:
Minjaverðir beita sér fyrir því
að vekja áhuga fólks á fortíðinni
— Kortlagning eyðibýla aðkallandi verkefni mynd | Eddi
Í Hrífunesi í Skaftártungu gróf Kristján Eldjárn ásamt fleirum fram 4-5 kuml
sem komu í ljós eftir því sem Hólmsáin braut úr bakkanum. Nú blasir að
líkindum enn eitt kuml við, því grjótið sem er að hrynja úr stálinu er ekki
komið þangað af náttúrunnar hendi. Mynd | Uggi
Heiðarrétt á Síðu var lögrétt Síðubænda fram á 8. áratug 20. aldar. Skaftá
étur úr bakkanum og er nú farin að sleikja syðstu dilkana. Mynd | Uggi