Fréttablaðið - 20.01.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 20.01.2012, Síða 24
samkvæmisklæðnað fyrir kon- unglegar veislur. „Þetta var tíma- frekt en skemmtilegt verk þar sem við köstuðum hugmyndum á milli þangað til við komumst að endanlegri niðurstöðu, sem varð blár kjóll fyrir nýársfögnuðinn og silfurgrár fyrir krýningar- afmælið. Ég get því ekki annað sagt en að samstarfið hafi gengið mjög vel og fékk skilaboð um að hún hefði verið rosalega ánægð.“ Birna útilokar ekki að verk- efnin frá danska félagsmálaráðu- neytinu eigi eftir að verða fleiri. „Ég er nokkuð viss um það. Við erum orðnar ágætis félagar og hún sagðist ætla að vera áfram í bandi.“ roald@frettabladid.is Framhald af forsíðu Þessum kóngabláa kjól klæddist Karen Hækkerup félags- málaráðherra í nýársfögnuði drottningar. Sá silfurgrái er í svipuðum anda. Anna og Kristján Þorsteinsbörn eru ánægð á nýjum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ósushi hefur opnað í nýjum húsakynnum í Pósthússtræti. Veitingastaðurinn Ósushi flutti á dögunum í nýtt húsnæði við Póst- hússtræti 13. Eigendurnir Anna og Kristján Þorsteinsbörn segja ýmsar breytingar fyrirhugaðar á starfseminni þótt áherslan verði eftir sem áður á ferskt og vandað sushi. „Við ætlum að bæta við núðlu- réttum og öðru í austurlenskum anda og fjölga eftirréttum,“ upp- lýsir Anna og tekur fram að breyt- ingarnar komi smám saman í ljós. „Svo ætlum við að prófa nýja hluti enda er einn helsti kostur þess að reka færibandastað sá að maður getur sett nýjan rétt á bandið og fengið viðbrögðin strax. Hvort sem manni líkar betur eða verr,“ segir hún og hlær. Þannig að færibandið víðfræga verður áfram á sínum stað? „Já, og meira að segja í stækkaðri mynd því við létum sérsmíða 25 metra band sem er með því lengra sem hefur sést. Kosturinn er sá að nú geta helmingi fleiri eða kringum fimmtíu manns raðað sér í kring- um það,“ bendir Anna á og bætir við að ein ástæða flutninganna sé sú að starfsemin hafi sprengt utan af sér húsnæðið við Lækjargötuna. „Satt að segja leið okkur orðið eins og í pylsuvagni. Nú er eldhúsið mun stærra og miklu betur fer um viðskiptavinina.“ Guðrún Atladóttir arkitekt hannaði staðinn sem Anna segir stílhreinan í anda matseldarinnar. Áherslan sé á notalegt andrúms- loft þar sem gestir í tímaþröng komi að öllu tilbúnu og hinum gef- ist kostur á að prófa spennandi rétti í rólegheitunum. „Svo hentar þetta fyrirkomulag, færibanda- staður, líka þeim sem koma einir því þarna gefst færi á að eiga í samræðum við sessunautana og kynnast nýju fólki.“ Þá getur Anna þess að staður- inn haldi úti öflugri heimsend- ingarþjónustu. „Við munum bæta úrvalið og opnum brátt heimasíðu þar sem hægt verður að panta rétt- ina beint, sem er snilld,“ segir hún og nefnir að á staðnum verði flottir bakkar til að taka með. - rve Kvöddu pylsuvagninn Djasstónleikar í Norræna húsinu annað kvöld. Danski djasstónlistarmaðurinn Kristian Blak, sem býr í Færeyj- um, heldur tónleika í Norræna hús- inu ásamt hljómsveitinni Yggdrasil annað kvöld klukkan 20.30. Boðið verður upp á vestnorræn- an djass ásamt grímu- og trommu- dansi. Grænlenski leikarinn og dansarinn Miké Thomson og Eyj- ólfur Þorleifsson saxófónleikari leika með og því viðbúið að útkom- an verði nýstárleg. Yggdrasill var stofnuð fyrir um 30 árum og hefur Kristian Blak ástríðu fyrir vestnorrænni djass- samvinnu. Auk hans skipa hljóm- sveitina: Miké Thomsen, tromm- ur og dans, Eyjólfur Þorleifsson, saxófónn, Kristian Blak, píanó, Angelika Nilesne, fiðla og Mikael Blak, bassi. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaferð um Grænland, Ísland og Færeyjar. Þeir hafa vakið alþjóð- lega athygli og mun hljómsveitin ferðast um Evrópu og Bandaríkin næstu mánuði og leika. Geggjuð djasstónlist Kristian Blak er þekktur djassgjeggari. UppskriftaWWWefurinn hefur að geyma fjölda uppskrifta að girni- legum forréttum, aðalréttum, eftirréttum og fleiru. Síðan er gagnvirk og gerir notendum fært að bæta við uppskriftum ásamt því að koma ábendingum á framfæri. Slóðin er www.eldhus.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.