Fréttablaðið - 20.01.2012, Side 26

Fréttablaðið - 20.01.2012, Side 26
2 föstudagur 20. janúar núna ✽ Gleðjið bóndann Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin H elga Lilja Árnadóttir, Berg-lind Hrönn Árnadóttir og Rakel Sævarsdóttir opnuðu verslunina og galleríið 20Bé í desember. Þar fæst íslensk fata- hönnun í bland við íslenska grasrótarlist. Fatahönnuðirnir Helga Lilja og Berglind Hrönn ráku saman popup-verslunina Work Shop síðastliðið sumar. Það tókst svo vel að þær ákváðu að endurtaka leikinn og opnuðu verslun við Laugaveg 20b. Rakel Sævarsdótt- ir og Þórdís Árnadóttir sem reka vefgalleríið Muses.is bættust svo í hópinn og fæst því bæði íslensk fatahönnun og íslensk myndlist í versluninni. „Við seljum föt á konur og myndlist fyrir alla. Samstarfið hefur gengið mjög vel fram að þessu og búðin er mjög heimil- isleg vegna listaverkanna sem hanga á veggjunum,“ segir Helga Lilja. „Hingað hefur fólk komið til að skoða föt til að kaupa og gengið út með listaverk, sem er mjög skemmtilegt.“ Helga Lilja hannar kven- fatnað undir nafninu Helicop- ter en Berglind Hrönn hann- ar undir heitinu Begga Design. Að sögn Helgu Lilju hanna þær helst kjóla og boli auk fylgihluta. „Berglind er með fallega siffonk- jóla og kögurhálsmen en ég er mest með kjóla og boli. Svo selj- um við einnig fylgihluti eins og belti, kraga og veski frá Áróru.“ Aðspurð segir Helga Lilja þær allar skiptast á að standa vakt- ina í versluninni samhliða því að sinna hönnunarstarfinu. „Það er auðvelt að sameina búðarkonu- starfið og hönnunina því ég get nýtt tímann í búðinni í tölvu- vinnu og ýmis bréfasamskipti,“ segir Helga glaðlega. 20Bé er opin alla virka daga frá 11 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16. - sm Verslunin 20Bé selur íslenska fatahönnun og myndlist: HÖNNUN OG LIST UNDIR SAMA ÞAKI Fjölbreytt verslun Helga Lilja Magnúsdóttir, til hægri, og Rakel Sævarsdóttir reka saman verslunina 20Bé ásamt tveimur öðrum. Þar fæst íslensk hönnun í bland við íslenska myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDA BÓNDANUM Energy nefnist nýji ilmurinn frá Davidoff og er hann tilvalin gjöf handa ástinni í tilefni bóndadagsins. Til heiðurs Janis Söngkonan Bryndís Ásmundsdótt- ir flytur lög eftir Janis Joplin ásamt hljómsveit sinni á Gauk á Stöng 19. janúar næst- komandi. Bryn- dís söng lög Janis Joplin í rokksöngleikn- um Janis 27 sem var settur upp í Íslensku óperunni árið 2009. Hún var tilnefnd til Grímunnar sem besta söngkona ársins sama ár. Tónleikarnir fara fram á 69. afmæl- isdegi söngkonunnar sem lést að- eins 27 ára að aldri. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 1.500 krónur inn. Íslensk Hollywood-mynd Contraband, fyrsta Hollywood- kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, var frumsýnd á miðviku- daginn. Myndin er byggð á hinni íslensku Reykjavík Rotterdam og skartar sjálfum Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Með önnur stór hlut- verk fara Kate Beckinsale, Giov- anni Ribisi og Lukas Haas. Mynd- in er spennumynd af bestu gerð og heldur áhorfandan- um í heljargreipum frá upphafi til enda og ekki skemm- ir fyrir að sjá leik- aranum Ólafi Darra bregða fyrir í mynd- inni í hlutverki sjóara. 50% afsláttur af öllum vörum Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur Kaia Gerber, tíu ára gömul dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Craw- ford, er nýtt andlit barnafata línu tískuhússins Versace. Dóttirin fetar þar með í fótspor móður sinnar sem var í miklu upp- áhaldi hjá hönnuðinum Gianni Versace. „Kaia er mjög fótógenísk líkt og móðir hennar og það var yndis legt að hafa Cindy með okkur í stúdíóinu á meðan tökur fóru fram. Það var skemmtilegt að sjá Kaiu feta í fótspor móður sinnar,“ var haft eftir Donatellu Versace, yfirhönnuði tískuhúss- ins. Gerber er ekki eina stjörnu- afkvæmið sem leggur fyrir sig fyrirsætustörf á barnsaldri því Anais Gallagher, dóttir tónlistar- mannsins Noels Gallagher, sat nýverið fyrir hjá ljósmyndaran- um Mario Testino. - sm Dóttir Cindy Crawford andlit Versace: Fetar í fótspor móður sinnar Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni Kaia Gerber fetar ung í fótspor móður sinnar, fyrirsætunnar Cindy Crawford. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.