Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 14
14 10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Landsmót hestamanna var haldið í Reykjavík 25. júní til 1. júlí, og var aðstandendum sem og þátttakendum til mikils sóma. Með velheppnuðu móti hefur höfuðborgin sannað gildi sitt sem frábær landsmótsstaður enda voru aðstæður á Fákssvæðinu í Víðidal eins og best verður á kosið. Landsmót hefur mikla þýðingu fyrir hestaíþróttina og félagsstarf hesta- manna. Hestafólk á öllum aldri fær eitt- hvað við sitt hæfi hvort sem það starfar við fagið eða stundar hestamennsku sér til gamans. Ásamt því að vera skemmti- legur fjölskylduviðburður er mótið líka mikil mannlífsupplifun enda koma þátt- takendur hvaðanæva að af landinu. Landsmótið var haldið af Lands- sambandi hestamanna og Bændasam- tökunum í góðu samstarfi við Hesta- mannafélagið Fák og Reykjavíkurborg. Í október 2009 lýsti borgarráð yfir stuðningi við umsókn Fáks og í árs- byrjun 2010 var ákveðið að landsmót- ið yrði haldið í Reykjavík. Mótið ber upp á níutíu ára afmælisári Fáks og má með sanni segja að afmælisveislan hafi staðið í viku. Þar sem Landsmótið er alþjóðlegt stórmót eru miklar kröfur gerðar til aðbúnaðar og umgjarðar. Víðidalur er sannkölluð útivistarperla og gott starf hefur verið unnið við að fegra dalinn og bæta aðstöðu þar til hestamennsku og annarrar útiveru. Talið er að nú séu um 220 þúsund íslenskir hestar til í heiminum og þar af eru um 140 þúsund erlendis. Íslenski hesturinn er því vinsæll sendiherra, sem ber hróður landsins víða. Í ljósi þess þarf engan að undra að Landsmót er einn stærsti viðburður ársins í ferða- þjónustu á Íslandi. Þúsundir útlendra gesta komu á landsmótið og luku margir lofsorði á framkvæmd þess. Ástæða er til að skoða möguleika á frekari eflingu ferðaþjónustu í tengslum við hesta- mennsku og þar gæti Fákssvæðið í Víðidal gegnt mikilvægu hlutverki. Til dæmis mætti skoða hvort ekki væri hægt að fjölga þar viðburðum og mótum og nota afl ferðaþjónustunnar til að markaðssetja þá erlendis. Í ljósi nýrrar hótelspár fyrir Reykjavík má jafnframt skoða hug aðila í ferðaþjónustu til þess að reisa hótel í nágrenni við Fákssvæðið og aðra frábæra útivistarkosti á þeim slóðum; t.d. sund, stangveiði og skíði. Glæsilegt landsmót í Reykjavík Ferða- þjónusta Kjartan Magnússon borgarfulltrúi FERÐAFÉLAG BARNANNA Grasaferð og galdralækningar Á morgun, miðvikudag 11. júlí, kl. 17:00 Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir Ferðafélag barnanna býður í galdra- og grasalækningaferð á morgun, miðvikudaginn 11. júlí. Leitað verður að blómum og jurtum til að setja í salat, búa til lækningasmyrsl og svalarseið. Grasalæknir er með í för. Munið eftir plöntuhandbók, nesti og ílátum til að tína í. Mæting á bílastæðinu við Rauðhóla í Heiðmörk, kl. 17:00. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um 2 klst. Sjá nánar á heimasíðu Ferðafélags barnanna: www.allirut.is N æstu átján árin vantar 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík, samkvæmt áætlunum borgaryfirvalda. Samkvæmt endur skoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sem vonazt er til að taki gildi fyrir næsta vor, á að byggja langstærstan hluta, eða 12.200 íbúðir, vestan Elliðaáa og ekki reisa nein ný úthverfi, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Þetta er tímabær stefnumörk- un, en þó ekki algjörlega ný af nálinni. Svipuð stefna var í gildi í aðalskipulagi Reykjavíkur nýlið- inn fyrsta áratug aldarinnar en henni var ekki framfylgt nema að afskaplega litlu leyti. Borgin hélt áfram að þenjast út til austurs og þéttist lítið. Reykjavík er áfram strjálbýl bílaborg með svefn-úthverfum sem bera hvorki eigin verzl- unar- og þjónustustarfsemi né almennilegar almenningssamgöngur. Stundum hafa menn reynt að útskýra hina dreifðu borg með því að nýir borgarbúar hafi verið í nánum tengslum við náttúruna og hafi áfram viljað hafa rúmt um sig í borginni. Nú virðist það vera að breytast; ný kynslóð borgarbúa hefur vaxið úr grasi og vill búa þar sem borgin er þéttust, í eldri og grónari hverfum. „Allar kann- anir á markaði segja okkur að straumurinn liggi inn í borgina. Við sem borgaryfirvöld hljótum að svara því,“ segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu í gær. Skýr hagkvæmnisrök eru fyrir því að þétta byggðina í borginni. Hjálmar bendir á að gatnakerfið sé orðið meira en 1.000 kílómetra langt og dýrt í rekstri eftir því. Með því að þétta byggðina í eldri hverfum er fjárfesting í gatna- og veitukerfum nýtt betur og almenningssamgöngur verða hagkvæmari. Hækkandi eldsneytis- verð og áherzla margra á vistvænni samgönguhætti ýtir undir að borgin sé skipulögð þannig að auðveldara sé að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnu eða skóla og einkabíllinn sé ekki konungur borgar- skipulagsins. Þéttari borg á líka að geta verið betri, skemmtilegri og mannlegri borg þar sem götulíf þrífst og íbúarnir geta sótt verzlun og þjónustu í eigin hverfi. Það er samt alls ekki einfalt verkefni að þétta byggðina. Fram- kvæmdir við nýja íbúðabyggð inni í eldri hverfunum eru oft flóknari og dýrari en nýbyggingar á jaðri borgarinnar, meðal annars vegna þess að lóðir eru dýrari og taka þarf tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Fólkið sem fyrir er í grónu hverfunum er oft alls ekki hrifið af meiri þéttingu byggðarinnar og þá hefur það reynzt umtalsverð áskorun fyrir arkitekta að fella nýbyggingar að einkennum og svip eldri hverfanna. Stefnunni um þéttingu byggðar þarf að fylgja stefna um hvernig byggt er af virðingu fyrir því sem fyrir er. Meðal annars vegna kostnaðar og fyrirhafnar hefur tilhneiging verktaka verið sú að byggja fyrst og fremst „lúxusíbúðir“ eða íbúðir fyrir eldri borgara í grónum hverfum. Eigi þétting byggðarinnar að skila tilætluðum árangri og svara eftirspurn fólks á öllum aldri og með mismunandi efni eftir húsnæði, þurfa stjórnvöld að styðja við verktaka sem vilja líka byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fjöl- skyldufólk til kaups eða leigu. Áform um þéttingu byggðar vestan Elliðaáa: Þéttari byggð, betri borg Allt samkvæmt plani Tveir hælisleitendur komust inn í flugvél Icelandair og földu sig á klósettinu. Þar fundust þeir við hefðbundna skoðun áhafnar áður en farið var á loft. Fyrirtækið Isavia sér um öryggissvæðið sem flugvélin stóð á og hefur nú gefið út tilkynn- ingu um að öryggiskerfið hafi virkað. Þetta er athyglisvert. Það er sem sagt gert ráð fyrir því að menn geti valsað inn og út um flugvélarnar áður en þær taka á loft og ef áhöfnin finnur vesalings mennina og fimm tíma seinkun verður á flugi, hafi kerfið virkað. Vissulega stóð flugáhöfnin undir sínu og fór eftir því sem henni var fyrirlagt. Það kemur Isavia þó lítið við. Þarna var um örvæntingarfulla flóttamenn í leit að betra lífi að ræða. Hvað ef ein- hverjir aðrir hefðu verið á ferð, sem farið hefðu í eftirlitslausa vélina, skilið eitthvað eftir og haldið á braut áður en áhöfnin kom. Hefði Isavia líka sagt kerfið virka þá? Dýr skráning Háskóli Íslands hækkaði skráningar- gjöld sín í ár og kostar nú 60 þúsund að skrá sig. Það er dýr skráning og ekki örgrannt um að sá grunur læðist að manni að þarna sé einfaldlega um skólagjöld að ræða, en hlutirnir séu fegraðir með öðrum heitum. Háskólastofnun ætti kannski að ganga á undan með góðu fordæmi og kalla hlutina sínum réttu nöfnum. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.