Fréttablaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 30
10. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
Myndlist ★★★★ ★
Shoes off if you love Luton
Dominic From Luton
Gallerí skilti
Nú stendur yfir sýning breska
myndlistarmannsins Dominic
From Luton; Shoes Off If You
Love Luton, í Galleríi Skilti að
Dugguvogi 3 í Reykjavík. Dom-
inic From Luton er eins og nafnið
ber með sér frá bænum Luton í
Englandi. Í texta í sýningarskrá
segir að listamaðurinn hafi und-
anfarin ár einbeitt sér að eins
konar aðferðafræðilegri skrán-
ingu á uppvexti sínum í Luton, og
leiti fanga bæði í endurminning-
um sem tengjast fjölskyldu hans
yfir í einlæga skoðun á óróa-
kenndu samfélagi, eins og það er
orðað í skránni.
Sýningarstaðurinn og verk-
ið sjálft er skilti, ílangt á hæð-
ina, fest á húsvegg. Shoes Off
If You Love Luton er mynd af
húðflúraðri hendi (hendi lista-
mannsins) sem heldur á Reebok-
íþróttaskó sem ber við heiðskíran
og heiðbláan himinn.
Titill verksins er áskorun,
áskorun um að taka af sér skó-
inn ef maður elskar Luton, og
hylla bæinn. Það var einmitt það
fyrsta sem mér datt í hug þegar
ég stóð fyrir framan verkið, að
klæða mig úr öðrum skónum og
lyfta honum til himins. Ég hikaði
þó þegar ég áttaði mig á að mig
vantaði eiginlega allar forsendur
til að hafa skoðun á Luton, hvað
þá til að elska bæinn eins skilyrð-
islaust og listamaðurinn virðist
gera.
Skór sem haldið er á líkt og í
verkinu, hafa síðustu ár komist í
heimsfréttirnar í Austurlöndum
nær, þegar þeim hefur verið kast-
að að ráðamönnum í mótmæla-
skyni en í íslam er slíkt talið afar
móðgandi gjörningur.
Shoes Off If You Love Luton er
hins vegar lofgjörð, ætluð til að
beina athygli manna að heimabæ
listamannsins, og vekja von í
brjósti. Hér má því segja að sé
á ferðinni hálfgerð ferðamálalist
með markaðslegum en um leið
húmorískum undirtón.
Verkið sjálft er gerðarlegt, vel
frágengið og sérhannað til að
standast veður og vind. Ekki er
vanþörf á því þar sem sýningin
stendur fram í miðjan desember.
Skiltalist er víðar að finna á
höfuðborgarsvæðinu um þessar
mundir, en listahópurinn Learn-
ing Site í samstarfi við Jamie
Stapleton hefur sett upp fjölda
upplífgandi skilta víða í miðbæ
Reykjavíkur, til dæmis á Hverf-
isgötu 32 og Tryggvagötu 10,
og einnig á Völlunum í Hafnar-
firði, til dæmis Tjarnarvöllum
1 og Norðurhellu 5. Sýningin er
hluti af hinni ágætu Independent
People, myndlistarhluta Lista-
hátíðar í Reykjavík.
Á skiltum Learning Site er
unnið með bankahugtakið, og
eru verkin í samtali við fjár-
málahrunið og hina alþjóðlegu
bankakreppu. Til áhrifsauka þá
er skiltunum komið fyrir á bygg-
ingum sem grotnað hafa niður
eftir fjármálahrunið, eins og það
er orðað í sýningarskrá, og þar
með eru byggingarnar endur-
skilgreindar sem ýmiss konar
nýstárlegir bankar með óefnis-
legri innstæðu. International
Bank of Being, Global Bank of
Truth og Democratic Bank of
Everyday Things, má nefna sem
dæmi um þessa banka. Þessi
verk innihalda falleg skilaboð
til okkar allra um að huga að því
sem máli skiptir í lífinu.
Þóroddur Bjarnason
Niðurstaða: Upplífgandi og skýr
skilaboð á skiltum, með pólitískum
og markaðslegum undirtóni.
HVETJANDI SKILTI
SKÓRNIR AF Verkið Shoes Off If You Love Luton er skilti og er það sýnt í Galleríi Skilti í Dugguvogi 3. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Bækur ★★ ★★★
Sýslumaðurinn sem sá álfa
Ernir K. Snorrason
Sögur útgáfa 2012
Það er í meira lagi óvenjulegt að ný íslensk
skáldsaga skuli koma út á útfarardegi höfundar
hennar. Sú er þó raunin með þessa bók, en
höfundurinn, Ernir Kristján Snorrason, lést
fyrir skömmu og var til moldar borinn 8. maí
síðastliðinn. Ernir mun hafa unnið að Sýslu-
manninum sem sá álfa síðustu mánuðina sem
hann lifði.
Ernir starfaði sem geðlæknir en hafði ber-
sýnilega mikla ástríðu fyrir skáldskap. Á áttunda
áratugnum gaf hann út ljóðabókina Bölverkssöngva (1976) og skáldsöguna
Óttar ári síðar. Óttar vakti töluverða athygli, eða hefur í það minnsta verið lengi í
minnum höfð meðal þeirra sem kunnu að meta hana.
Ernir spreytir sig á glæpasagnaforminu í Sýslumanninum sem sá álfa. Eða er
kannski tímabært að tala um nýja bókmenntategund á Íslandi; hið svokallaða
hrunsagnaform? Innan þess er svigrúm fyrir sögur um Íslendinga sem fara um
víðan völl til þess að reyna að komast til botns í því hvað gerðist eiginlega hér í
hruninu og hvað olli því. Þegar eigum við þónokkrar hrunsögur.
Aðalsöguhetjan, sýslumaðurinn Björn (sem já, sér álfa og á við þá samskipti) er
bæði myrkfælinn og berdreyminn. Hann er þó svo næm manneskja að dóms-
málaráðherrann (iðulega kallaður Möllerinn) ræður hann til þess að rannsaka
málefni tengd hruninu. Eða eins og Björn segir sjálfur: „[Möllerinn] á í vandræð-
um með að rannsaka umfangsmikil spillingarmál á Íslandi. Hann fékk þá flugu í
höfuðið að gamall sýslumaður utan af landi gæti leyst öll hans vandræði.” (101)
Sú rannsókn leiðir Björn um allan heim, þar sem hann ræðir við mafíósann
Mister Barósó í Bandaríkjunum og menn tengda rússnesku mafíunni, fæst jöfnum
höndum við þá sem stunda peningaþvætti og japanskættaða launmorðingja, svo
aðeins fátt sé nefnt af því sem söguhetjan þarf að reyna í njósnastörfum sínum
fyrir íslenska ríkið. Öðrum þræði er sagan líka ástarsaga, þar sem Björn rekst á
gamla vinkonu, Bíbí, strax í upphafi og með þeim takast ástir.
Sýslumaðurinn sem sá álfa er ansi hressileg og greinilega skrifuð fyrst og fremst
til skemmtunar, bæði höfundinum sjálfum og lesendum. En kannski einmitt
vegna fjörsins og ritgleðinnar verður sagan æði óreiðukennd á köflum. Hér ægir
öllu saman; nýjar persónur bætast stöðugt inn í söguna, sem gerir hana tyrfnari
en hún þyrfti að vera, auk þess sem forgangsröðun höfundar er svolítið undarleg
á köflum; t.a.m. er dvalið óhóflega við hrossarækt fyrir austan fjall, en aðeins tæpt
á atburðum sem skipta raunverulega máli fyrir framvindu glæparannsóknarinnar.
Fleiri gallar eru á sögunni; á fléttu, stíl og persónusköpun.
Sem fyrr segir er ritgleðin ríkjandi í Sýslumanninum sem sá álfa. Svo mikil er
hún að sagan verður dásamlega sýrð á köflum (Gaui álfur, sem kennir Birni að
lesa hugsanir, er þar alls ekki skrítnastur kandidata!). Sá lesandi sem hér skrifar
gleðst fyrir hönd Ernis heitins Snorrasonar og aðstandenda hans, að honum skuli
hafa tekist að ljúka við skáldsögu á ævikvöldi sínu, en í formála skrifar Ernir að
hann óski sér þess að með henni nái hann að „vekja einhverjum bros og svolitla
gleði“. Og það tókst honum líka. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Niðurstaða: Meingölluð en afar hressileg hrunsaga í óvenjulegri kantinum.
HAUKUR GRÖNDAL Á KEXI Kvartett saxófónleikarans Hauks Gröndals kemur fram á djasstónleikum á Kexi í kvöld.
Með Hauki spila þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, bassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trommuleikarinn Matthías Hem-
stock. Þeir munu leika af fingrum fram sígræn lög úr Amerísku söngbókinni. Tónleikarnir hefjast um klukkan hálf níu.
Sýningin Nautn og notagildi var
opnuð um helgina í Listasafni
Árnesinga. Á sýningunni er efnt til
samræðu verka eftir á annað hundr-
að höfunda í þeim tilgangi að kanna
snertifleti milli myndlistar og hönn-
unar á Íslandi. Sýningin spannar
tímabilið frá öðrum áratug síðustu
aldar til samtímans og felur því í sér
yfirlit myndlistar- og hönnunarsögu
þar sem víða liggja saman þræðir.
Áherslur eru meðal annars fólgnar
í sýningarumgjörð sem skírskot-
ar til heimilisins. Heimilið er vett-
vangur þar sem mætast hlutir úr
heimum myndlistar og hönnunar;
hlutir er gefa tilverunni merkingu
sem gjarnan er á óræðum mörkum
nautnar og notagildis. Á sýningunni
er sjónum beint að slíkum mörkum –
en jafnframt að því landamæraleysi
sem gjarnan einkennir samtímann –
og skyggnst er eftir þeim sköpunar-
krafti sem brýtur af sér höft og skil-
greiningar.
Sýningarstjórar eru Anna Jóa og
Elísabet V. Ingvarsdóttir sem hafa
skapað sér fjölbreytta reynslu innan
myndlistar og hönnunar.
Nautn og notagildi
MYNDLIST OG HÖNNUN Sýningarumgjörðin skírskotar til heimilisins er þar mætast
hlutir úr heimi myndlistar og hönnunar.
Skemmtilegt að skafa!
ENNFLEIRIVINNINGAR!
NÝR
MIÐ
I!
Hrunhenda Ernis