Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 1
veðrið í dag
SKIPULAGSMÁL Eigendur meirihluta
Geysissvæðisins í Haukadal ætla
að ráðast í miklar framkvæmdir
og fjárfestingar á svæðinu.
Á næstunni stendur til að efna
til samkeppni um framtíðarskipu-
lag svæðisins. Þeir hafa auk þess
látið gera þjónustukannanir á
svæðinu í sumar þar sem fram
hefur komið að ferðamenn hafa
verið undrandi á því að ekki skuli
vera gjaldtaka þar. Starfsemin á
að skapa sex til tíu heilsársstörf.
Stofnfundur Landeigendafélags
Geysis ehf. var haldinn í gær. Að
félaginu standa eigendur 65 pró-
senta hverasvæðisins í Haukadal
sem ákváðu í fyrra að hefja undir-
búning að því. Formaður stjórnar
er Bjarni Karlsson, barnabarn
Bjarna Sigurðssonar frá Geysi.
Íslenska ríkið, sem á 35 prósent af
landinu, er ekki á meðal eigenda
félagsins.
Í minnisblaði sem landeigend-
urnir, að undanskildu íslenska
ríkinu, sendu Drífu Kristjáns-
dóttur, oddvita Bláskógabyggð-
ar, í lok maí, segir að ljóst sé að
hverasvæðið við Geysi í Haukadal
hafi látið á sjá í áranna rás. Meg-
intilgangurinn verði að vernda
og skipuleggja svæðið með til-
liti til „þeirrar miklu aukningar
ferðamanna sem koma til lands-
ins allt árið. Nýlegar rannsóknir
sýna að 75 prósent erlendra ferða-
manna sem koma til Íslands heim-
sækja svæðið. Skipuleg uppbygg-
ing getur því ekki beðið lengur.“
Því hafi þeir ákveðið að stofna
félag um hverasvæðið sem sjái
um verndun, uppbyggingu, fram-
kvæmdir og rekstur á svæðinu.
Ljóst sé „að um mikla fjárfestingu
er að ræða auk viðhalds á komandi
áratugum“.
Garðar Eiríksson, talsmað-
ur landeigendafélagsins, segir
að formanni og varaformanni
stjórnar þess hafi verið falið að
stíga fyrstu skref í þessa átt fyrir
næsta stjórnarfund. „Næsta skref
verður síðan að fara í viðræður
við ríkið um samstarfssamning
vegna þess að þarna þarf uppbygg-
ingu sökum fjölgunar ferðamanna.
Ágangurinn er orðinn það mikill,
enda heimsækir um hálf milljón
manns svæðið árlega.“
Spurður hvort til standi að hefja
gjaldtöku inn á Geysissvæðið til
að standa undir kostnaði við fyr-
irhugaðar framkvæmdir segir
Garðar það verkefni stjórnar
félagsins að taka ákvörðun um það
þegar fram í sækir. „Við höfum
gert þjónustukannanir á svæðinu
í sumar. Það má orða það þannig
að margur ferðamaðurinn er undr-
andi yfir því að það skuli ekki vera
gjaldtaka á ferðamannasvæðum á
Íslandi yfirhöfuð.“ - þsj / sjá síðu 10
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 24
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Bólstrun
veðrið í dag
6. september 2012
209. tölublað 12. árgangur
Erlendra
ferðamanna
sem koma til
Íslands heimsækja Geysis-
svæðið, samkvæmt nýlegri
rannsókn.
75%
VINNA MEÐ SKÓLANUM
„Flestir hafa unnið í sumar og vinna jafnvel með skól-
anum og safna
sér þannig fyrir
fatakaupum yfir
vetrarmánuðina “
RÍK AF FÖTUMBjörk á mikið af nýtísku-fötum, enda hefur hún vakið athygli fyrir fal-legan fatasmekk.MYND/VILHELM
B jörk Magnúsdóttir, 18 ára, nem-andi í Fjölbrautaskólanum í Garða-bæ segir að mikill áhugi sé á tísku meðal stúlkna í skólanum. Þær séu yfir-leitt vel klæddar og velti mikið fyrir sér tísku og förðun. Björk er sjálf þekkt fyrir að eiga safn af fallegum fötum og segist eiga stóran fataskáp. Það sé þó enginn metingur meðal nemendanna. „Flestir hafa unnið í sumar og vinna jafnvel með skólanum og safna sér þannig fyrir fatakaupum yfir vetrarmán-uðina,“ segir Björk sem er næstyngst fjögurra systkina. Hún segist vera með mestu fatadelluna á heimilinu. Þegar Björk er spurð um verslunar-venjur segist hún ferðast töluvert með foreldrum sínum til útlanda og fari þá gjarnan í búðir. „Við förum oft til Banda-ríkjanna en einnig til Evrópu. Ég fór fyrir stuttu til London og fannst sérstaklegaskemmtilegt að versl þ
Ég skoða tískublöð og velti fyrir mér því
nýjasta. Hausttískan er mjög að mínum
smekk, dökkir litir og mikið um jakka en ég er veik fyrir þeim. Keypti einmitt
fallegan jakka í Zöru nýlega sem ég hef
notað mikið.“
Björk segist fylgjast með fyrirsætum
á erlendum vettvangi í gegnum tísku-blöð og á netinu. „Ég hef gaman af því
að fylgjast með flestu sem varðar tísku
og förðun. Mér sýnist að stelpur á mín-
um aldri séu vel að sér um tískustrauma
og fylgist yfirleitt vel með. Ég er alltaf að
pæla eitthvað og er líklegast fatafíkill,“
segir Björk og hlær en hún er ákveðin
í að fara í nám til útlanda í viðskiptum
eftir stúdentspróf þótt fatahönnun heilli
hana líka.
Björk segist vera hrifin af hönnun Karls Lagerfeld hjá Chanel Hh
MIKILL TÍSKUÁHUGI TÍSKAN OG UNGA FÓLKIÐ Framhaldsskólarnir eru nýbyrjaðir og unga fólkið
mætir vel klætt til kennslustunda. Tískuáhugi er þó misjafnlega mikill eftir
skólum. Í Fjölbraut í Garðabæ er töluverður áhugi á fallegum fötum.
GLERAUGU VICTORIUVictoria Beckham hefur skapað sér nafn sem fatahönn-
uður á heimsvísu. Nú er hún að setja á markað gler-
augna-umgjarðir. Victoria segist þurfa að nota gleraugu
en hún finni sjaldnast umgjörð sem henni líki. Þess vegna
bjó hún hana til sjálf. Línan á að koma í búðir í október.
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Nuddrúlla-mýkir upp stífa vöðvaVerð: 5.470 kr.
teg Adelphi - í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 9.550,- 3 tegundir á buxum fást í stíl.
GLÆSILEGUR BAÐFATNAÐUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
BÓLSTRUNFIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2012 KynningarblaðHönnunFramleiðslaBólstrunHeimilisprýðiHreinsun
Með víðáttubrjálæði
Brynja Sóley Plaggenborg
sat í fjóra sólarhringa fyrir
utan ferðaskrifstofu og
hreppti heimsreisu.
fólk 62
Hver á að skora mörkin?
Margrét Lára verður ekki
með í lokaleikjunum í
undankeppni EM.
sport 58
KÓLNAR Í VEÐRI Í dag má víða
búast við norðvestan 5-13 m/s en
vindur verður hægari allra vestast.
Léttir til sunnan- og austantil en
fremur skýjað og stöku skúrir norðan-
lands. Kólnandi, einkum NV-til.
VEÐUR 4
9
5
6
7
9
TÓNLIST „Við komum eiginlega
ekki fleirum að. Það voru menn
sem komust ekki að núna sem
geta fyllt annað
kvöld,“ segir
hjartalæknir-
inn og tónlistar-
maðurinn Helgi
Júlíus Óskars-
son um fyrsta
hluta nýju tón-
leikaraðarinn-
ar Tónelskir
læknar taka
lagið.
Eins og nafnið bendir til er um
að ræða vaskan hóp lækna sem
tekur sér frí frá sínum krefjandi
læknastörfum til að stíga á svið
á Café Rosenberg á mánudags-
kvöldið. Auk Helga koma meðal
annarra fram þeir doktor Haukur
Heiðar Hauksson úr Diktu, sem
leikur eigin lög, og hjartalæknir-
inn Ragnar Danielsen, uppruna-
legur meðlimur Stuðmanna.
- fb / sjá síðu 62
Ólæknandi áhugi á músík:
Tónelskir læknar
stíga á svið
HELGI JÚLÍUS
ÓSKARSSON
LAGAÐ Í LAUGARDAL Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, var við störf í gær
ásamt starfsmanni, við að búa völlinn undir landsleik Íslands og Noregs annað kvöld. Kristinn sagði völlinn vera í
góðu ástandi, en nokkuð blautan. Veðurspá lofaði þó góðu þar sem stytta á upp fyrir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Geysisbændur í fjárfestingar
Landeigendur í Haukadal stofnuðu í gær félag um uppbyggingu Geysissvæðisins. Miklar framkvæmdir fyrir-
hugaðar. Gæti skapað sex til tíu heilsársstörf. Kannanir sýna að ferðamenn eru ekki fráhverfir gjaldtöku.
VERSLUN Sala á smjöri jókst um 20 prósent í
ágúst miðað við sama tíma í fyrra.
Þá varð almenn aukning á sölu
íslenskra mjólkurafurða í nýliðn-
um mánuði. Þetta kemur fram á
vef Landssambands kúabænda.
Sala á rjóma jókst einnig, en í
fyrrnefndri frétt segir að vafa-
laust megi rekja það að hluta til
góðrar bláberjasprettu í sumar.
Þá var aukning í sölu á drykkjar-
mjólk sem er að hluta til rakin til þess að
farið var að selja fernur með skrúfutappa.
Sigurður Loftsson stjórnarformað-
ur Landssambands kúabænda, er að
vonum ánægður með aukninguna
í sumar.
„Sumarmánuðirnir hafa geng-
ið vel og fjölgun ferðamanna hér
á landi virðist vera að skila sér í
aukinni sölu á mjólkurafurðum,“
segir Sigurður í samtali við
Fréttablaðið. - þj
Aukin sala mjólkurafurða í ágúst meðal annars rakin til fjölgunar ferðamanna:
Rjóminn rennur út á bláberin
Gríðarlegur ójöfnuður
Anna Elísabet Ólafsdóttir
býr og starfar í Tansaníu.
tímamót 38