Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 4
6. september 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 05.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,9717 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,78 123,36 194,97 195,91 153,93 154,79 20,659 20,779 21,05 21,174 18,197 18,303 1,5647 1,5739 186,64 187,76 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Rétt söfnunarnúmer í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir sýrlensk börn á flótta er 1900. Með því að senda sms með skilaboðunum „unicef“ í númerið styrkir fólk hjálparstarfið um 1.500 krónur. ÁRÉTTING SKIPULAGSMÁL Íbúasamtök 3. hverf- is, sem nær til Hlíða, Holta og Norðurmýri, segja umhverfismat á deiliskipulagstillögu um nýjan Landspítala við Hringbraut vera meingallað. Reynt sé að breiða yfir neikvæð áhrif aukinnar umferðar. Samtökin sendu inn athuga- semdir vegna tillögunnar, en frest- ur til þess rann út í gær. Þau benda á að í umhverfismatinu sé talið að áhrif svifryksmengunar vegna aukinnar umferðar séu óveruleg. Sú niðurstaða fáist með því að láta útreikninga vegna svifryks- mengunar eingöngu ná til útblást- urs bifreiða en ekki vegslits, sem þó sé um 85 til 90% af uppsprettu svifryksmengunar. Þetta sé tekið fram í matinu. Samtökin segja skipulagsyfir- völd ekki geta samþykkt tillöguna „þar sem skipulega er litið fram hjá uppsprettu mengunar vegna hennar og reynt er að breiða yfir neikvæð áhrif aukinnar umferð- ar,“ eins og segir í athugasemd- unum. Þá segja þau að staðallinn sem stuðst sé við í hljóðvistargrein- ingu vegna umhverfishávaða geri hvorki ráð fyrir að hluti bifreiða aki um á nagladekkjum né þeirri staðreynd að blautt geti verið í veðri. Vitað sé að þetta auki á hávaða. Þau segja ekki hægt að samþykkja tillögu sem notist við gögn sem byggi ekki á raunveru- legum aðstæðum. Íbúasamtökin hafa áhyggjur af því að byggingin muni stórauka umferð um nærliggjandi íbúa- hverfi, enda sé ljóst að núverandi stofnbrautir valdi ekki aukinni umferð. Endurskoða þurfi stað- setningu spítalans, eða ráðast í gerð stokks austur fyrir Lönguhlíð og Öskjuhlíðarganga. Bent er á að byggingarmagn hafi aukist gríðarlega frá því að staðsetningin var samþykkt, úr 120 þúsund fermetrum í 290 þús- und fermetra. Þá hafi ekkert tillit verið tekið til breyttra áherslna í nýju aðalskipulagi. Íbúasamtökin telja að forsendur staðsetningarinnar „hafi miðað við skipulag með hringakstur í borg- inni, með Holtsgöngum, Hlíðar- fæti og göngum undir Öskjuhlíð og Kringlumýrarbraut.“ Af þessu standi aðeins spítalinn eftir. kolbeinn@frettabladid.is Íbúar telja breitt yfir neikvæð áhrif spítala Íbúasamtök segja að reynt sé að breiða yfir neikvæð áhrif aukinnar umferðar við nýjan Landspítala í umhverfismati. Skipulagsyfirvöld geti ekki samþykkt til- löguna. Þá sé ekki gert ráð fyrir notkun nagladekkja eða bleytu á götum. LANDSPÍTALI íbúasamtökin segja að umferð um Miklubraut, austan Bústaðavegar/ Snorrabrautar, muni aukast um tæplega 50% eftir 1. áfanga spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Steinunn Valdís Óskarsdóttir var áhrifamaður í borgarstjórn Reykja- víkur þegar staðsetningu sjúkra- hússins var fagnað, meðal annars með vísan í nálægð við Háskóla Íslands og eflingu miðborgarinnar. Hún hefur nú upplýst að hún telji forsendur breyttar. „Mér er hins vegar ljúft og skylt að upplýsa að ég hef skipt um skoðun enda forsendur breyttar og fólk á að geta viðurkennt að það hafi á einhverjum tíma haft rangt fyrir sér. Ég skora hér með á þá sem ráða málum nú að hætta við þetta, það er aldrei of seint!“ Skipti um skoðun VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 29° 17° 16° 20° 21° 17° 17° 26° 20° 25° 30° 30° 15° 23° 20° 15°Á MORGUN 10-15 m/s NV-til, annars hægari. LAUGARDAGUR 6-15 m/s, hvassast SA-til. 9 2 38 5 4 75 6 7 8 77 13 9 9 12 11 7 8 3 5 9 4 6 10 10 7 7 4 4 6 KÓLNANDI Í dag ríkja NV-áttir víðast hvar en vindátt verður breytileg allra vestast. Það léttir heldur til sunnan- og austan- lands en N- og NV-til má búast við skúrum á stöku stað. Á morgun og laugardaginn lítur út fyrir bjart og fínt veður víða S- og SA-lands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SÝRLAND, AP „Það er of seint að tala um umbætur, nú er tími kominn á breytingar,“ sagði Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, um ástandið í Sýrlandi, þar sem Bas- har al Assad forseti reynir enn að berja niður uppreisn. Morsi segir að Assad ætti að draga lærdóm af nýlegri sögu, og vísaði þar til byltinga víða í arabaheiminum. Recep Tayyip Erdogan, for- sætisráðherra Tyrklands, tók enn dýpra í árinni og sagði Sýr- landsstjórn vera orðna að hryðju- verkastjórn: „Sýrland er að ganga í gegnum mikla mannúðarharm- sögu. Eins og venjulega gerir alþjóðasamfélagið því miður ekk- ert annað en að horfa upp á slátr- unina, fjöldamorðin og útrým- ingu múslima.“ Tyrkneska stjórnin hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Sýrlandsstjórnar allar götur síðan mótmæli og uppreisn hófust í landinu snemma á síðasta ári. Pattstaða virðist ríkja í borg- arastríðinu í Sýrlandi. Hvorki uppreisnarherinn né stjórnar- herinn hafa náð yfirhöndinni, en berjast af hörku í helstu borgum landsins með þeim afleiðingum að átökin hafa kostað vel á þriðja tug þúsunda lífið. - gb Leiðtogar Tyrklands og Egyptalands gagnrýna Assad Sýrlandsforseta: Of seint að tala um umbætur STJÓRNARHERMENN Bíða átekta í borginni Aleppo þar sem átök hafa geisað vikum saman. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Mæðgur af víetnömsk- um uppruna hafa verið ákærðar fyrir að stela fatnaði, skóm og snyrtivörum úr verslunum fyrir um fjórtán milljónir króna á síð- asta ári. Málið er eitt stærsta þjófnað- armál sem komið hefur upp á Íslandi, að því er sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær. Konurnar voru staðnar að verki í Smáralind í október í fyrra og í kjölfarið fannst gríðarlegt magn af þýfi á heimili þeirra. Ákæran á hendur þeim er 32 blaðsíður og mestmegnis upptaln- ing á þýfinu. Við þingfestinguna í gær tóku þær sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. - sh Mæðgur dregnar fyrir dóm: Hnuplákæra á 32 blaðsíðum HJÁLPARSTARF Átta verkefni frá sex félagasamtökum hafa fengið úthlutað ríkisstyrkjum vegna þróunarsamvinnu. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að framlög í þessari úthlutun nemi um 80 milljónum króna. Rauði krossinn fær styrk vegna tveggja verkefna, rúmlega átján milljónir, og SOS Barnaþorp fá sömuleiðis styrki vegna tveggja verkefna í Afríku, samtals tæp- lega tuttugu milljónir. Þá fær Barnaheill 12,3 millj- ónir, samtökin ENZA fá 4,7 millj- ónir, Íslandsdeild BIZER tæpar þrjár milljónir og Hjálparstarf kirkjunnar fær 22 milljónir til þróunarvinnu í Eþíópíu. - þj Styrkir til þróunarvinnu: 80 milljónir í átta verkefni ÞRÓUNARAÐSTOÐ Utanríkisráðuneytið úthlutaði áttatíu milljónum til félaga- samtaka í þróunarvinnu. PALESTÍNA, AP Hópur franskra rétt- armeinafræðinga heldur á næstu dögum til Ramallah á Vestur- bakkanum í því skyni að grafa upp lík Jassers Arafats, sem lengi var helsti leiðtogi Palest- ínumanna. Þetta fullyrð- ir ekkja Arafats og segist vonast til þess að þar með fáist skýring á dauða hans. Banamein Arafats var heila- blóðfall, en aldrei fékkst skýring á veikindum þeim sem hrjáðu hann síðustu vikurnar áður en hann dó í nóvember 2004. Í síðasta mánuði sögðu sviss- neskir vísindamenn að leifar af pólon 210, geislavirku efni, hefði fundist á fötum hans. - gb Frakkar á leið til Ramallah: Arafat verður grafinn upp JASSER ARAFAT TÉKKLAND, AP Dýragarðsvörður í Tékklandi var fluttur á sjúkra- hús með þyrlu í gær eftir að hafa orðið fyrir árás dvergflóðhests. Hin slasaða, Jana Myslivec- kova, var afar reynd í starfi en meiddist illa á fæti eftir viðskipti sín við dýrið. Hún hafði misst mikið blóð og var til aðhlynning- ar á gjörgæslu þar sem reynt var að bjarga fæti hennar. Dvergflóðhestar geta vegið allt að 275 kílóum og eru náttúruleg heimkynni tegundarinnar í vest- urhluta Afríku. - þj Dýragarðsvörður í Tékklandi: Slasaður eftir dvergflóðhest Sími: 580 5600 - plastprent.is Til afgreiðslu strax Sérfræðingar í umbúðalausnum Lyftigeta: 2500 kg. VANDAÐIR STERKAR - EINFALDAR - ÞÆGILEGAR Bretta- strekkivélar Pallettutjakkar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.