Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 10
6. september 2012 FIMMTUDAGUR10
HVERNIG ER
VEÐRIÐ Í DAG?
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
590 0100 | www.expressferdir.is
Innifalið: Flug með sköttum og
öðrum greiðslum, gisting í 19 nætur.
Verð á mann í tvíbýli í 19 nætur
125.000 KR.
LOS SALMONES **
ÍBÚÐAHÓTEL
KOALA GARDEN
SUITES HOTEL ***
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, gisting í 19 nætur.
Verð á mann í tvíbýli í 19 nætur
157.300 KR.
Kanarí
á kynningarverði!
Í vetur bjóðum við upp á ferðir til Kanaríeyja á frábæru verði. Skelltu
þér með okkur í sólina og slappaðu af á ströndinni, þú hefur gott af því!
BÓKAÐUNÚNA!
27. okt.–15. nóv.
FLUG ÁN HÓTELS
27. OKT.–15. NÓV
.
69.900 KR.
Flug með sköttum
og öðrum greiðslu
m.
DÓMSMÁL Gunnar Þ. Andersen,
fyrrverandi forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins (FME), neitaði í gærmorg-
un sök þegar sakamál, sem höfðað
hefur verið gegn honum fyrir brot
á þagnarskyldu, var þingfest. Þór-
arinn Már Þorbjörnsson, starfs-
maður Landsbankans, er einnig
ákærður fyrir þagnarskyldubrot
í málinu. Hann neitaði einnig sök.
Í ákærunni á hendur Gunn-
ari og Þórarni, sem Fréttablað-
ið hefur undir höndum, segir að
þeir séu ákærðir fyrir „brot gegn
þagnarskyldu, framin í Reykjavík
23. febrúar 2012, er ákærði Gunn-
ar Þorvaldur, sem þá var forstjóri
Fjármálaeftirlitsins fékk með-
ákærða Þórarin Má, sem þá var
starfsmaður Landsbanka Íslands
hf., til að afla gagna úr bókhaldi
bankans um viðskipti Bogmanns-
ins ehf. sem hann afhenti Ársæli
Valfells, að beiðni meðákærða, en
um var að ræða skjal sem sýndi
að Landsbanki Íslands hf. greiddi
kr. 32.700.000 inn á bankareikning
Bogmannsins ehf. 13. júní 2003.
Umræddum upplýsingum, sem
bundnar voru þagnarskyldu, kom
Ársæll síðan, að beiðni ákærða
Gunnars Þorvaldar, til fréttastjóra
DV sem nýtti upplýsingarnar við
ritun fréttar um viðskiptin sem
birtust í DV 29. febrúar 2012“.
Bogmaðurinn ehf. er í eigu
Ágústu Johnson, eiginkonu Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar alþingis-
manns. Félagið var áður í jafnri
eigu hjónanna. Í fréttinni sem
DV skrifaði, og byggði á skjalinu,
kom fram að greiðslan hefði verið
vegna sölu Guðlaugs Þórs á umboði
fyrir tryggingamiðlun svissneska
tryggingafélagsins Swiss Life,
sem hann seldi til Landsbankans á
þessum tíma. Umboðið hafði hann
eignast skömmu áður með því að
kaupa það af Búnaðarbankanum á
ótilgreindu verði.
Í ákæru ríkissaksóknara segir
að Gunnar hafi framkvæmt það
sem að ofan er lýst „í því skyni að
skapa umræðu um viðskipti félags-
ins og eiganda þess, Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar, við Landsbanka
Íslands hf., sem hann taldi óeðlileg,
og vegna þess að hann taldi Guð-
laug Þór hafa í opinberri umræðu
reynt að gera hann sem forstjóra
Fjármálaeftirlitsins tortryggileg-
an, sem og stofnunina“.
Í samtali við Fréttablaðið þann
5. mars síðastliðinn sagði Gunnar
að það hefði verið „fullyrt í mín
eyru, af mönnum sem ég treysti
og trúi, að Guðlaugur Þór hafi
komið gögnum til Kastljóss sem
umfjöllun þáttarins um mig byggði
á.“ Þar vísaði Gunnar í umfjöll-
un Kastljóss um aðkomu hans að
aflandsfélögum í eigu Landsbank-
ans þegar hann starfaði fyrir bank-
ann á árum áður. Sú umfjöllun setti
af stað atburðarás sem leiddi að
lokum til þess að Gunnari var sagt
upp störfum hjá FME.
Fyrir brot af því tagi sem Gunn-
ari er gefið að hafa framið ligg-
ur allt að þriggja ára fangelsi.
Auk þess er heimild í lögum til að
þyngja refsingu vegna brota sem
framin eru í opinberu starfi um
helming. Háttsemi Þórarins er
talin varða við lög um fjármála-
fyrirtæki. Við broti hans liggur allt
að tveggja ára fangelsi. Ekki náðist
í Gunnar Þ. Andersen við vinnslu
fréttarinnar.
thordur@frettabladid.is
Gunnar Andersen
segist vera saklaus
Sakamál á hendur Gunnari Andersen, fyrrum forstjóra FME, og ætluðum vit-
orðsmanni hans var þingfest í gærmorgun. Þeir eru ákærðir fyrir brot á þagn-
arskyldu. Gunnar vildi skapa umræðu um alþingismann samkvæmt ákæru.
SAKBORNINGAR Þórarinn Már Þorbjörnsson tekur í hönd Gunnars Þ. Andersen við þingfestingu sakamáls á hendur þeim í
gærmorgun. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa brotið gegn þagnarskyldu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lögmenn hinna ákærðu lögðu fram frávísunarkröfu við
þingfestingu málsins í gærmorgun. Ástæða hennar er
sú að þeir telja Helga Magnús Gunnarsson vararíkis-
saksóknara, sem sækir málið, vera vanhæfan til að
fara með það. Spurður hvað það væri sem þeir teldu
gera Helga Magnús vanhæfan vildi Guðjón Ólafur
Jónsson, lögmaður Gunnars, ekki svara því. „Það er
það sem ég ætla að ræða við dóminn.“
Helgi Magnús segist sjálfur ekki hafa hugmynd
um hvað það sé sem Gunnar telji að geri sig van-
hæfan. „Leiðir okkar hafa vissulega legið saman
þegar ég var í efnahagsbrotadeild en það voru lítil
samskipti og bar engan skugga á. Þá sótti ég
um embætti forstjóra Fjármálaeftir-
litsins um leið og Gunnar. Ég sé
ekki hvernig nokkuð af þessu
ætti að leiða til vanhæfis míns.“
Telja Helga Magnús vanhæfan
SKIPULAGSMÁL Eigendur meirihluta
Geysissvæðisins í Haukadal ætla
að ráðast í miklar framkvæmdir og
fjárfestingar á svæðinu. Þeir stofn-
uðu Landeigendafélag Geysis ehf. í
gær utan um verkefnið.
Í minnisblaði sem landeigend-
urnir sendu Drífu Kristjánsdóttur,
oddvita Bláskógabyggðar, segir að
þeir hafi sammælst um að standa
myndarlega að uppbyggingu svæð-
isins þannig að það „geti á eðlilegan
hátt tekið á móti þeim fjölda ferða-
manna sem heimsækir svæðið á
hverju ári“. Því ætla þeir að ráðast
í „skipulagða verndun og uppbygg-
ingu á svæðinu í þeim tilgangi að
ein helsta perla Bláskógabyggðar
haldi sínum sess sem vinsælasti
áfangastaður ferðamanna á Íslandi.
Ljóst er að um mikla framkvæmd
og fjárfestingu er að ræða“.
Á stofnfundinum var ákveðið að
boða til samkeppni um framtíðar-
skipulag svæðisins. Í minnisblaðinu
stendur að til standi að útbúa það
„þannig að ferðamenn geti farið
inn á það allt árið, valið stuttar og
langar gönguleiðir innan svæðisins,
fræðst um eðli þess og gersemar.
Félagið áætlar að starfsemin geti
skapað um sex til tíu störf“. - þsj
Meirihluti landeigenda hverasvæðisins í Haukadal stofnar félag:
Samkeppni um skipulag Geysis
STROKKUR Geysissvæðið er einn
vinsælasti viðkomustaður erlendra
ferðamanna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM