Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 16
6. september 2012 FIMMTUDAGUR16
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
v
a
u
ar
a
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
s
ð
i
fe
rð
ir
ás
k
r
ilj
a
sé
r
ré
tt
t
ele
il
le
ið
ré
t
iðið
tin
g
a
sl
á
s
lík
u.
ík
A
th
. a
ð
v
e
að
að
e
g
e
rð
g
et
ur
b
t
ey
st
re
ys
re
ys
n
f
á
n
fy
rir
v
y
ararar
a.a.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
M
5
•
N
M
54
12
2
4
Síðustu sætin í haust – ótrúlegt verð
frá kr. 106.900
11 nætur með allt innifalið
Heimsferðir bjóða síðustu sætin í haust. Núna erum við með
einstök tilboð á nokkrum hótelum.
Frá 108.900 – með allt innifalið í 11 nætur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi á
hótel Shark. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 129.900 á mann.
Sértilboð 14. september í 11 nætur.
Frá 106.900 – með allt innifalið í 11 nætur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára, í fjölskyldu-
herbergi á Bitez Garden.
Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 127.800 á mann.
Sértilboð 5. október í 11 nætur.
Tyrkland
14. sept. – 11 nætur
25. sept. – 10 nætur
5. okt. – 11 nætur
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist
alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Þráinn á tökkunum og
Gissur með fréttirnar
NOREGUR Hundruð manna mættu
í gær til minningarathafnar um
Sigrid Giskegjerde Schjetne, sex-
tán ára stúlku sem fannst látin á
mánudagskvöld, mánuði eftir að
hún hvarf.
„Þetta er ótrúlegt. Fólk hefur
komið langar leiðir. Þetta er engu
líkt,“ sagði Geir Strand, talsmað-
ur fjölskyldu stúlkunnar, í viðtali
við norska dagblaðið Aftenposten.
Bæði fjölskylda hennar og
norska lögreglan þökkuðu þúsund-
um sjálfboðaliða sem tóku þátt í
leitinni að henni, sem stóð yfir í
fjórar vikur.
Hún fannst vafin inn í plast
í um það bil fimmtán mínútna
göngufjarlægð frá staðnum þar
sem hún hvarf að kvöldi 4. ágúst.
Hún hafði lagt af stað fótgangandi
heim til sín frá vinkonu sinni.
Lögreglan telur að tilviljun ein
hafi ráðið því að Sigrid varð fyrir
barðinu á morðingjunum. Árásin
hafi ekki verið skipulögð fyrir-
fram.
Lögreglan hefur samt enn ekki
gefið upplýsingar um dánarorsök
stúlkunnar en biður um ábend-
ingar frá almenningi, sem gætu
gagnast við rannsókn málsins.
„Við getum ekki sagt neitt
meira um það sem gerðist og
vinnum í dag út frá nokkrum
kenningum,” segir Hanne Krist-
in Rohde hjá norsku rannsóknar-
lögreglunni.
Tveir menn hafa verið hand-
teknir, grunaðir um að hafa myrt
stúlkuna. Annar þeirra er 37 ára
en hinn 64 ára. Þeir þekkjast vel,
eru sagðir hafa kynnst í gegnum
sameiginlegan áhuga á bílum.
Yngri maðurinn hefur langa
sögu um geðtruflanir og ofbeld-
ishegðun. Í vor hugðust læknar
leggja hann inn á geðdeild, gegn
vilja hans, en hann andmælti og
var ekki lagður inn.
Samkvæmt norskum fjölmiðl-
um var það ábending um and-
legt ástand hans, sem barst lög-
reglu frá ættingja hans, sem varð
til þess að grunur féll á þessa
tvo menn og leiddi til handtöku
þeirra.
Báðir neita þeir sök og báðir
segjast reyndar hafa fjarvistar-
sönnun, sem útiloki þá frá því að
hafa átt hlut að morðinu á Sigr-
id. Sá eldri kom til vinnu í prent-
smiðju nokkru eftir miðnætti
nóttina sem hún hvarf og ók síðan
með blöð snemma morguns.
Þá hefur norska ríkisútvarpið
rætt við kunningja eldri manns-
ins. Kunninginn segir að sá hafi
síðastliðinn föstudag trúað honum
fyrir því, að sig grunaði að vinur
hans hafi átt hlut að hvarfi stúlk-
unnar. Þess vegna telur kunning-
inn litlar líkur á að eldri maður-
inn hafi átt hlut að morðinu.
Mennirnir tveir verða leiddir
fyrir dómara í dag og farið fram
á gæsluvarðhald yfir þeim báðum.
gudsteinn@frettabladid.is
Sjálfboðalið-
um þakkað
Hundruð manna tóku þátt í minningarathöfn um
Sigrid Schjetne í Noregi í gær. Lögreglan hefur enn
ekki gefið upplýsingar um dánarorsök hennar.
SIGRID GISKEGJERDE SCHJETNE Fannst látin á mánudagskvöld, mánuði eftir að hún
týndist. MYND/NORSKA LÖGREGLAN
SAMFÉLAGSMÁL Grasrótarsamtökin Stóra systir
sendu út beiðni til almennings í vikunni og köll-
uðu eftir aðstoð við að uppræta vændi í samfé-
laginu. Samtökin svöruðu nokkrum spurningum
fyrir Fréttablaðið í gegn um tölvupóst. Hafið þið
fengið mikil viðbrögð?
„Já. Það er ástæðan fyrir því að við sendum
út þessa fréttatilkynningu. Fólk hefur haft sam-
band og vill vita hvernig það geti hjálpað og
verið með í baráttunni gegn vændi. Síðastliðna
mánuði höfum við fengið margar ábendingar
sem hafa hjálpað okkur mikið í rannsóknarstarfi
okkar,“ segir í svarinu. Stóra systir segir fjöl-
marga, bæði karla og konur, hafa sett sig í sam-
band til að þakka okkur fyrir að halda áfram í
baráttunni.
Þar á meðal konur sem þekkja vændi af eigin
raun sem eru þakklátar fyrir okkar starf. Það
þykir okkur mjög vænt um. Það eru ekki síst
þessi bréf sem halda okkur við efnið.“
Hafa ykkur borist hótanir? „Já, okkur hefur
verið hótað kæru en við bíðum enn þá eftir henni.
En við höfum við ekki gert neitt ólöglegt þannig
að við erum sallarólegar.“ Þær segja meðvitund
fólks um alvarleika og afleiðingar vændis hafa
vaxið að undanförnu og þó að lögregla hafi ekki
nýtt sér upplýsingar frá samtökunum liggi árang-
urinn ekki síst í aukinni umræðu.
Stóra systir vill ekki svara því hvort von sé á
frekari uppljóstrunum frá þeim í takti við nafna-
listann yfir kaupendur sem var afhentur til lög-
reglunnar. „Það mun koma í ljós,“ segja þær. - sv
Fjölmargir hafa sett sig í samband við Stóru systur og þakkað henni fyrir baráttustarfið gegn vændi:
Stóra systir sallaróleg yfir kæruhótun
VIÐ ERUM RÉTT AÐ BYRJA Stóra systir vill ekki upplýsa
Fréttablaðið um hvort von sé á fleiri nafnalistum yfir
vændiskaupendur frá þeim í bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÍLAGUÐINN BORINN UM STRÆTI
Í Múmbaí á Indlandi fylgdust íbúar
með þegar stórt líkneski af fílaguð-
inum Ganusha lávarði var borið um
göturnar, en hátíð helguð honum
hefst síðar í mánuðinum.
NORDICPHOTOS/AFP