Fréttablaðið - 06.09.2012, Page 20

Fréttablaðið - 06.09.2012, Page 20
6. september 2012 FIMMTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Auglýst er e ftir verkefnum á sviði: Atvinnuþróunar og byggðamála Velferðar- og vinnumarkaðsmála Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013. Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra. Umsóknafrestur er til 30. nóvember 2012 Frekari upplýsingar um IPA og umsóknargögn eru aðgengileg á slóðinni: www.byggdastofnun.is/ipa Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum á næstunni: Grand hóteli Reykjavík 10. september kl. 13-17.30 Háskólanum á Akureyri 11. september kl. 13-17.30 Hótel Héraði á Egilsstöðum 12. september kl. 13-17.30 Hægt verður að fylgjast með fundinum þann 11. september á vefsíðu Byggðastofnunar. Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Tilkynna þarf um þátttöku á netfangið ipa@byggdastofnun.is með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. 14,3 MILLJARÐAR KRÓNA var heildarvelta á millibankamarkaði í ágúst. Þar af námu gjaldeyriskaup Seðlabankans 1,79 milljörðum króna. Ísland situr sem fastast í 30. sæti á lista Alþjóðaefnahags- ráðsins (World Economic Forum) um samkeppnishæfni þjóða. Í umsögn ráðsins kemur fram að íslenska hagkerfið sé framar- lega þegar kemur að stofnunum og innviðum samfélagsins, heil- brigðiskerfi og menntakerfi. Þá telur ráðið að hér á landi sé frjór jarðvegur fyrir nýsköpun auk þess sem vinnumarkaðurinn þykir sveigjanlegur. Á móti er bent á í skýrslunni að heimamarkaður sé lítill, staða efnahagsmála flókin auk þess sem fjármálamarkaðurinn þykir veikur. - mþl Samkeppnishæfni þjóða: Íslenska hag- kerfið í 30. sæti Algengt vandamál hjá fyrirtækjum er að leggja mikla vinnu í stefnumótun en mistak- ast svo að hrinda stefnumótuninni í fram- kvæmd á fullnægjandi hátt. Þetta segir Jereon de Flander, belgískur metsöluhöfund- ur og sérfræðingur í innleiðingu stefnumót- unar. Fréttablaði ræddi í vikunni við de Flander sem verður aðalfyrirlesari á ráðstefnu Capa- cent í Hörpu 20. september næstkomandi sem ber yfirskriftina: Frá stefnu til árang- urs. Á ráðstefnunni mun de Flander fjalla um hvernig hægt er að taka skrefið frá stefnu- mörkun til aðgerðaáætlunar og mun hann byggja á rannsóknum sínum og viðamikilli starfsreynslu. „Fyrir það fyrsta er mikilvægt að hafa í huga að stefnumótun og innleiðing eru tveir ólíkir hlutir. Þú þarft í raun einungis tvo snjalla einstaklinga til að móta góða stefnu. Þú læsir þá inni í herbergi í tólf vikur og þá ættu þeir að koma út aftur með vel heppnaða stefnumótun. Til að innleiða hana almenni- lega þarf hins vegar alla starfsmenn fyrir- tækisins. Það má líkja því við að borða fíl. Það gengur einungis upp ef allir taka lítinn bita,“ segir de Flanders og bætir við að þar að auki taki mun lengri tíma að innleiða stefnu- mótun í fyrirtæki en að móta stefnuna. Spurður hvað fyrirtæki þurfi að gera til að forðast að falla í þá gryfju að gleyma vand- aðri stefnumótun ofan í skúffu svarar de Flander: „Í fyrsta lagi held ég að fyrirtæki verði að vera meðvituð um þessa hættu. Til að gefa þér hugmynd um hve mikil hún er get ég nefnt að viðskiptatímaritið Harvard Bus- iness Review framkvæmdi rannsókn á þessu. Niðurstaðan var sú að um helmingur allra markmiða sem meðalfyrirtækið setur sér við stefnumótun týndust við innleiðingu stefnu- mótunarinnar. Það er eins og að stefna á Ólympíugull en takast ekki einu sinna að vinna Suður- landsmótið. Fæstir gera sér grein fyrir þessu og það er því það fyrsta sem fyrirtæki ber að gera; átta sig á vandanum.“ De Flander segir enn fremur að margir stjórnendur geri þau mistök að láta undirmenn sína um innleiðingu stefnumótunar. Það sé óráð því innleiðingin þurfi að eiga sér stað á öllum stigum fyrirtækisins, hún verði með öðrum orðum að verða partur af menningu fyrirtækisins. Allir starfsmenn þurfi að vera með stefnumótunina í huga. „Að lokum er mikilvægt að innan fyrir- tækja sé kunnátta á því hvernig breyta megi hugmyndum og stefnu í verk- efni sem starfsmenn geta svo tekið að sér og klárað. Það er einungis á síðustu árum sem sú færni og stefnumótunarinn- leiðing í víðara samhengi hefur orðið hluti af náminu í flestum viðskiptaháskólum. Fyrir fáum árum voru bara tveir við- skiptaháskólar í heiminum sem kenndu þetta og því hafa fæstir stjórnendur á vinnu- markaðnum í dag lært form- lega um stefnumótunarinn- leiðingu. Mín ráðlegging til stjórnenda er því að kynna sér þessi fræði og þjálfa starfsmenn fyrirtækisins upp í þeim.“ magnusl@frettabladid.is Einn nefndarmaður í peninga- stefnunefnd Seðlabankans vildi hækka vexti bankans um 0,25 pró- sentustig við vaxtaákvörðun bank- ans í ágúst. Fjórir nefndarmenn studdu hins vegar tillögu seðla- bankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum sem varð ofan á. Þetta kemur fram í fundar- gerð peningastefnunefndarinnar vegna vaxtaákvörðunarinnar í síðasta mánuði. Fundargerðin var gerð opinber í gær en á fundinum í ágúst var vöxtum bankans haldið óbreyttum og eru virkir stýrivext- ir bankans 5,125%. Að mati meirihluta nefndarinn- ar var við hæfi að halda vöxtum óbreyttum í ljósi þess að verðbólga hafði farið lækkandi og raunstýri- vextir þar með hækkað. Rétt væri að bíða og sjá hversu varanleg hækkun krónunnar í sumar væri áður en vextir yrðu hækkaðir frek- ar. Minnihluti nefndarinnar taldi hins vegar að þar sem langtíma- verðbólguvæntingar hefðu lítið breyst þrátt fyrir lækkun verð- bólgu væri ástæða til að hækka vexti að þessu sinni. Fundargerðir af vaxtaákvörð- unarfundum peningastefnunefnd- arinnar skulu samkvæmt lögum birtar opinberlega tveimur vikum eftir hverja vaxtaákvörðun. Í árs- skýrslu bankans verður síðan greint frá því hvernig einstakir meðlimir nefndarinnar hafa greitt atkvæði á árinu. - mþl Fundargerð peningastefnunefndar opinberuð: Einn nefndarmaður vildi hækka stýrivexti PENINGASTEFNUNEFNDIN Sú breyting hefur orðið á nefndinni frá því að þessi mynd var tekin að Anne Sibert prófessor hætti í nefndinni en í stað hennar var skipuð Katrín Ólafsdóttir lektor. Haustráðstefna Advania verður á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu á morgun. Búist er við tæplega eitt þúsund gestum á ráðstefnuna sem er einn stærsti viðburður í upplýsingatækni- samfélaginu á Íslandi. Alls verða fjörutíu fyrirlestr- ar fluttir á ráðstefnunni sem hefur fjögur þemu; sparnað, hagnýtingu, fróðleik og virkni. Meðal fyrirlesara verða Dan Lyons, tækniritstjóri Newsweek, Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans og Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaráls. Búist er við um eitt þúsund gestum og verð- ur þeim öllum boðið á landsleik Íslands og Noregs í knattspyrnu um kvöldið. - mþl Haustráðstefna Advania: Stór tækniráð- stefna á morgun Helmingur markmiða sem fyrirtæki setja sér týnast Jeroen de Flander er sérfræðingur í innleiðingu stefnumótunar fyrirtækja. Hann verður fyrirlesari á ráðstefnu hér á landi síðar í mánuðinum en hann segir flestum fyrirtækjum mistakast við innleiðingu stefnumótunar. STRATEGY EXECUTION HEROES De Flander gaf út bókina Strategy Execution Heroes sem hefur komist á met- sölulista viðskiptabóka hjá vefbókaversluninni Amazon í fimm löndum. JEROEN DE FLANDER De Flander hefur veitt þúsundum stjórnenda í 24 löndum ráðgjöf um innleiðingu stefnumót- unar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.