Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 24
24 6. september 2012 FIMMTUDAGUR
Fréttir af Ben Stiller og fylgdarliði hans hafa verið áberandi á síðustu
vikum og mánuðum. Það er ekki hægt
annað en vera stoltur af athyglinni sem
vakin er á landinu okkar með veru hans
og annarra kvikmyndastjarna hér. En
það er vert að minna sig á það af hverju
þau eru hér. Við viljum gjarnan tengja
það beint við okkar stórbrotna lands-
lag og fögru náttúru sem að sjálfsögðu
eiga þar stóran þátt. En fyrst og fremst
komum við til greina sem tökustaður
fyrir stórmyndir eins og „The Secret
life of Walter Mitty“ vegna laga um
endurgreiðslu til kvikmyndagerðar sem
sett voru árið 1999. Lögin byggja á því
að veita endurgreiðslu á 20% af fram-
leiðslukostnaði kvikmynda sem fellur til
á Íslandi. Við setningu þessara laga varð
Ísland samkeppnishæft á alþjóðlegum
vettvangi sem tökustaður fyrir erlendar
stórmyndir.
Það þarf ekki að taka fram hversu
mikil og góð áhrif lögin hafa haft á
greinina en í dag starfa um 800 manns
við kvikmyndagerð á Íslandi og eru þar
ótalin öll þau afleiddu störf sem falla
til en talið er að þau séu allt að þrisvar
sinnum fleiri. Við þurfum ekki að hafa
áhyggjur af því að missa fólkið okkar
úr landi í þessari grein – miklu frekar
höfum við verið að fá fólkið okkar aftur
heim sem starfað hefur við kvikmynda-
gerð erlendis.
Staða kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi í
dag er staðfesting á því að þegar ríkisvald-
ið sleppir tökunum, lækkar álögur og leyf-
ir einkaframtakinu að njóta sín þá njóta
allir góðs af því. Nú stendur til að hækka
álögur á ferðaþjónustu þannig að nánast
verður útilokað fyrir fyrirtækin að vera
áfram samkeppnishæf alþjóðlega. Það
gilda nákvæmlega sömu lögmál í ferða-
þjónustunni og að markaðssetja Ísland sem
tökustað. Ef skattaumhverfið er ekki sam-
keppnishæft þá komum við ekki til greina
– við erum ekki á listanum. Ef við ætlum
að nýta þann meðbyr sem Ben Stiller og
félagar hans hafa veitt okkur þá hækkum
við ekki álögur á ferðaþjónustu.
Það gilda nákvæmlega
sömu lögmál í ferða-
þjónustunni og að markaðssetja
Ísland sem tökustað.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Ben Stiller og samkeppnishæfni
Viðskipti
Þórey
Vilhjálmsdóttir
framkvæmdastjóri
borgarstjórnar-
flokks Sjálfstæðis-
flokksins
Sjokkerandi sjokkering
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi, sagði DV í gær
að hún væri frekar sjokkeruð. Tilefnið
var að forsvarsmaður fyrirtækis sem
var úthlutað lóð í bænum var kosn-
ingastjóri Ármanns Kr. Ólafssonar
bæjarstjóra. Guðríður hyggst leggjast
yfir þessi tengsl, sem komu henni
greinilega svo mikið á óvart
að hún er sjokkeruð yfir
þeim. Þetta vekur upp
spurningar um ábyrgð
kjörinna fulltrúa. Guð-
ríður sat fund fram-
kvæmdaráðs 4. apríl
þar sem dregið var
á milli umrædds
fyrirtækis og annars umsækjanda og
bæjarstjórnar þann 10. apríl þar sem
úthlutunin var samþykkt. Hún hefði
kannski átt að vera búin að kynna sér
umsækjendurna fyrir fram, frekar en
að sjokkerast á þeim eftir á.
Breiðu spjótin
Margt merkilegt hefur komið fram í
réttarhöldum vegna ákæru Gunn-
laugs M. Sigmunds-
sonar á hendur
Teiti Atlasyni vegna
meiðyrða. Þau
tíðkast þar breiðu
spjótin, ekki
síst í yfir-
lýsingum,
en í vitnastúku settist í gær Jón
Baldvin Hannibalsson fyrrum utan-
ríkisráðherra.
Óstarfhæfur ráðherra
Eitt í orðum Jóns Baldvins vekur
athygli umfram annað, nefnilega
það að hann hafi ekki getað brugðist
við minnisblaði sem hann fékk sem
ráðherra um að ýmislegt væri vafa-
samt í starfsemi Kögunar. Jón Baldvin
var nefnilega upptekinn í kosninga-
baráttu, en minnisblaðið barst honum
mánuði fyrir kosningar árið 1995. Er
það svo með fleiri ráðherra að þeir
séu óstarfhæfir vikum saman fyrir
kosningar, þar sem þeir reyna að ná
endurkjöri? kolbeinn@frettabladid.is
Uppkomin börn
alkóhólista Komin í
bóka-
verslanir
Loksins
fáanleg
aftur!
Í
sland og Grikkland eru, með réttu eða röngu, holdgervingar
alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ástæður hamfara þeirra eru þó
afar ólíkar. Ísland féll vegna þess að ofurskuldsettur einkageiri
dró þjóðríkið með sér niður en Grikkland felldi sig sjálft með
gegndarlausri ríkisskuldabréfaútgáfu og hömlulausu útgjalda-
fylleríi.
Í umræðu um Evrópusambands-
aðild hérlendis er því oft haldið
fram að ástand Grikkja væri ekki
jafn slæmt og það er ef þeir væru
með drökmu í stað evru. Þá gætu
þeir gengisfellt eins og Íslendingar
og náð fram risavaxinni eignatil-
færslu frá almenningi til útflutn-
ingsaðila til að ná jákvæðum vöru-
skiptajöfnuði. Vandi Grikkja var hins vegar ekki gjaldmiðillinn, þó
hann hafi gert þeim kleift að fá meira lánað þegar þeir voru ekki
borgunarmenn skulda sinna. Vandinn var feluleikur grískra stjórn-
valda og vilji ESB til að líta í hina áttina.
Síðan Grikkland lagði spilin á borðið og sýndi sína réttu fjárhags-
stöðu er ljóst að landið blekkti sig í raun inn í evrópska myntsamstarf-
ið. Þegar Grikkir tóku upp evru árið 2001 sögðu opinberar tölur að
fjárlagahalli væri nánast enginn, að prósentustig atvinnuleysis væru
teljandi á fingrum annarrar handar og að skuldir landsins væri tæpur
þriðjungur af þjóðarframleiðslu. Við hrun Grikklands árið 2009 kom
hins vegar í ljós að stjórnendur landsins höfðu verið að fikta í neyslu-
vísitölunni til að fela verðbólgu, skráðu atvinnuleysi allt of lágt og
fóru í ótrúlegar æfingar við að fela skuldir utan ríkisreiknings. Í dag
eru skuldir Grikkja 132,4 prósent af þjóðarframleiðslu, atvinnuleysi
23,1 prósent og fjárlagahallinn tæplega sjö prósent.
Lærdómurinn sem hægt er að draga af aðferðum Grikkja er sá að
ríki geta ekki falið eiginlegt ástand til lengdar. Því lengur sem dregið
er að takast á við vandann, því erfiðari verður hann viðureignar þegar
sá tími kemur. Það sést best á 21,27 prósenta skuldatryggingarálagi á
tíu ára skuldabréf sem Grikkland gefur út. Það er langsamlega hæsta
álag allra Evrópuþjóða.
Íslensk stjórnvöld virðast þó ekki ætla að draga þann lærdóm.
Þvert á móti hefur þeim ríkisábyrgðum og fjárhagslegu skuldbind-
ingum ríkisins sem koma ekki fram í fjár- eða fjárlaukalögum fjölgað
til muna eftir bankahrun. Þannig er til dæmis neikvæð trygginga-
fræðileg staða A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR)
upp á rúma 47 milljarða króna ekki færð til skuldar né bakábyrgð
ríkissjóðs á gríðarlegum skuldbindingum B-deildar sama sjóðs. Alls-
herjarábyrgð á öllum innstæðum fjármálafyrirtækja er það ekki að
neinu leyti heldur þrátt fyrir að hún hafi kostað íslenska skattgreið-
endur 26 milljarða króna í ár vegna falls SpKef. Þá eru tugmilljarða
króna framkvæmdir, sem samþykkt hefur verið að ráðast í, geymdar
utan ríkisreiknings. Þar ber helst að nefna Hörpuna, nýtt sjúkrahús,
Vaðlaheiðargöng og mögulega nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Til viðbótar
hangir Icesave-málið, af öllum sínum fjárhagslega þunga, enn yfir
þjóðinni og gæti dottið inn á skuldahlið hennar ef illa fer.
Það er ekki nóg að sópa þessum íþyngjandi kostnaðarliðum út af
ríkisreikningi. Þeir hverfa ekki þótt þeir sjáist ekki tímabundið. Líkt
og Grikkir geta vitnað um þá finnur alltaf einhver skítinn undir tepp-
inu á endanum.
Ísland fetar grískar leiðir:
Falin skuld
er samt skuld
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
SKOÐUN