Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 30
30 6. september 2012 FIMMTUDAGUR
Hið opinbera klípur, oft dug-lega, af greiðslum til lífeyr-
isþega úr tveimur áttum. Annars
vegar í gegnum tekjuskatt og/
eða fjármagnstekjuskatt og hins
vegar með tekjutengingum, þar
sem skattskyldar tekjur fyrir
skatt skerða lífeyrisgreiðslur,
sem fólk fær úr almannatrygg-
ingakerfinu. Veigamest er tekju-
tengingin á sérstaka uppbót
til framfærslu, en hún skerðist
krónu á móti krónu (100% skerð-
ing) við skattskyldar tekjur fyrir
skatt. Lítum á dæmi:
Örorkulífeyrisþeginn í dæminu
fær útborgað á mánuði 18.798 kr.
úr lífeyrissjóði en sömu tekjur
(30.000 kr. fyrir skatt) skerða
örorkulífeyri hans (eftir skatt)
frá TR um 10.702 kr. á mánuði.
Samanlögð er þá skerðing vegna
tekna úr lífeyrissjóði og tekju-
skattur af sömu greiðslum 21.904
kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr.
á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyr-
issjóði aðeins 8.096 kr. hærri
ráðstöfunartekjur. Meginhluta
greiðslnanna tekur ríkið til sín
í formi tekjuskatts og tekjuteng-
inga.
30.000 kr. lífeyrissjóðs-
greiðslur á mánuði fyrir skatt:
8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur
21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr.
fær ríkið í gegnum tekjuskatt og
tekjutengingar
Lögbundin aðild að lífeyrissjóð-
um, ekki frjálst val.
Öryrkjar með réttindi í lífeyr-
issjóði hafa greitt iðgjöld oft og
tíðum í mörg ár fyrir örorkumat.
Samkvæmt lögum er skylda að
greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá
16 til 70 ára. Aðild að lífeyris-
sjóði kemur fram í kjarasamningi
og því er um lögbundinn skyldu-
sparnað að ræða, en ekki frjálst
val. Mörgum örorkulífeyrisþeg-
um sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa
greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir
orkutap misbýður að fá aðeins
lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðsln-
anna í vasann þar sem meginhluti
þeirra gengur til ríkissjóðs.
Ríkið tekur til sín 73% af
lágum lífeyrissjóðsgreiðslum.
Dæmið hér að ofan er um
örorkulífeyrisþega með lágar
aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir
skatt. Af lágum lífeyrissjóðs-
greiðslum tekur ríkissjóður 73%
í formi tekjuskatts og tekjuteng-
inga. Dæmið sýnir enn fremur
hversu miklar tekjuskerðingar
eru í almannatryggingakerfinu
og á það sérstaklega við um sér-
staka uppbót til framfærslu, sem
skerðist krónu á móti krónu. Svip-
uð útkoma yrði ef 30.000 lífeyr-
issjóðstekjum yrði skipt út fyrir
30.000 kr. atvinnutekjur á mán-
uði.
Það gleymist gjarnan þegar
rætt er um útgjöld til almanna-
trygginga hversu stóran hluta
ríkið tekur til baka með skerðing-
um, tekjutengingum og skatti, en
skerðingar voru auknar að nýju í
júlí 2009.
Ríkið tekur til sín stóran
hluta lífeyrissjóðsgreiðslna
Örorkulífeyrisþegi* með 30.000 kr. lífeyrissjóðstekjur á mánuði fyrir skatt.
Tekjur frá TR með
30.000 frá lífeyrissjóði
Tekjur frá lífeyrissjóði Heildartekjur - með
30.00 úr lífeyrissjóði
Til samanburðar: Tekjur frá TR án
lífeyrissjóðstekna
Fyrir skatt 157.866 30.000 187.866 174.946
Staðgreiðsla 12.415 11.202 23.617 18.793
Til ráðstöfunar 145.451 18.798 164.249 156.153
*Fyrsta örorkumat 30 ára – býr með öðrum.
Lífeyrisþegar
Sigríður Hanna
Ingólfsdóttir
félagsráðgjafi hjá
Öryrkjabandalagi
Íslands
KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS
E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Á Vísi er hægt að horfa
myndskreyttan upplest
úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
á
ur
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928
í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað.
Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans
G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
HARMAGEDDON
hlustið - trúið - hlýðið