Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 30
30 6. september 2012 FIMMTUDAGUR Hið opinbera klípur, oft dug-lega, af greiðslum til lífeyr- isþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/ eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatrygg- ingakerfinu. Veigamest er tekju- tengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerð- ing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 18.798 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (30.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 10.702 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekju- skattur af sömu greiðslum 21.904 kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyr- issjóði aðeins 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluta greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjuteng- inga. 30.000 kr. lífeyrissjóðs- greiðslur á mánuði fyrir skatt: 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur 21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Lögbundin aðild að lífeyrissjóð- um, ekki frjálst val. Öryrkjar með réttindi í lífeyr- issjóði hafa greitt iðgjöld oft og tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyris- sjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldu- sparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþeg- um sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðsln- anna í vasann þar sem meginhluti þeirra gengur til ríkissjóðs. Ríkið tekur til sín 73% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum. Dæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðs- greiðslum tekur ríkissjóður 73% í formi tekjuskatts og tekjuteng- inga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar eru í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sér- staka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svip- uð útkoma yrði ef 30.000 lífeyr- issjóðstekjum yrði skipt út fyrir 30.000 kr. atvinnutekjur á mán- uði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almanna- trygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðing- um, tekjutengingum og skatti, en skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009. Ríkið tekur til sín stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslna Örorkulífeyrisþegi* með 30.000 kr. lífeyrissjóðstekjur á mánuði fyrir skatt. Tekjur frá TR með 30.000 frá lífeyrissjóði Tekjur frá lífeyrissjóði Heildartekjur - með 30.00 úr lífeyrissjóði Til samanburðar: Tekjur frá TR án lífeyrissjóðstekna Fyrir skatt 157.866 30.000 187.866 174.946 Staðgreiðsla 12.415 11.202 23.617 18.793 Til ráðstöfunar 145.451 18.798 164.249 156.153 *Fyrsta örorkumat 30 ára – býr með öðrum. Lífeyrisþegar Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi hjá Öryrkjabandalagi Íslands KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. HARMAGEDDON hlustið - trúið - hlýðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.