Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 35
| FÓLK | 3TÍSKA
Grunnflétturnar eru átta og út frá þeim er endalaust hægt að tvinna saman og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín,“ segir Agnes
Drífa Pálsdóttir hársnyrtir og fléttukennari á Hár-
greiðslustofunni á Klapparstíg.
Í gærkvöldi kenndi hún aðferðir við að flétta
hár og gera skemmtilegar greiðslur á fyrsta hand-
verkskaffi haustsins í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi.
„Þekktust er hefðbundin, þriggja þátta flétta
og svo fastar fléttur, réttar og öfugar. Einnig má
nefna snúning með tveimur fléttum, fléttufoss og
fléttuvafninga sem líkja má við körfugerð og fer
eftir færni hversu margar fléttur er hægt að flétta
og hnýta saman,“ útskýrir Agnes.
Hún segir fléttur hæfa öllum tilefnum daglegs
lífs. „Á miðöldum voru evrópskar vinnukon-
ur með fléttað hár til að halda því hreinu og frá
augum. Á sama tíma báru hefðarfrúr tilkomumikl-
ar greiðslur með mörgum fléttum vöfðum upp í
íðilfagra galasnúða.“
Agnes segir alla geta lært að flétta en gott sé að
fá handleiðslu þar sem réttu handtökin eru sýnd.
„Þegar komin er grunnþekking opnast heimur
óendanlegra fléttumöguleika og ómótstæðilegra
hárgreiðslna. Áhöldin eru hárbursti, greiða, teygj-
ur og spennur og alltaf traust að nota gott hárlakk
til verksins. Það stífir hárið og gefur því festu áður
en fléttað er og öruggast að spreyja flétturnar líka
að verki loknu, ekki síst lausu flétturnar.“
Þess má geta að saumaklúbbar og aðrir hópar
geta leitað til Agnesar og notið liðsinnis hennar
við að læra að flétta. ■ thordis@365.is
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir,
jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
FAGURT FLÉTTUFÁR
ALLTAF VIÐ HÆFI Lausar fléttur í anda pönk-rómantíkur, fléttufossar, dregnar fléttur og fléttuhnútar tröllríða nú rauða dreglinum og
stærstu íþróttaviðburðum heims. Fléttur passa enda við öll tilefni og allir geta lært að flétta.
KLIPPTI SIG SJÁLF
Á uppvaxtarárunum lærði Agnes að flétta sjálfa sig upp á tíu
en gat engan veginn fléttað aðra uns hún lærði réttu tökin.
FLÉTTUÐ GALAGREIÐSLA
Hér eru fastar fléttur notaðar sem grunnur í gala-
greiðslu. Gerðar eru tvær fastar fléttur og snúið upp
á endana til að búa til rós í hnakkann. Þetta geta þeir
auðveldlega sem kunna að flétta fasta fléttu.
MYND/GVA
DREGIN
FLÉTTA
Í dag er þér boðið í 25 ára
afmælisveislu Cosmo
25 ÁRA -25%
Á milli kl. 19 og 21 • DJ Siggi Hlö • Veglegar veitingar í boði
25% afmælisafsláttur af öllum vörum
Happadrætti • Komum og höfum gaman saman
Mynd tekin
1990