Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 36
FÓLK|TÍSKA ■ SKRÍTIN TÍSKA Í sumar hefur verið mikið um það að búið sé að klippa búta af tískufötum. Algengast er að búið sé að klippa út yfir axlirnar eða yfir rifbeinin. Þetta er ekki aðeins tíska sem fólk hefur verið að prófa heima hjá sér, heldur eru allar helstu fatabúðir og tískuhús byrjuð að selja slíkan fatnað. Holly- wood-stjörnurnar hafa skartað klipptum kjólum á rauða dreglinum og kemur það oftast ótrúlega vel út. Sumar flíkur eru djarfari en aðrar og sýna meira en mörgum finnst siðsamlegt. Lítið mál er að prófa þetta heima með því ein- faldlega að klippa út yfir aðra öxlina. Mikilvægt er þó að mæla vel svo allt sé jafnt og muna að sauma fyrir endana. KLIPPT Í FÖTIN Anna Gréta Sveinsdóttir, nagla- og förðunarfræðingur, segir það alltaf vera að aukast að stelp- ur og konur fái sér skreyttar neglur. „Fyrir nokkrum árum voru steinar eina skrautið sem var notað en nú er þetta orðið miklu fjölbreyttara þó steinarnir séu enn þá notaðir með. Það er alltaf klassískt að vera með hvítt fremst á nöglunum, svokallað „french“, það verður alltaf í tísku. Nú eru að koma fleiri litir inn í þetta og margar sem velja að hafa litað fremst á nöglunum. Alls kyns mynstur eru líka að aukast en þau eru þá handmáluð,“ segir Anna Gréta. Hún gerir ótrúlegustu mynstur með naglalakki og segir það ekki vera mikið mál. „Þetta er fyrst og fremst spurning um æfingu. Svo er að sjálfsögðu mikil- vægt að hafa fengið góða kennslu. Það þarf að prófa sig áfram og ég nota netið mikið til að fá hugmyndir. Stelpurnar koma svo oft sjálfar með hugmyndir að ákveðnu mynstri og skrauti.“ Anna Gréta segir að gellökkun sé að aukast en þá er öll nöglin lökkuð með föstu lakki. „Þetta er mjög sniðugt fyrir þær sem vilja hafa fallegt lakk en nenna ekki að vera að laga það daglega. Þær velja sér þá frekar náttúrulega liti til að fá ekki leið á þeim. Svo er auðvitað munur á milli einstaklinga, sumar eru frakkar og velja þá sterkari liti og meira skraut.“ „Akrýlneglur eru að verða vinsælli en þær eru sterkari en gelneglurnar og haldast betur. Áður fyrr voru þær tald- ar verri og fara illa með neglurnar en í dag eru þær jafngóðar og gelneglurnar. Það er meira hægt að leika sér með ak- rýlinn, það er til dæmis hægt að blanda tveimur litum saman á eina nögl.“ Svokallaðar stiletto-neglur hafa verið að ryðja sér til rúms undan- farna mánuði. Þær eru oddmjóar en hið hefðbundna kassalaga form hefur alltaf verið vinsælt. „Kassalaga formið dettur ekki úr tísku, margar stelpur eru hræddar við að breyta um form en eru frekar til í að breyta um liti og skraut. Hópurinn sem kemur til mín er mjög breiður, bæði hvað varðar aldur og hvað þær vilja fá. Stærsti hópurinn er á aldrinum 15 til 35 ára. Margar koma mjög reglulega, þær vilja halda nöglun- um við og koma á fjögurra til átta vikna fresti. Sumar koma af og til og einhverj- ar koma í eitt og eitt skipti fyrir sérstök tilefni,“ segir Anna Gréta sem sjálf er alltaf með lakkaðar og skreyttar neglur. ■ lilja.bjork@365.is SKREYTTAR NEGLUR MYNSTUR OG STEINAR Anna Gréta segir naglalökk í dekkri litum verða í tísku í haust og að æ fleiri láti skreyta neglurnar með alls skyns skrauti. FLOTTAR NEGLUR Anna Gréta er nagla- og förðunarfræðingur sem er óhrædd við að nota liti og mynstur til að skreyta neglur sínar og annarra. MYND/GVA 1 GLÆSILEGT Fallega skreyttar akrýl- neglur með hvítu french. 2 ODDMJÓAR Svokallaðar stiletto- neglur eru í tísku þessa dagana. 3 DOPPUR Litríkar akrýlneglur með slaufum. 1 2 3 Tökum upp nýjar vörur í hver ri viku Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Facebookerslunin Belladonna á V Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 Stærðir 38-46 50% afsláttur af völdum skokkum áður 16.990,- nú 8.490,- áður 16.990,- nú 8.490,- Við erum á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook Vandaðir ítalskir leðurskór og stígvél WU SHU ART TAI CHI KUNG FU FYRIR ALLA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína -Capital Institute of Physical Education www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.