Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 37

Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 37
| FÓLK | 5TÍSKA Hönnuðurinn Louise Bramstedt vann nýliða- verðlaun á sænsku tískuvikunni í Stokkhólmi í lok ágúst. Hún hannar veski, skó og aukahluti undir vörumerkinu Lobra. Verðlaunin voru um 400 þúsund króna námsstyrkur. Veskin sem Louise hannar eru stórglæsileg og stíl- hrein. Louise segir kvenmannsveski þurfa að vera skvísuleg en um leið alhliða og íburðar- mikil. Skóna segir hún vera fulltrúa sjálfsins og þurfa að falla manni vel í geð og vekja vellíðan. Aukahlutirnir setja svo punktinn yfir i-ið og fullkomna glæsileikann. Ekki skemmir fyrir að Lobra-vörurnar eru á góðu verði og hægt að kaupa þær á netinu á síðunni www.tlcsweden.com. LOBRA ER NÝLIÐI ÁRSINS Í HÖNNUN ■ FLOTTUR Upp úr miðjum ágúst spruttu upp nokkurra metra háar styttur af David Beckham á nokkrum stöðum í Bandaríkj- unum í tilefni þess að önnur undirfatalína hans er komin á markað fyrir tískurisann H&M. Stytturnar eru alls níu talsins og voru þær staðsettar í New York, Los Angeles og San Francisco. Stytturnar eru af Beckham á nærbuxunum einum klæða. Undirfatalínunn- ar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hafa kynn- ingarnar og auglýsingarnar fyrir hana verið í heldur óhefð- bundnari kantinum. Um daginn var tveimur stórum myndum varpað á Hvítu kletta við Dover í Englandi og er það allt að 107 metra hæð. STYTTUR AF DAVID BECKHAM ■ OFURFYRIRSÆTA Kate Moss er óumdeilanlega ein þekktasta fyrirsæta allra tíma. Hún hefur setið fyrir á fjölmörgum forsíðum tíma- rita og hefur verið ofarlega á lista yfir ríkustu fyrirsætur heims. Kate vakti heimsat- hygli fyrir skrautleg ástar- sambönd, skemmtanalíf og fíkniefnaneyslu. Kate var upp- götvuð aðeins 14 ára og varð fljótt eftirsótt fyrirsæta. Hún blómstraði á tíunda áratugnum og varð þekkt fyrir að vera al- gjör andstæða við fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Clau- diu Schiffer og Naomi Camp- bell. Kate er enn í dag að hala inn samninga og myndatökur og hefur aldrei verið flottari. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Árið 2005 vöktu myndir af henni að neyta kóka- íns mikla hneykslun. Í kjölfarið riftu öll stærstu tískuhúsin samningum sínum við hana. UMDEILD EN FLOTT Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NutriLenk GOLD er sannkallað gull fyrir liðina. Þúsundir Íslendinga hafa fengið bætta liðheilsu með þessu frábæra náttúrulega efni. NUTRILENK NÁTTÚRULEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Ásdís Hjálmsdóttir 26 ára afreks íþróttakona Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Við mikið álag og með árunum getur brjósk- vefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Þú færð NutriLenk á eftirtöldum stöðum. Heilsuhúsið, Apótekarinn, Lyfja, Lyf og heilsa, Árbæjarapótek, Apótekið, Krónan, Fjarðarkaup, Lyfjaborg, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Lyfjaval, Vöruval Vestmannaeyjum, Apótek Garðabæjar, Siglufjarðar Apótek, Rima Apótek, Urðar Apótek, Akureyrar Apótek , Lifandi Markaður, Skipholtsapótek, Hagkaup, Apótek Hafnarfjarðar, Austurbæjar Apótek, Apótek Ólafsvíkur, Þín verslun Seljabraut, Apótek Vesturlands, Garðsapótek, og Lyfjaval. Eftirfarandi versla nir ætla að fagna góðum árangri Ásdísar Hjálmsdó ttur spjótkastara og b jóða öllum viðskip tavinum 20% afslátt af NutriLen k GOLD frá 30 ágú st til 10 septembe r

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.