Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 38
FÓLK|TÍSKA
TÍSKUBLOGG | ÞÓRUNN ÍVARSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR
ELSKAR AÐ VERSLA ÓDÝRT
■ Þórunn Ívarsdóttir býr í Los Angeles
þar sem hún vinnur sem fatahönnunar-
nemi hjá Nasty Gal. Fyrirtækið hefur
vakið mikla athygli og fékk töluverða
umfjöllun í Los Angeles Times fyrir
nokkrum dögum. Þórunn heldur úti afar
skemmtilegu tískubloggi www.double-
pizzazz.com sem margir lesa.
Hvað ertu að gera í Los Angeles og
hvað ertu búin að vera lengi? Ég flutti
til Los Angeles árið 2010 til að stunda
nám í fatahönnun og útskrifaðist í
sumar. Núna er ég að vinna sem fata-
hönnunarnemi hjá Nasty Gal.
Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já,
ég hef alltaf haft brennandi áhuga á
því að skapa fallega hluti, hvort sem
það hafa verið föt, húsgögn eða eitt-
hvað annað. Ég hef vitað það frá blautu
barnsbeini að ég myndi enda í ein-
hverju hönnunartengdu.
Hvað leggur þú áherslu á þegar
þú bloggar? Ég legg áherslu á það
að bloggin mín séu persónuleg og
skemmtileg, ég brosi alltaf fyrir mynda-
vélina. Þetta átti í fyrstu ekki að verða
tískublogg en svo þróaðist það óvart
út í það.
Hvað gerir þú í þínum frístundum? Ég
elska að skoða matarmenninguna í
Los Angeles því borgin hefur upp á svo
margt að bjóða. Ég fer einnig oft í fjall-
göngur í Orange County og þess á milli
getur þú fundið mig í búðunum.
Hvernig hefur borgin mótað þig sem
tískuáhugakonu? Mér finnst ég hafa
breyst rosalega mikið eftir að ég flutti
til Los Angeles, ég er orðin miklu opnari
fyrir öllu, klæðist til dæmis orðið litum.
Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég fer
orðið á margar „sample sales“ eða
sýningarfatasölur og það toppar allar
búðir. Ég elska að kaupa ódýrt það sem
er glænýtt og ekki komið í búðirnar.
Seinasta föstudag keypti ég níu flíkur á
35 dollara og næsta föstudag ætla ég á
Isabel Marant „sample sale“.
Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Í
dag erum við stelpurnar í Nasty Gal
uppáhaldshönnuðirnir mínir. Fyrirtækið
var að koma með sína fyrstu hönnunar-
línu (collection) og mig langar í hverja
einustu flík.
Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég
elska allar kápurnar með leðurerm-
unum og öll flatbotna stígvélin sem eru
í gangi núna, verð að fjárfesta í slíkum
fyrir veturinn.
Einhver skemmtileg tískuupplifun í
Englaborginni? Margir halda að það sé
voðalega lítið um tísku í Los Angeles,
en borgin er öll stútfull af tísku og
flestir frægustu tískubloggararnir eru
héðan. ■ elin@365.is
SMART HÖNNUÐUR
Þórunn hefur haldið úti
skemmtilegu tískubloggi
á netinu.
Skráðu þig núna
í síma 560 1010 eða á
mottaka@heilsuborg.is
Vertu með í
kvennaleikfimi!
Gamla góða leikfimin fyrir allar konur sem
vilja auka styrk og vellíðan
• Þri og fim kl. 10:00
• Hefst 11. september - 4 vikur
• Verð kr. 12.900 kr. eða 9.900 í áskrift
• Þjálfari er Árndís Hulda, íþróttafræðingur
Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS