Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 40

Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGBólstrun FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20122 vígi að sögn Sigurjóns. „Eftir hrun fékk íslensk húsgagnaframleiðsla meðbyr en datt ekki niður eins og sala á innfluttum húsgögnum. Auðvitað vonumst við eftir því að Íslendingar versli íslensk húsgögn séu þeir að versla á annað borð. Þannig höldum við gjaldeyri inni í landinu og sköpum störf inn- anlands. Við höfum þekkinguna enn þá en það eru ekki margir að læra þessa iðn. Mér finnst líka skipta miklu máli að það verði ákveðin hugarfarsbreyting varð- andi kaup á íslenskri framleiðslu því við höfum helling fram að færa. Það má einnig nefna að opinberar stofnanir hérlendis ættu að sjá sóma sinn í því að fjár- festa í íslenskum húsgögnum og versla við íslenska framleiðend- ur. Víðast hvar erlendis hefur slíkt nánast verið sett í lög. Ég tala nú ekki um þegar kreppir að.“ Innlend framleiðsla Öll húsgögnin sem Bólstursmiðj- an framleiðir eru framleidd hér- lendis. Sigurjón segir húsgögnin þó ekki úr íslenskum efnivið enda ekki mikið framboð hérlendis af honum. „Á bak við eina mublu er fullt af fyrirtækjum sem koma nálægt framleiðslunni. Við erum að tala um viðinn, stálið, svamp og áklæði svo eitthvað sé nefnt. Allt áklæði þarf að flytja inn, til dæmis leður sem er stór hluti framleiðslunnar, en stofnanir og fyrirtæki vilja oft endingarbetri efni.“ Sigurjón segir eingöngu besta hráefnið vera valið í fram- leiðslu fyrirtækisins, til dæmis dýrustu dýnurnar, fjaðrakerfi sem hafa sannað sig og grindur sem eru smíðaðar til að endast mjög lengi. Framleiðsla fyrirtækisins er bæði ætluð fyrirtækjum, stofn- unum og heimilum. „Mesta salan hingað til hefur verið til fyrir- tækja og stofnana en við erum að vinna í því að auka hlutdeild okkar á heimilismarkaðnum. Á næstu vikum koma til dæmis nýir sófar frá Syrussyni og Pétri sem ættu að nást inn fyrir jóla- mánuðinn.“ Sig urjón horf- ir björtum augum á framtíðina. Hann segist sannfærður um að íslensk húsgagnaframleiðsla eigi eftir að vaxa á næstu árum. „Við hjá Bólstursmiðjunni hugsum a.m.k. stórt og horfum björtum augum til framtíðarinnar. Fram- leiðslan á vafalaust eftir að eflast mikið á næstu árum. Við erum að minnsta kosti bjartsýn.“ Fyrirtækið Bólstursmiðjan var stofnað af Sigurjóni Krist-ensen fyrir tveimur árum og hefur sérhæft sig í framleiðslu á íslenskum húsgögnum byggð- um á íslenskri hönnun. Sjálfur hefur Sigurjón starfað um árabil sem bólstrari og við húsgagna- framleiðslu þar til hann setti eigið fyrirtækið á fót. „Ég var búinn að vinna lengi sjálfstætt og hjá öðrum framleiðendum en kynnt- ist svo framleiðslunni sjálfur af eigin raun fyrir tíu árum síðan. Ég fann mig strax mjög vel þar enda mjög skapandi og spennandi að vinna með íslenskum hönnuð- um og arkitektum og búa til eitt- hvað nýtt. Um leið er spennandi að hjálpa við að koma fótum undir framleiðslu á íslenskri húsgagna- hönnun. Sú vinna varð kveikjan að stofnun Bólstursmiðjunnar.“ Farsæl samvinna Bólstursmiðjan framleiðir meðal annars húsgögn fyrir hönnunar- húsið Syrusson og á framleiðslu- rétt á húsgögnum sem húsgagna- hönnuðurinn Pétur B. Lúthersson teiknar fyrir fyrirtækið. Syrus- son er ungt og framsækið fyr- irtæki sem sérhæfir sig í hönn- un og framleiðslu á húsgögnum, innréttingum og öðru sem við- kemur fyrirtækjum og heimil- um. Pétur er einn farsælasti hús- gagnahönnuður Íslands. „Sam- vinna við þessa aðila hefur skilað af sér mörgum skemmtilegum af- urðum. Við erum ekki að herma eftir hönnun erlendis frá held- ur erum við að skapa okkar eigin stíl. Samvinna Bólstursmiðjunn- ar við þessa aðila er ólík. Syrus- son lætur okkur framleiða meira eftir pöntunum en við Pétur förum nánar yfir hverja hönnun fyrir sig og rýnum betur í teikningarn- ar. Ef mér finnst til dæmis vanta sófa í móttöku þá teiknar hann einn slíkan og við búum til prótó- týpu. Síðan þegar allir aðilar eru ánægðir komum við honum í sölu. Draumurinn er auðvitað að geta framleitt á lager, það er það sem þetta allt snýst um. Það er líka búið að vera mikið ævintýri að vinna með Pétri sem er búinn að vera í þessum bransa í mörg ár. Hann veit hvað hann er að gera og það er mikill heiður að vinna með svona mönnum. Sófi frá okkur er meðal annars til sölu hjá Epal.“ Samfara framleiðslunni sér Bólstursmiðj- an líka um hefðbundna bólstrun, að klæða gömul húsgögn og einnig um viðhald húsgagna. „Við höfum einnig tekið að okkur bólstrun og viðhald í öllum vélum Flugfélags Íslands, til dæmis leðurklædd sæti. Að sama skapi sjáum við um bólstrun bílasæta og þyrlusæta svo dæmi séu tekin. Þannig að bólstr- un kemur víða við. Hún er alls staðar, hvort sem maður er í bíó eða í bílnum, alls staðar er bólstr- aður hlutur að horfa á þig.“ Björt framtíð Íslensk hönnun og framleiðsla á húsgögnum stendur ágætlega að Fótum komið undir íslenska húsgagnaframleiðslu Íslensk húsgagnahönnun og framleiðsla stendur traustum fótum. Bólstursmiðjan smíðar öll húsgögn sín hérlendis og þar er horft björtum augum til framtíðar. Húsgögn Bólstursmiðjunnar eru ætluð fyrirtækjum, stofnunum og heimilum. Íslensk hönnun og framleiðsla á húsgögnum stendur ágætlega að vígi að sögn Sigurjóns Kristensen, framkvæmdastjóra Bólstursmiðjunnar. MYND/GVA Bólstursmiðjan á framleiðslurétt á húsgögnum sem húsgagnahönnuðurinn Pétur B. Lúthersson teiknar fyrir fyrirtækið. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.