Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 51

Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 51
FIMMTUDAGUR 6. september 2012 35 Þegar ég vaknaði einn falleg-an morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað pers- ónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim“. Það sem þarna var ritað stóð ein- hvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólk- ið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús- áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Hér á eftir fer fyrri hluti þess- ara skrifa sem mig langar nú að deila með ykkur sem lesa. Seinni hlutann langar mig til að birta síðar en hann gæti heitið „Ísland sem mennskt land“. „Ég sé fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og hef ákveð- ið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Ísland sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla. Ég sé fyrir mér hvernig þetta muni gerast … Ég sé fyrir mér að í öllum hverf- um, alls staðar í öllum götum, hitt- ist fólk heima hvert hjá öðru. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sínar og þrá, aðeins eftir ham- ingjusömu lífi án angistar, mis- skilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, ómerki- legri uppbót fyrir tilgangslausa og litlausa tilveru. Ég sé fyrir mér fólk alls stað- ar úti um allt land byrja að hitt- ast reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og einstaklingshyggj- unnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í samein- ingu uppgötvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alls staðar og úti um allt, þetta fer að gerast muni fólk uppgötva undra- verðan kraft, óvænta sameigin- lega visku, hamingju og gleði. Ég sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegr- ar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjórn á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn gengur fyrir er gert með þekk- ingu og framlagi hinna mörgu. Það er aðeins þannig að öll völd- in, öll uppspretta græðginnar, allir áhrifamiðlarnir eru í hönd- um nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peninga- manna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur. Ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjörólíka allri sögu mannsins hingað til, ég sé nýja mannveru fæðast …“ Ég sé fyrir mér mennskan heim Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fant- asíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífs- athafna og raunverulegrar nauðg- unar. Í fantasíunni er hugmynd- in sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveð- ur að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, van- mætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar- fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunn- ar, til dæmis að einhverjum finn- ist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að ein- hver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kyn- lífsfantasíur fjalla oft um hið for- boðna og eru öðrum þræði knún- ar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkom- andi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða allt- af til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn. Vilja konur láta nauðga sér? Samfélagsmál Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Samfélagsmál Júlíus Valdimarsson í landsráði Húmanistaflokksins

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.