Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 54
6. september 2012 FIMMTUDAGUR38
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Anna Elísabet Ólafsdóttir, fyrrver-
andi forstjóri Lýðheilsustöðvar, varði
fyrir skemmstu doktorsritgerð sína í
lýðheilsuvísindum við Brunel-háskóla
í London. Ritgerðin fjallar um áhrif
stjórnunarhátta á gæði og afköst heil-
brigðiskerfa.
Anna Elísabet býr í borginni Dar
Es Salaam í Tansaníu og starfar þar
sem ráðgjafi hjá rannsóknarstofnun í
heilbrigðisvísindum. „Verkefnin mín
í Tansaníu lúta að fjármögnun heil-
brigðiskerfa og hversu heppilegt sé að
árangurstengja laun heilbrigðisstarfs-
manna og rekstartekjur heilbrigðis-
stofnana,“ útskýrir hún. En af hverju
í Tansaníu?
Ég fór fyrst til Tansaníu sem ferða-
maður árið 2005 og hreifst svo af landi
og þjóð að ég fór strax að skipuleggja
næstu ferð. Nú er svo komið að mað-
urinn minn, Viðar Viðarsson, og ég
rekum bændagistingu með ferðaþjón-
ustu í þorpinu Bashay, í samvinnu við
heimamenn, innan um aðra smábænd-
ur sem rækta sinn eigin mat.
Á sveitabænum Bashay Village
segir Anna Elísabet gott fólk sjá um
reksturinn og hún fari þangað reglu-
lega en geti hvorki verið þar oft né
lengi vegna verkefna sinna í Dar Es
Salaam. Húsakynnin á bænum eru
einföld og hrein. „Við höfum hreint,
rennandi vatn úr okkar eigin borholu
og rafmagn sem við framleiðum með
sólarorku. Við eldum á gasi en getum
líka eldað á kolum fyrir utan og það
gerum við oft, sérstaklega þegar verið
er að elda eitthvað sem þarf langa suðu
eins og baunir,“ lýsir hún og segir gest-
ina koma víðs vegar frá, svo sem frá
Íslandi, Noregi, Austurríki, Þýskalandi
og Kanada.
Anna Elísabet kveðst ekki vita til
að aðrir Íslendingar búi í landinu en
segir sjálfboðaliða stundum koma
þangað í hjálparstörf. „Við Viðar
eigum þrjá stráka en þeir eru allir á
Íslandi. Sá yngsti er í Verslunarskólan-
um á þriðja ári. Þeir hafa aldrei verið í
skóla í Tansaníu en við skoðuðum þann
möguleika fyrir nokkrum árum. Viðar
hefur vinnu á Íslandi þannig að það er
fyrst og fremst ég sem er að reka þetta
áfram hér í Tansaníu.“
Hvernig skyldi svo lífið í Tansaníu
koma Önnu Elísabetu fyrir sjónir?
„Það er mjög breytilegt eftir því
hvar fólk býr. Stéttaskipting er mikil
og ég man að þegar ég kom fyrst til
borgarinnar Dar Es Salaam frá þorp-
inu okkar spurði ég sjálfa mig hvort
þetta væri sama landið.
Lífið í þorpum úti á landi er mjög
erfitt og fátæktin gríðarleg, fólk
hefur hvorki rafmagn, hreint vatn né
almennilega hreinlætisaðstöðu. Ég
veit ekki hvort Íslendingar nútímans
geti ímyndað sér hvernig það er að
fara svangur að sofa í leirkofa með
moldargólfi, þurfa að fara út á kamar
í svartamyrkri um niðdimma nótt og
geta svo ekki þvegið sér á eftir. En í
borgunum, ekki síst í Dar Es Salaam,
eru hins vegar stór og flott hús,“ segir
Anna Elísabet og verst allra frétta um
það hversu lengi hún verði í Tansaníu.
„Ég veit ekki hvað ég verð hér lengi,
tíminn leiðir það í ljós.“
gun@frettabladid.is
ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR: ER NÝBAKAÐUR DOKTOR Í TANSANÍU
Ójöfnuðurinn er gríðarlegur
Í HEIMSÓKN Aðstæður fólks í Tansaníu eru víða frumstæðar.
ERLA STEFÁNSDÓTTIR álfasérfræðingur á afmæli í dag.
„Einlægni, áreiðanleiki, gleði og hjartahlýja eru
mikilvægustu kostir hverrar manneskju.“
77
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSLAUG HULDA MAGNÚSDÓTTIR
lést á heimili sínu miðvikudaginn
5. september.
Haukur Guðjónsson
Margrét Hauksdóttir Haraldur Olgeirsson
Sigurlaug Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA THORLACIUS
lést sunnudaginn 2. september á
Droplaugarstöðum.
Margrét Oddný Hannesdóttir Borg Curt Erik Borg
Guðmundur Hannesson Ása Jónsdóttir
Þorsteinn Hannesson Karólína Eiríksdóttir
Sigmundur Hannesson Hildur Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR (DÍDÍ)
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 22. ágúst.
Jarðsungið verður frá Laugarneskirkju
fimmtudaginn 6. september kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Ármannsdóttir
Björgvin Ármannsson
Hlynur Þór Ingólfsson
Óskar Ármannsson
Bjarnfreður Ármannsson
Ægir Örn Ármannsson
Anna Jóna Ármannsdóttir
Guðný Björk Ármannsdóttir
Þórleif Ármannsdóttir
Erla Dögg Ármannsdóttir
Sigurbergur Ármannsson
HINRIK HINRIKSSON
húsgagnabólstrari,
áður til heimilis að Aðalstræti 6, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn
25. ágúst. Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir
til starfsfólksins á dvalarheimilinu Hlíð fyrir
góða umönnun. Einnig þakkir til þeirra sem sýnt hafa okkur
samúð og hlýhug.
Þorbergur Hinriksson Bryndís Friðriksdóttir
Sigurlaug Hinriksdóttir
Rannveig Ágústsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar,
HULDA KRISTÍN EMILSDÓTTIR,
áður til heimilis í
Austurbrún 29, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn
31. ágúst. Útför Huldu verður gerð frá
Áskirkju mánudaginn 10. september og
hefst athöfnin kl. 13.00.
Rúnar Valdimarsson
Emil Breki Hreggviðsson
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
ANNA LILJA STEFÁNSDÓTTIR
lést þriðjudaginn 14. ágúst. Útför fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Ólafsson
Ólafur Stefán Guðmundson
Jóhanna B Guðmundsdóttir Jón Björnsson
Soffía Rut Guðmundsdóttir
Helga Steinunn Guðmundsdóttir Brynjar Magnússon
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
systir og amma,
HANNA JÓNSDÓTTIR
Hrísateig 26, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 3. september. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Júlíus Óskar Sigurbjörnsson
Margrét Gróa Júlíusdóttir
Jón Júlíusson Ragna Ingimundardóttir
Sigurður Tryggvi Júlíusson Sirigorn Inthaphot
Kristín Ósk Júlíusdóttir
systkini og barnabörn.Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HÖRÐUR G. HELGASON
rafvirkjameistari,
Staðarhrauni 15, Grindavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans
miðvikudaginn 29. ágúst, verður jarðsunginn
frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 7. september kl. 14.00. Þeim
sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn í
Grindavík.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir
Helgi Einar Harðarson
Ármann Ásgeir Harðarson Ólafía Helga Arnardóttir
Sigurbjörg Brynja Helgadóttir
Katrín Lilja Ármannsdóttir
Ásgeir Bjarni Ármannsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
amma og langamma,
ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR
andaðist á gjörgæsludeild sjúkrahússins
í Torrevieja á Spáni þann 31. ágúst. Útför
auglýst síðar.
Gunnar Á Mýrdal
Sigurður Þór Mýrdal Þórdís Ingibjartsdóttir
Ása Mýrdal
Jón Gunnar Mýrdal Steinunn Björg Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Miðhraun 22 b, 210 Garðabæ, Sími 571 0400 granit@granit.is
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN VIGFÚSSON
áður til heimilis að Dalatanga 6,
Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. september
sl. Jarðarförin auglýst síðar.
Stefán Már Jónsson Hrefna Lind Borgþórsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir Bæring Sigurbjörnsson
Edda Melax Günter Willi Schmid
barnabörn og barnabarnabarn.