Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 60
6. september 2012 FIMMTUDAGUR44 44 menning@frettabladid.is Happdrættisvinningur að fá Orange-verðlaunin Nýverið kom út hjá For- laginu í íslenskri þýðingu skáldsagan Kona tígurs- ins. Hún er fyrsta verk Téu Obreht, sem er fædd árið 1985. Hún er yngsti rithöf- undurinn sem hlýtur hin virtu Orange-bókmennta- verðlaun. Strax í upphafi skáldsögunnar Konu tígursins slást lesendur í för með unglækninum Natalíu, í leiðangri hennar á Balkanskaga til að hjálpa munaðarleysingjum og stríðshrjáðu fólki. Á ferð sinni fréttir Natalía að afi hennar hafi dáið í afskekktu þorpi en enginn veit um erindi hans þangað. Þann- ig hefst bókin sem Téa byggir á þjóðtrú og sögnum síns fólks, en ekki síst nánu sambandi sínu við afa sinn. Það kom mörgum á óvart þegar Téa hlaut Orange-verðlaunin árið 2011 fyrir bókina. Þá var hún 26 ára gömul, en hún er yngsti rit- höfundurinn sem hlýtur þennan heiður. Téa sat við skriftir á heim- ili sínu í New York þegar blaða- maður Fréttablaðsins sló á þráð- inn til hennar, til að forvitnast um ævintýri rithöfundarins í kjölfar útgáfu bókarinnar. Téa byrjar á því að lýsa því hvernig þær góðu viðtökur sem bókin hlaut komu henni í opna skjöldu. „Ég held að enginn hafi búist við þessum viðtökum. Þetta var fyrsta verk okkar allra sem stöndum að bók- inni – fyrsta skáldsaga mín, fyrsta verkefni umboðsmanns míns og fyrsta bókin sem ritstjórinn minn tók að sér. Ég var steinhissa þegar ég vann til Orange-verðlaunanna, því ég er ekki vön að vinna nokk- urn skapaðan hlut. Aldrei vann ég neitt í happdrætti í skólanum! En þetta var mikill heiður og ég er mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin hefur fengið.“ Téa segir góðar viðtökur Konu tígursins hafa opnað henni marg- ar dyr. Það mikilvægasta sem þó hafi komið út úr því sé að nú geti hún lifað alfarið af skrifum sínum. „Nú get ég kallað sjálfa mig starf- andi rithöfund, ég skrifa heima hjá mér og fæ tækifæri til að ferðast um allan heim þess á milli. Ég hef fengið að hitta fjöldann allan af rithöfundum sem ég hef dáðst að í gegnum árin, svo þetta hefur verið alveg einstök reynsla.“ Hún er byrjuð á nýrri bók, sem mætti ímynda sér að gæti verið erfitt, eftir svo kröftugt upphaf á ferlinum. „Það var nokkuð erfitt að byrja á nýrri bók, en mér er farið að líða betur og betur með þetta. Þetta ferli er samt allt öðruvísi en þegar ég skrifaði fyrstu bókina. Margir rithöfundar hafa hughreyst mig með því að önnur bókin sé oft sú erfiðasta. Ég held mér fast í þau orð,“ segir Téa og hlær. Téa er fædd í Serbíu en flutt- ist til Bandaríkjanna með móður sinni þegar hún var ellefu ára að aldri. Fram að þeim tíma höfðu afi hennar, sem var kaþólskur Slóveni, og amma, sem er Bos- níuserbi, alið hana upp að mestu. „Mamma mín var einstæð og vann mjög mikið. Við bjuggum hjá ömmu og afa og þau sáu um mig að mestu. Við mamma flúð- um Júgóslavíu með ömmu og afa, fyrst til Kýpur og síðar til Egypta- lands. Þegar við mamma komum til Bandaríkjanna fóru amma og afi aftur til Serbíu og amma býr þar enn þá, í Belgrad.“ Natalía, aðalsögupersóna Konu tígursins, á margt sameiginlegt með Téu. Rétt eins og hún var Téa afar náin afa sínum og því varð dauði hans árið 2006 henni mikið áfall. „Það var andlát afa míns sem ýtti mér út í að skrifa þessa bók. Dýpt sambandsins sem Natalía á við afa sinn byggir á sambandi mínu við afa minn. Að öðru leyti er þetta skáldskapur.“ holmfridur@frettabladid.is Í JÚNÍ 2011 Téa Obreht tók á móti Orange-verðlaununum í júní árið 2011, þremur mánuðum eftir að fyrsta skáldsaga hennar, Kona tígursins, kom út í Bandaríkjunum. Téa er yngsti rithöfundurinn sem hefur hlotið þessi virtu verðlaun, en hún er fædd árið 1985. NORDICPHOTOS/GETTY Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins verða veitt í sjötta sinn á morgun við hátíð- lega athöfn. Þau eru að verðmæti 1,2 milljónir. Tilnefndar eru þrjár bækur, ein frá Færeyjum, ein frá Grænlandi og ein frá Íslandi. Dagný Kristjánsdóttir prófessor er í dómnefnd. Hún segir markmið verðlaunanna að styrkja barna- og unglingamenningu í þessum lönd- um sem eigi margt sameiginlegt en þekki hvert annað svo lítið. Hingað til hafa Íslendingar hlot- ið verðlaunin í öll skiptin nema eitt og Dagný segir ástæðuna þá að á Íslandi komi út 84 frumsamdar, íslenskar barnabækur á ári en bara fimm í Grænlandi, þar af bara tvær frumsamdar. Valið fari hins vegar ekki eftir fjölda heldur gæðum. „Hin vestnorrænu lönd- in hafa ekki sömu barnabókahefð og við, þess vegna er svo mikil- vægt að styrkja hana og í ár eru ofboðslega góðar bækur bæði frá Grænlendingum og Færeyingum, þannig að þeir eru að sækja í sig veðrið,“ upplýsir hún. Dagný segir verðlaunabækurn- ar jafnan þýddar á hin vestnor- rænu málin. Hins vegar hafi þær hingað til ekki verið gefnar út nema í upprunalandinu. „Til að ná markmiðum verðlaunanna þyrfti bókin sem vinnur, og helst allar sem tilnefndar eru, að koma út í öllum þremur löndunum,“ segir hún. „Við vonumst til að Vestnor- ræna ráðið fylgi verðlaununum eftir með því að styrkja útgáfu á bókunum.“ -gun Mikilvægt að styrkja barnabókamenningu DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Segir barnabókamenningu vera að sækja í sig veðrið í Grænlandi og Færeyjum og því þurfi að fylgja eftir. HEIÐURSGESTIR Raggi Bjarna, Jón Páll Bjarna son og Guðmundur Steingrímsson MIÐASALA HEFST 13. SEPTEMBER Á MIÐI.IS ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON ÚTSETNINGAR & STJÓRN STÓRSVEITAR SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STJÓRN STRENGJASVEITAR GRÉTA SALÓME HANDRIT & LAGAVAL GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR · GUNNAR HELGASON · MARGRÉT BLÖNDAL · SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON SVIÐSMYND MÓEIÐUR HELGADÓTTIR BÚNINGAR ELLEN LOFTSDÓTTIR KYNNIR MARGRÉT BLÖNDAL LEIKSTJÓRI GUNNAR HELGASON ALLAR HELSTU SÖNGKONUR LANDSINS SAMANKOMNAR Á EINUM STAÐ ÁSAMT STÓRSKOTALIÐI KARLSÖNGVARA, HRYNSVEIT, BLÁSURUM OG STRENGJASVEIT Á GLÆSILEGUM STÓRTÓNLEIKUM Í HÖLLINNI www.sena.is/elly MÁLSTOFA UM KAPÍTALISMA Suðurkóreski hagfræðingurinn Ha-Joon Chang heldur erindi um bók sína 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá í Lögbergi klukkan 14 í dag. Í pallborði verða þeir Jóhann Páll Árnason, heimspekingur og heiðurs- doktor við HÍ, Stefán Ólafsson, forstöðumaður Þjóðmálastofnunar, og Páll Skúlason, prófessor í heimspeki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.