Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 62
6. september 2012 FIMMTUDAGUR46
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Bíó ★★★ ★★
Ávaxtakarfan
Leikstjórn: Sævar Guðmundsson
Leikarar: Ólöf Jara Skagfjörð,
Matthías Matthíasson, Ágústa Eva
Erlendsdóttir, Helga Braga Jóns-
dóttir, Magnús Jónsson, Atli Óskar
Fjalarsson, Bára Lind Þórarins-
dóttir, Fannar Guðni Guðmunds-
son, Birgitta Haukdal.
Ávaxtakarfan, hið vinsæla barna-
leikrit eftir Kristlaugu Maríu Sig-
urðardóttur, er komið í bíó og fáum
við að fylgjast með ævintýrum
Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og
allra hinna ávaxtanna á hvíta tjald-
inu, en stemningin í körfunni er súr,
einelti er liðið og frekjan í ananasn-
um er óþolandi. Já, rasistinn og sad-
istinn Immi ananas heldur ávaxta-
körfunni í gíslingu, og spilar með
veikleika hinna til að fá sínu fram-
gengt. En eins og svo oft þar sem
valdagræðgi og illska ráða ríkjum
er uppreisn á næsta leiti.
Sviðsmyndin er íburðarmik-
il og töff í hráleika sínum. Hins
vegar er hún hvorki nægilega stór
né fjölbreytileg til þess að virka
sem sögusvið heillar kvikmyndar.
Í leikhúsinu höfum við nándina
við leikarana og sjálft verkið til
að bæta upp fyrir þær ýmsu tak-
markanir sem leikhúsinu fylgja.
Þegar vel tekst til verða þessar
takmarkanir jafnvel að styrk-
leika. En hér fer bæði börnum og
fullorðnum að leiðast sjónrænt til-
breytingarleysið þegar síga fer á
seinni hlutann. Kvikmyndatakan
er engu að síður glæsileg, og hér
svífur myndavélin mjúklega um
hvern krók og kima. Þá eru litríkir
búningarnir vel úr garði gerðir og
þola vel nærmyndirnar jafnt sem
víðu skotin.
Leikararnir eru í góðu stuði og
skemmtilegastar eru þær Ólöf
Jara og Ágústa Eva. Af öllum
leikurunum var Ágústa sú eina
sem ég gat virkilega ímyndað
mér að kæmist upp með að klæð-
ast ávaxtabúningnum sínum á
almannafæri. Mér fannst hún satt
að segja svolítið smart sem app-
elsína. Músíkin spilar auðvitað
stórt hlutverk og allir leikararnir
eru liðtækir söngvarar. Lögin eru
eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson
og í þeim má finna margar gríp-
andi melódíur til að skaka hausinn
við. Og þau bestu eru bara skrambi
góð.
Það er þó afar erfitt að skella
stjörnum á svona verk. Söguþráð-
urinn samanstendur af mörg-
um misstórum vandamálum sem
persónurnar þurfa að leysa. Ef
einhvern rauðan þráð er að finna
er það eflaust sá heilnæmi boð-
skapur að allir séu jafnir og sátt
og samlyndi sé betra en sundrung
og stælar. Fyrir eldri börnin (svo
ég tali nú ekki um okkur fullorðna
fólkið) er þetta ef til vill brytjað
niður í óþarflega smáa bita. En
sem barnaefni fyrir þau yngstu er
Ávaxtakarfan nokkuð vel heppnuð.
Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Heilnæmt fjör fyrir þau
yngstu. Aðrir ættu að hrökkva í gang í
tónlistaratriðunum.
KARPAÐ Í KÖRFUNNI
ÆVINTÝRI „Ef einhvern rauðan þráð er að finna er það eflaust sá heilnæmi boðskapur að allri séu jafnir og sátt og samlyndi sé
betra en sundrung og stælar,“ segir í dómi um Ávaxtakörfuna.
Stillanleg heilsurúm! Fyrir þínar bestu stundir.
D Ý N U R O G K O D D A R
TEMPUR® Orginal eða Cloud heilsudýna á
C&J stillanlegum botnum. 2x80x200 cm.
TILBOÐ Kr. 578.550,-
Verð 749.875,- Þú sparar 171.325,-
* 3, 5% lántökugjald
12
mánaða
vaxtalaus lán
á st i l lanlegum
rúmum*
Þráðlaus fjarstýring
Grínistarnir Ari Eldjárn, Þorsteinn Guðmundsson, Steinn Ármann
Magnússon og Jóhannes Kristjánsson eftirherma verða hluti af nýrri
Thule-uppistandsseríu á Gullöldinni í Grafarvogi.
Uppistandarinn Beggi blindi og Davíð Þór Rúnarsson, eigandi Gull-
aldarinnar, eru mennirnir á bak við seríuna sem verður haldin tvo
fyrstu miðvikudagana í hverjum mánuði fram að jólum. „Beggi blindi
kom til okkar og vildi halda uppistand. Okkur datt
í hug að gera meira úr því og úr varð átta kvölda
sería,“ segir Davíð Þór. „Þetta leggst virkilega
vel í mig. Við erum búnir að ná inn öllum stærstu
nöfnunum og þetta lítur vel út,“ segir hann en
fleiri grínistar eiga eftir að bætast við. „Ég held
að þessi hópur hafi aldrei komið saman áður,
ekki svona margir og svona þekktir. Þetta
verður einn allra glæsilegasti uppistandsvið-
burður sem hefur verið haldinn hérlendis.“
Uppistandið hófst í gærkvöldi þegar
Beggi blindi, Björk Jakobs og Daníel Geir
Moritz, fyndnasti maður Íslands, stigu á
svið. Næsta miðvikudagskvöld skemmta
Ari Eldjárn, Þórhallur Þórhallsson og
Leifur hressi. Öll kvöldin byrja klukkan
22 og er frítt inn. Þrír til fjórir uppistand-
arar koma fram á hverju kvöldi og reiknar
Davíð Þór með því að eitt kvöldið verði til-
einkað kvenkyns uppistöndurum. -fb
Átta kvölda
uppistandssería
Hljómsveitin Nóra ætlar að safna
um hálfri milljón króna í gegn-
um vefsíðuna Pledgemusic.com.
Peningarnir verða notaðir í gerð
annarrar plötu sveitarinnar sem
kemur út í haust.
„Þetta er svipuð síða og Kick-
starter.com nema þetta er bara
fyrir tónlist. Það er fjöldinn allur
af tónlistarmönnum sem notfær-
ir sér þetta,“ segir Egill Við-
arsson úr Nóru en hljómsveitin
gefur plötuna út sjálf.
Pledgemusic.com virkar þann-
ig að hljómsveitir skrá sig á síð-
una og velja ákveðin tímamörk –
30, 60 eða 90 daga – til að ljúka
við söfnunina. Fram að þeim tíma
selja þær ýmsar vörur úr sínum
herbúðum og geta til dæmis selt
plötuna sína fyrir fram. Pening-
arnir sem safnast fara svo upp í
kostnaðinn á plötunni.
Upptökurnar hófust í febrúar
og er þeim nánast lokið. Fram
undan er hljómjöfnun og fram-
leiðsla plötunnar og er Nóra að
hefja söfnun fyrir því. Egill hvet-
ur aðrar íslenskar sveitir til að
prófa Pledgemusic.com. „Okkur
finnst þetta mjög sniðugt og þess
vegna fannst okkur um að gera
að vekja smá athygli á þessu.“
Þeir sem vilja leggja Nóru lið
geta kíkt á slóðina pledgemusic.
com/project/nora. - fb
Ætlar að safna hálfri
milljón á vefsíðu
NÓRA Upptökur á nýrri plötu hljómsveitarinnar Nóru hófust í febrúar og er nánast
lokið. MYND/INGÓLFUR JÚLÍUSSON
Fimmtudagur 6. september 2012
➜ Sýningar
17.30 Veggspjaldasýning til heiðurs
100 ára minningu Egils Pálssonar
verður sett upp í Safnahúsi Borgar-
fjarðar. Hátíðardagskrá verður á neðri
hæð hússins í tilefni opnunarinnar.
21.00 Óperusýningin Ráðskonuríki
verður flutt á Café Rosenberg. Það er
Alþýðuóperan sem setur verkið á svið á
hátt sem aldrei hefur þekkst hérlendis.
Miðaverð er kr. 2.500.
➜ Tónlist
19.00 Opnunartónleikar Norræna
kirkjutónlistarmótsins fara fram í
Hallgrímskirkju. Meðal þeirra sem fram
koma er Sinfóníuhljómsveit Íslands
ástamt Guðnýju Einarsdóttur, Mótettu-
kór Hallgrímskirkju og Hljómeyki.
20.30 Björg Þórhallsdóttir sópran-
söngkona, Elísabet Waage hörpu-
leikari og Hilmar Arnar Agnarsson
organisti halda tónleika í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikarnir eru
hluti af sumartónleikaröðinni Í ást sólar.
21.00 Hljómsveitin Contalgen Funeral
heldur útgáfutónleika á Græna Hatt-
inum í tilefni af splunkunýjum disk
sínum, Pretty Red Dress. Myrra Rós
hitar upp, en hún gaf út diskinn Kveld-
úlfur í sumar. Miðaverð er kr. 1.000.
21.00 Moses Hightower og Snorri
Helgason koma fram á KEX Hostel.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni
Gym & Tonic á vegum Smirnoff og
gogoyoko. Miðaverð er kr. 1.500.
22.00 Bítladrengirnir blíðu halda
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg
8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
22.00 Hymnodia-kammerkór, Kór
Áskirkju, Kór Langholtskirkju og
Gradualekór Langholtskirkju flytja
nýja íslenska kórtónlist í Hallgrímskirkju.
Tónleikarnir eru hluti af Norræna kirkju-
tónlistarmótinu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
UPPISTAND
Ari Eldjárn
kemur
fram.