Fréttablaðið - 06.09.2012, Page 66
6. september 2012 FIMMTUDAGUR50 50tónlist
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Í SPILARANUM
tonlist@frettabladid.is
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 30. ágúst - 5. september 2012
LAGALISTINN
Vikuna 30. ágúst - 5. september 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál
2 Lykke Li .......................................................I Follow Rivers
3 Moses Hightower ............................. Sjáum hvað setur
4 Jón Jónsson .........................................................All, You, I
5 Train ....................................... 50 Ways To Say Goodbye
6 Fun ..................................................................Some Nights
7 Eivör ...............................................................................Rain
8 Florence & The Machine .................................Spectrum
9 Jónas Sigurðsson .......................................... Þyrnigerðið
10 Pink ........................................................................Blow Me
Sæti Flytjandi Plata
1 Eivör ............................................................................Room
2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal
3 Moses Hightower ................................ Önnur Mósebók
4 Sigur Rós ...................................................................Valtari
5 Tilbury .....................................................................Exorcise
6 Ýmsir ...........................................................Ég sé Akureyri
7 Mannakorn ......................................... Í blómabrekkunni
8 Helgi Björns & reiðm. vindanna ........Heim í heiðard.
9 Mugison ........................................................... 5 CD Pakki
10 Ýmsir ............................................................. Hljómskálinn
Bob Dylan er mættur aftur
með sína 35. hljóðversplötu
eftir þriggja ára hlé. Fimm-
tíu ár eru liðin síðan hann
gaf út sína fyrstu plötu.
Bandaríska tónlistargoðsögnin Bob
Dylan sendir á þriðjudaginn frá sér
sína 35. hljóðversplötu, Tempest.
Fimmtíu ár eru liðin síðan fyrsta
plata Dylans, sem var samnefnd
honum, leit dagsins ljós á vegum
útgáfunnar Columbia Records sem
hefur kappann enn á sínum snær-
um.
Síðasta plata Dylans, Together
Through Life, kom út fyrir þrem-
ur árum og var hún sú fyrsta frá
honum sem fór beint á toppinn sam-
tímis í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Sama ár, eða 2009, gaf hann út jóla-
plötuna Christmas in the Heart og
runnu öll höfundarlaunin til sam-
taka sem berjast gegn hungursneyð.
Tíu lög eru á Tempest og þar
heldur Dylan áfram þar sem frá
var horfið með blöndu sína af blús,
kántrí, þjóðlagatónlist og rokkabillí.
Hljómsveitin sem spilar með honum
á tónleikaferðalögum spilaði einnig
á plötunni, auk Davids Hidalgo úr
Los Lobos.
Ofbeldi, harmur og dauði
NÚMER 35 Bob Dylan sendir frá sér sína 35. sólóplötu á þriðjudaginn. Fimmtíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans kom út.
NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrsta plata Bobs Dylan var samnefnd
honum og kom út á vegum Columbia
Records í mars 1962. Upptökstjóri
var John H. Hammond, starfsmaður
Columbia, sem hafði sjálfur fengið
Dylan til liðs við útgáfuna. Á plötunni
eru aðeins tvö lög eftir Dylan, eða
Talkin´New York og Song to Woody,
sem var tileinkað átrúnaðargoði hans
Woody Guthrie. Dylan hefur síðar látið
hafa eftir sér að hann hafi ekki verið
tilbúinn til að stíga skrefið til fulls sem
lagahöfundur á þessum tíma og því
spilað eigin útgáfur af gömlum lögum
á borð við House of the Rising Sun
og gospellaginu In My Time of Dying,
sem Led Zeppelin gerði eigin útgáfu
af fimmtán árum síðar.
50 ÁR FRÁ FYRSTU PLÖTU BOBS DYLAN
Textarnir eru flestir myrkir
með tilheyrandi ofbeldi, dauða og
harmleik. Þar má nefna titillagið,
sem er fjórtán mínútna langt og
45 erinda og fjallar um Titanic-
slysið. Fyrsta tóndæmið sem
heyrðist af plötunni var úr laginu
Early Roman Kings sem var notað
í stiklu til að kynna nýja þáttaröð
HBO, Strike Back, sem fjallar um
hryðjuverk. Nýlega sendi Dylan
svo frá sér myndband við lagið
Duquesne Whistle sem er ofbeld-
isfullt í meira lagi. Einnig er á
plötunni morðballaðan Tin Angel
og lagið Roll on John til heiðurs
hinum sáluga John Lennon.
Í grein í breska dagblaðinu The
Guardian spyr blaðamaður hvort
Tempest sé mögulega svanasöng-
ur hins 71 árs Dylans. Þar vísar
hann í að The Tempest var síðasta
leikrit Shakespeares en Dylan er
mikill aðdáandi enska leikrita-
skáldsins. Í viðtali við Rolling
Stone, þar sem platan fær fullt
hús, eða fimm stjörnur, vísar
Dylan þessu á bug og tekur fram
að leikritið heiti The Tempest en
platan hans Tempest og því séu
titlarnir ekki þeir sömu. Spurð-
ur út í Titanic-lagið segir Dylan:
„Fólk á eftir að segja að það sé
ekki allt satt í textanum. En laga-
höfundi er alveg sama um það.
Hann skrifar um það sem hefði
átt að gerast og hvað gæti gerst.
Það er ákveðinn sannleikur fólg-
inn í því.“
freyr@frettabladid.is
ROOM með Eivøru Pálsdóttur er plata vikunnar ★★★★
„Eivør og eiginmaðurinn Tróndur með frábæra plötu.“ - tj
Gamli Talking Heads-söngvarinn David Byrne hefur nóg að gera í
tónlistinni þessa dagana. Hann syngur eins og kunnugt er eitt lag á
nýju Ghostigital-plötunni og næsta mánudag kemur út platan Love
This Giant sem hann gerði með bandarísku tónlistarkonunni St. Vin-
cent. Það er nokkur aldursmunur á þeim, Byrne fagnaði sextugs-
afmæli í maí
síðastliðnum
en St. Vincent,
sem heitir réttu
nafni Annie Erin
Clarke, verð-
ur þrítug eftir
nokkra daga.
St. Vincent
byrjaði tón-
listarferilinn
sem meðlimur í
indie-rokkkórn-
um The Polypho-
nic Spree og var
hluti af tónleika-
hljómsveit Sufjans Steven, en stofnaði sína eigin hljómsveit árið 2006.
Fyrsta platan hennar Marry Me sem kom út árið 2007 var frábær og
það sama má segja um seinni plöturnar tvær, Actor (2009) og Strange
Mercy (2011).
St. Vincent þykir frábær á tónleikum og Byrne hafði séð hana nokkr-
um sinnum spila. Þau voru bæði á svæðinu þegar Björk og Dirty Proj-
ectors spiluðu tónlist sem þau höfðu unnið saman til styrktar góðu
málefni. Sömu aðilar báðu Byrne og St. Vincent að koma fram saman
á góðgerðartónleikum. Þannig kom það til að þau fóru að búa til tón-
list saman. Nú er plata með þeim að koma út, en af góðgerðartónleik-
unum hefur ekkert orðið enn.
Tónlistin á Love This Giant er popp sem er að mestu leyti spilað á
blásturshljóðfæri. Þetta er skemmtileg plata, hiklaust á meðal þess
besta sem David Byrne hefur gert í langan tíma …
Gamli og gyðjan
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
The Vintage Caravan
Voyage
Swans The Sees Bob Dylan Tempest